Sáttur við fyrsta túrinn

Begur VE á siglingu í Lónsdýpinu.
Begur VE á siglingu í Lónsdýpinu. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Ég er nokkuð sáttur við minn fyrsta túr í skipstjórastóli,“ er haft eftir Jóni Sigurgeirssyni á vef Síldarvinnslunar. Jón landaði Bergi VE á Seyðisfirði í gær en skipið var nánast fullt eftir að hafa verið þrjá sólarhringa á veiðum. Jón var að fara sinn fyrsta túr sem skipstjóri en hann hefur verið á sjó í yfir 20 ár. Frá áramótum hefur hann verið stýrimaður á Bergi.

„Túrinn byrjaði á því að við reyndum við karfa í Skeiðarárdýpinu en veiddum síðan mest í Lónsdýpinu og Berufjarðarálnum Það gekk bara nokkuð vel. Við erum með um 60 tonn og aflinn er mest karfi og ufsi og svo er einnig dálítið af þorski og ýsu,“ segir Jón og bætir við að veðrið hafi verið heldur leiðinlegt allan túrinn og talsvert meiri vindur og sjór en spáð var.

„Við gátum dregið tvö troll til að byrja með en veðrið kom fljótt í veg fyrir það og þá þurfti að notast við eitt,“ segir Jón á vef Síldarvinnslunnar.

Bergur hélt til veiða á ný strax að löndun lokinni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 263,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,20 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
23.6.21 Habbý ÍS-778 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
23.6.21 Máney SU-014 Handfæri
Þorskur 775 kg
Ufsi 110 kg
Samtals 885 kg
23.6.21 Trausti BA-010 Handfæri
Þorskur 779 kg
Samtals 779 kg
23.6.21 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 251 kg
Samtals 251 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 263,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 358,20 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 213,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,39 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 169,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.21 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
23.6.21 Habbý ÍS-778 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
23.6.21 Máney SU-014 Handfæri
Þorskur 775 kg
Ufsi 110 kg
Samtals 885 kg
23.6.21 Trausti BA-010 Handfæri
Þorskur 779 kg
Samtals 779 kg
23.6.21 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 251 kg
Samtals 251 kg

Skoða allar landanir »