Settu vinnslumet á Fáskrúðsfirði

Afköstin voru mikil hjá Loðnuvinnslunni á dögunum. Mynd úr safni.
Afköstin voru mikil hjá Loðnuvinnslunni á dögunum. Mynd úr safni. mbl.is/Albert Kemp

Starfsfólk í frystihúsi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði setti nýtt met í afköstum þegar því á dögunum tókst að vinna 230 tonn á 42 klukkustundum. Aldrei hafa jafn mörg tonn farið í gegnum vinnsluna á jafn skömmum tíma og gerðist það þrátt fyrir nokkurra klukkutíma bilun í vélabúnaði, að því er fram kemur í færslu á vef fyrirtækisins.

Þar segir Þorri Magnússon, framleiðslustjóri Loðnuvinnslunnar, að árangurinn sé ýmsu að þakka. „Hér er hörkumannskapur, […] bættur búnaður og gott hráefni.“

Aflinn sem unninn er í frystihúsinu kemur af Ljósafelli, Sandfelli og Hafrafelli, auk þess sem keyptur hefur verið afli af Sigurði Ólafssyni sf. á Höfn. Þá sé farmleiðslugetan orðin slík að algengt er að þurfi að kaupa hráefni af markaði.

„Ég hef þá sýn að ekki séu ýkja mörg ár í að við tökum 10 þúsund tonn af bolfiski í gegnum húsið, það eru bara nokkur misseri í það,“ segir Þorri.

Í færslunni segir að aukin afköst skili sér í launum starfsmanna. „Bónusinn rýkur upp og fólkið sem vinnur verkin fær aukin laun, svo ekki sé nú minnst á kökuna sem boðið var upp á í tilefni árangursins.“

Ljósmynd/Loðnuvinnslan
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,21 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 214,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,95 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
23.6.21 Habbý ÍS-778 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
23.6.21 Máney SU-014 Handfæri
Þorskur 775 kg
Ufsi 110 kg
Samtals 885 kg
23.6.21 Trausti BA-010 Handfæri
Þorskur 779 kg
Samtals 779 kg
23.6.21 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 251 kg
Samtals 251 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,21 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 214,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,95 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
23.6.21 Habbý ÍS-778 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
23.6.21 Máney SU-014 Handfæri
Þorskur 775 kg
Ufsi 110 kg
Samtals 885 kg
23.6.21 Trausti BA-010 Handfæri
Þorskur 779 kg
Samtals 779 kg
23.6.21 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 251 kg
Samtals 251 kg

Skoða allar landanir »