Erfið staða í fiskveiðistjórnun eftir Brexit

Veiðar á þorski við Svalbarða eru meðal deiluefna um fiskveiðar …
Veiðar á þorski við Svalbarða eru meðal deiluefna um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi. Ljósmynd/Helgi Bjarnason

Landslagið í fiskveiðum í Norður-Atlantshafi er á margan hátt breytt eftir að Bretar gengu úr Evrópusambandinu. Veiðar á þorski við Svalbarða tengjast þeirri stöðu og hafa verið deiluefni Norðmanna og Evrópusambandsins undanfarnar vikur. Makrílveiðar Norðmanna og Færeyinga við Bretland eru í lausu lofti eftir að Bretar urðu sjálfstætt strandríki frá áramótum.

Rætur deilna um veiðar við Svalbarða má rekja til þess að við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu ákvað Noregur að draga kvóta Breta frá aflaheimildum ESB, eins og komið hefur fram í norskum fjölmiðlum undanfarið. Sambandið fékk 17.885 tonn og Bretland 5.500 tonn. Þessari skiptingu hafnaði Evrópusambandið sem ákvað eigin kvóta upp á 28.431 tonn í ár. ESB heldur því fram að Norðmenn hygli eigin skipum og Rússum.

Hótanir á báða bóga

Norðmenn hafa hótað að færa þau skip til hafnar sem veiða umfram þær heimildir sem Noregur ákvað. Litið verði á slíkt sem ólöglegar veiðar og norska strandgæslan verði á varðbergi. Evrópusambandið telur slíkt ólöglegt og brot á þjóðarétti. Norðmenn mismuni þjóðum skipulega og Evrópusambandið muni bregðast við á nauðsynlegan hátt til að tryggja hagsmuni sambandsins.

Fundað hefur verið í deilunni síðustu mánuði og forræði málsins verið hjá utanríkisráðuneytum. ESB heldur því fram að ákvörðun Norðmanna stríði gegn Svalbarðasamningnum frá 1920 en því eru Norðmenn ósammála. Inn í deilurnar hafa einnig blandast umræður um fiskverndarsvæðið við Svalbarða, 12 mílna landhelgi og 200 mílna efnahagslögsögu, hafrétt og þjóðarétt.

Hafa ekki lengur aðgang

Fyrir Noreg og Færeyjar skipta makrílveiðar við Bretland miklu máli. Norðmenn veiddu um 90% makrílafla síns þar í fyrra og Færeyingar um þriðjung. Eftir að Bretar fóru út úr Evrópusambandinu hafa þeir ekki samið við þessar þjóðir um aðgang og hafa viljað halda aðgangsmálum utan við samninga um skiptingu stofna. Þeir hafa haldið spilunum þétt að sér og telja eflaust að þeir séu með tromp á hendi.

Aðgangur að gjöfulum miðum er lykilatriði í þessum efnum og í Fiskaren var nýlega spurt hvort Norðmenn hefðu gert mikil mistök í fyrra er þeir veiddu lítið af makríl í eigin lögsögu. Margoft hafi verið spurt í haust hvort rétt hafi verið að veiða svo mikið í lögsögu ESB, eins og það hét þá, en núna breskri, en leggja minni áherslu á makrílveiðar meðan fiskinn var að finna nær Noregi.

Fjöldi funda síðustu mánuði

Norðmenn, og reyndar Færeyingar líka, höfðu greiðan aðgang til makrílveiða við Hjaltlandseyjar á grundvelli þess markrílsamkomulags sem gert var árið 2014 og rann út um síðustu áramót, en núna er slíku ekki til að dreifa. Þrátt fyrir fjölda fjarfunda síðustu mánuði er ekki kominn á samningur um veiðar á milli Breta og Norðmanna og ekki hefur heldur gengið saman um veiðistjórnun á makríl. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Bretar vilji aðeins gera fiskveiðisamning við Norðmenn gegn þorskkvóta frá Norðmönnum í skiptum fyrir aðgang norskra skipa að makrílmiðum við Hjaltlandseyjar og aðgang að breskum mörkuðum fyrir norskan þorsk.

Í vikunni funduðu sjávarútvegsráðherrar Bretlands og Noregs um markaðsmál og fríverslun. Í tilkynningu Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, var lögð áhersla á samstarf og að finna lausnir. Aðgangur að veiðisvæðum og kvótaskipti voru einnig til umræðu og haft er eftir Ingebrigtsen í Fiskaren að Noregur vilji styrkja samstarf þjóðanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 358,94 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 394,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 476,19 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 115,03 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,86 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,96 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.6.21 Dufan BA-122 Handfæri
Þorskur 808 kg
Samtals 808 kg
14.6.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 5.231 kg
Hlýri 331 kg
Gullkarfi 116 kg
Ýsa 30 kg
Grálúða 20 kg
Keila 10 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.747 kg
14.6.21 Höski Úr Nesi ÍS-057 Handfæri
Þorskur 522 kg
Samtals 522 kg
14.6.21 Máni ÍS-087 Handfæri
Þorskur 257 kg
Samtals 257 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 358,94 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 394,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 476,19 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 115,03 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,86 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,96 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.6.21 Dufan BA-122 Handfæri
Þorskur 808 kg
Samtals 808 kg
14.6.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 5.231 kg
Hlýri 331 kg
Gullkarfi 116 kg
Ýsa 30 kg
Grálúða 20 kg
Keila 10 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.747 kg
14.6.21 Höski Úr Nesi ÍS-057 Handfæri
Þorskur 522 kg
Samtals 522 kg
14.6.21 Máni ÍS-087 Handfæri
Þorskur 257 kg
Samtals 257 kg

Skoða allar landanir »