„Það eru góð 35 tonn á dag“

Akurey AK kom til hafnar í dag með ágætan afla.
Akurey AK kom til hafnar í dag með ágætan afla. Ljósmynd/Brim

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey AK, kveðst ánægður með veiðina túrnum sem lauk í dag þegar togarinn kom til hafnar að Norðurgarði í Reykjavík.

„Aflabrögðin hafa verið með ágætum síðustu vikurnar. Fyrir daginn í dag vorum við komnir með 110 til 115 tonna afla eftir rúma þrjá sólarhringa á veiðum. Það eru góð 35 tonn á dag,“ er haft eftir Eiríki á vef Brims, sem gerir Akurey út. Skipstjórinn segir aflan jöfnum höndum þorskur, gullkarfi og ufsi.

„Við byrjuðum túrinn á Eldeyjarbanka en færðum okkur svo yfir á Selvogsbankann. Aflinn var ágæur á báðum stöðum. Ég ákvað að enda túrinn á Eldeyjarbankanum en þar var mokveiði á þorski fyrir tveimur til þremur dögum síðan,“ útskýrir hann og bætir við að fiskurinn á slóðinni sé vel haldinn og hið þesta hráefni.

„Þorskurinn er t.a.m. mjög góður. Meðalvigtin er fjögur til fimm kíló. Hins vegar hef ég heyrt að mönnum finnist ufsinn vera í smærri kantinum. Það er þó ekki okkar reynsla,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 263,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,22 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Snari BA-144 Handfæri
Þorskur 810 kg
Samtals 810 kg
23.6.21 Jódís BA-028 Handfæri
Þorskur 744 kg
Samtals 744 kg
23.6.21 Bjarni G BA-066 Grásleppunet
Grásleppa 1.459 kg
Samtals 1.459 kg
23.6.21 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 32 kg
Samtals 32 kg
23.6.21 Kiddi ÍS-189 Handfæri
Steinbítur 7 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 12 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 263,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,22 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Snari BA-144 Handfæri
Þorskur 810 kg
Samtals 810 kg
23.6.21 Jódís BA-028 Handfæri
Þorskur 744 kg
Samtals 744 kg
23.6.21 Bjarni G BA-066 Grásleppunet
Grásleppa 1.459 kg
Samtals 1.459 kg
23.6.21 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 32 kg
Samtals 32 kg
23.6.21 Kiddi ÍS-189 Handfæri
Steinbítur 7 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 12 kg

Skoða allar landanir »