Vilja að sjómenn njóti forgangs við bólusetningar

Bundnar eru vonir við að sjómenn njóti forgangs við bólusetningar …
Bundnar eru vonir við að sjómenn njóti forgangs við bólusetningar í Evrópu. AFP

Samtök evrópskra sjávarútvegsfyrirtækja (Europêche) og samband evrópsks flutningaverkafólks (ETF) biðla í sameiginlegri yfirlýsingu til Evrópusambandsins og aðildarríkja þeirra um að veita félagsmönnum þeirra forgang í bólusetningar gegn kórónuveirunni.

„Sjómenn gegna lykilhlutverki í öflun sjávarfangs og í fæðuöryggi í Evrópu. Engu að síður hefur þeim ekki verið forgangsraðað í bólusetningaráætlunum, sem gerir þá berskjaldaða fyrir vaxandi tíðni smita um borð í fiskiskipum og kemur í veg fyrir nauðsynleg áhafnaskipti um heim allan,“ segir í yfirlýsingunni.

Vísa samtökin meðal annars til þess að fimm stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa hvatt ríkisstjórnir til þess að veita sjómönnum, sjófarendum og flugáhöfnum forgang í bólusetningaráætlunum.

Sóttvarnir erfiðar um borð

„Í andstöðu við marga aðra launþega er takmarkað hvað sjómenn geta gert á sínum vinnustað til að koma í veg fyrir smit. Starf áhafna fiskiskipa fer fram ó lokuðum rýmum þar sem ómögulegt er að viðhalda fjarlægð og skapar það mikla hættu á að hægt sé að smitast af kórónuveirunni. Að auki er oft um að ræða langvarandi dvöl um borð í skipum, sem gerir það krefjandi að bólusetja þá samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun [sem mótuð er] fyrir almenning,“ segir í yfirlýsingunni.

Samtökin telja því fulla ástæðu til þess að aðildarríki Evrópusambandsins breyti forgangsröðun sinni í bólusetningum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Snari BA-144 Handfæri
Þorskur 810 kg
Samtals 810 kg
23.6.21 Jódís BA-028 Handfæri
Þorskur 744 kg
Samtals 744 kg
23.6.21 Bjarni G BA-066 Grásleppunet
Grásleppa 1.459 kg
Samtals 1.459 kg
23.6.21 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 32 kg
Samtals 32 kg
23.6.21 Kiddi ÍS-189 Handfæri
Steinbítur 7 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 12 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Snari BA-144 Handfæri
Þorskur 810 kg
Samtals 810 kg
23.6.21 Jódís BA-028 Handfæri
Þorskur 744 kg
Samtals 744 kg
23.6.21 Bjarni G BA-066 Grásleppunet
Grásleppa 1.459 kg
Samtals 1.459 kg
23.6.21 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 32 kg
Samtals 32 kg
23.6.21 Kiddi ÍS-189 Handfæri
Steinbítur 7 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 12 kg

Skoða allar landanir »