Enginn sagður veikur um borð í súrálsskipi

Súrálsskipið Taurus Confidence í álvershöfninni við Mjóeyri í mars.
Súrálsskipið Taurus Confidence í álvershöfninni við Mjóeyri í mars. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Súrálsskip frá Brasilíu leggst að bryggju í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði síðar í kvöld eftir um tveggja vikna siglingu.

Engin tilkynning hefur borist um veikindi skipverja, að sögn Ingva Rafns Guðmundssonar, hafnsögustjóra í Mjóeyrarhöfn.

Litlu munaði að verr færi á Reyðarfirði í mars síðastliðnum þegar annað súrálsskip frá Brasilíu lagðist að bryggju með tíu skipverja, smitaða af Covid-19, um borð. Skipstjórinn lét Landhelgisgæsluna ekki vita af veikindunum þegar honum bar að gera það.

Óskuðu eftir heilsufarsupplýsingum

Flutningaþjónustufyrirtækið Nesskip hefur ákveðið að senda bréf til allra súrálsskipa sem koma til Reyðarfjarðar þar sem óskað er strax eftir heilsufarsupplýsingum skipverja um borð til að koma í veg fyrir þau vandræði sem urðu í mars síðastliðnum.

Fljótlega eftir að brasilíska súrálsskipið lagði af stað sendi áhöfnin bréf um að engin veikindi væru um borð og síðan þá hefur hún ítrekað það einu sinni eða tvisvar. „Það er allt í mjög góðu standi, samkvæmt skipstjóranum,“ segir Ingvi Rafn.

Skipið leggst að bryggju í Mjóeyrarhöfn á milli klukkan 21 og 21.30 í kvöld. Þetta er annað súrálsskipið sem kemur þangað síðan brasilíska skipið kom í mars. Um borð voru Rússar og Úkraínumenn og enginn reyndist smitaður af kórónuveirunni. 

Skipið Taurus Confidence.
Skipið Taurus Confidence.

Bundið við bryggju í viku 

Áður en skipið leggst að bryggju í kvöld fer Ingvi Rafn um borð, tekur í raun yfir stjórnina og bendir skipstjóranum á hvert skal fara.

Skipið verður bundið við bryggju í viku, ef ekkert bilar við dælingu úr landi. Skipverjarnir mega í mesta lagi fara upp á bryggjuna en eru annars í skipinu, enda hefur þeim verið fyrirskipað að hafa sem minnst samneyti við aðra vegna veirunnar, að sögn Ingva Rafns. Ef í ljós kemur að einhver veikindi verða um borð verður gripið til ráðstafana. Ekkert bendir samt til þess, segir hann. 

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi verður lögreglan á Eskifirði með aukið eftirlit með skipinu í ljósi aðstæðna.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 7.685 kg
Ufsi 1.117 kg
Skarkoli 121 kg
Steinbítur 46 kg
Samtals 8.969 kg
13.6.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 2.982 kg
Langa 250 kg
Þorskur 87 kg
Skarkoli 56 kg
Ufsi 27 kg
Hlýri 19 kg
Keila 11 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 3.441 kg
12.6.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 462 kg
Grálúða 378 kg
Hlýri 327 kg
Þorskur 202 kg
Gullkarfi 81 kg
Samtals 1.450 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 7.685 kg
Ufsi 1.117 kg
Skarkoli 121 kg
Steinbítur 46 kg
Samtals 8.969 kg
13.6.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 2.982 kg
Langa 250 kg
Þorskur 87 kg
Skarkoli 56 kg
Ufsi 27 kg
Hlýri 19 kg
Keila 11 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 3.441 kg
12.6.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 462 kg
Grálúða 378 kg
Hlýri 327 kg
Þorskur 202 kg
Gullkarfi 81 kg
Samtals 1.450 kg

Skoða allar landanir »