Skráningin styrkir verðmyndun

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningunni á hlutafjárútboðinu í morgun.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningunni á hlutafjárútboðinu í morgun. Skjáskot

Síldarvinnslan er nýjasta viðbótin í Kauphöllina, en viðskipti hefjast með bréf félagsins 27. maí nk. Útboð á 26,33% hlut í félaginu fer fram 10. til 12. maí og stendur kynning á útboðinu nú yfir.

Fyrirhuguð skráning Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í íslensku kauphöllina mun að mati greinanda sem ViðskiptaMogginn ræddi við styrkja verðmyndum sambærilegra fyrirtækja í kauphöllinni. Fjárfestar geti þá í framhaldinu borið saman fleiri en einn kost.

Í dag er Brim eina skráða sjávarútvegsfyrirtækið en auk þess er Iceland Seafood í kauphöllinni. Það sérhæfir sig í útflutningi og sölu sjávarafurða. Munurinn á Brimi og Síldarvinnslunni liggur m.a. í því hvaða veiðar félögin stunda, þar sem Brim er með meiri áherslu á bolfisk en Síldarvinnslan á uppsjávarfisk. Áherslan á uppsjávarveiðar gerir rekstur Síldarvinnslunnar sveiflukenndari en rekstur Brims.

Eins og fram kemur í fjárfestakynningu hafa fjárfestingar síðustu ára miðað að því að styrkja félagið í bolfiskheimildum og auka áhættudreifingu í aflaheimildum. Þar eru nefnd kaupin á Bergi-Hugin, Gullbergi og hluta af aflaheimildum Stálskips sem vegið hafa þyngst við að auka vægi botnfisktegunda. „Með þessum kaupum hafa sveiflur í starfseminni minnkað og félagið er ekki eins háð uppsjávarfisktegundum þar sem lífmassi fiskitegunda getur sveiflast mikið á milli ára.“

Jafn stórt og Brim

Síldarvinnslan og Brim eru álíka stór að markaðsvirði en Iceland Seafood er um helmingi minna.

Í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar vegna útboðs á 26,33% af áður útgefnum hlutum félagsins kemur fram að útboðsgengi er á bilinu 55-58 krónur á hlut og er stærð útboðsins 24,6-26 milljarðar króna að söluandvirði. Seljendur eru Samherji (12%), Kjálkanes (12%) og Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. (1%), Hraunlón (0,6%) og Síldarvinnslan hf. eigin bréf (0,73%).

Söluandvirði hlutar Samherja og Kjálkaness er nálægt tólf milljörðum hjá hvoru félagi. Heildareign Samherja er í dag 44,64% og því er um sölu á ríflega fjórðungshlut félagsins að ræða. Hlutur Kjálkaness er í dag 34,23% og selur félagið því ríflega þriðjung eignarhlutar síns.

Yfirtökur og samrunar

Greinandi sem ViðskiptaMogginn ræddi við sagði að áhugavert yrði að fylgjast með því hvað fyrirtækið hygðist gera í framhaldinu og hvort ríkulegt eigið féð, rúmir 38 milljarðar króna, yrði notað til að stækka félagið með kaupum á öðrum fyrirtækjum í sama geira. Með virkri verðmyndun getur fyrirtækið einnig nýtt sér markaðinn til að fara í samruna og yfirtökur og greiða fyrir með eigin bréfum.

Greinandi sem ViðskiptaMogginn ræddi við taldi verðlagningu félagsins í útboðinu sanngjarna, enda væru vaxtartækifæri fyrir hendi.

Í fjárfestakynningunni segir um vaxtartækifærin að þau felist bæði í innri og ytri vexti. Innri vexti megi ná með því að auka verðmæti núverandi afla og einnig að auka framleiðslu með frekara þróunar- og markaðsstarfi. Hvað ytri vöxt varðar felist tækifæri í svigrúmi til frekari kaupa á aflaheimildum og fyrirtækjum.

Markaðsaðili sem ViðskiptaMogginn ræddi við sagði að áhugavert yrði einnig að fylgjast með því í framhaldi af skráningunni hvort einhverjir af eigendunum væru að bíða og sjá og hygðust selja síðar á verði sem þeim hugnaðist betur.

Norðfjarðarhöfn er ein stærsta fiskihöfn landsins en þar er stærsta …
Norðfjarðarhöfn er ein stærsta fiskihöfn landsins en þar er stærsta vinnsla Síldarvinnslunnar starfrækt. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Snorri Jakobsson hjá Jakobsson Capital segir það ánægjulegt að fleiri fyrirtæki úr einni undirstöðuatvinnugrein Íslendinga séu á leið á markað. „Í kringum aldamótin voru mest 24 sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina, þannig að enn er langur vegur að hámarkinu.“

Hann segir að félagið sé vel rekið og hafi sýnt góða ávöxtun.

Framtíðarhorfur sjávarútvegsins eru góðar að mati Snorra, eftirspurn eftir sjávarafurðum er sterk og staða stofna víðast hvar góð við Ísland.

Hann varar þó við að umtalsverð áhætta geti falist í fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtæki. „Áhættuþættirnir eru nokkrir. Olíuverð hefur töluverð áhrif á rekstrarkostnað félagsins og gengi krónu hefur áhrif á tekjur og kostnað m.a.,“ segir Snorri.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 22.6.21 158,07 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.6.21 213,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Snari BA-144 Handfæri
Þorskur 810 kg
Samtals 810 kg
23.6.21 Jódís BA-028 Handfæri
Þorskur 744 kg
Samtals 744 kg
23.6.21 Bjarni G BA-066 Grásleppunet
Grásleppa 1.459 kg
Samtals 1.459 kg
23.6.21 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 32 kg
Samtals 32 kg
23.6.21 Kiddi ÍS-189 Handfæri
Steinbítur 7 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 12 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 22.6.21 158,07 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.6.21 213,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Snari BA-144 Handfæri
Þorskur 810 kg
Samtals 810 kg
23.6.21 Jódís BA-028 Handfæri
Þorskur 744 kg
Samtals 744 kg
23.6.21 Bjarni G BA-066 Grásleppunet
Grásleppa 1.459 kg
Samtals 1.459 kg
23.6.21 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 32 kg
Samtals 32 kg
23.6.21 Kiddi ÍS-189 Handfæri
Steinbítur 7 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 12 kg

Skoða allar landanir »