Stærsti íslenski plastbáturinn afhentur útgerð

Hulda GK á siglingu í Hafnarfjarðarhöfn. Báturinn hefur nú verið …
Hulda GK á siglingu í Hafnarfjarðarhöfn. Báturinn hefur nú verið afhentur útgerðarfélaginu Blakknes. Ljósmynd/Aðsend

Útgerðarfélagið Blakknes ehf í Sandgerði hefur fengið afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 40BB beitningavélarbáta frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði, að því er fram kemur í tilkynningu. Báturinn sem er líklega stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið hér á landi.

Báturinn er 12,5 metrar á lengd, 6,7 metra breiður og mælist 30 brúttótonn.  Báturinn leysir af hólmi eldri bát með sama nafni og er skipstjóri á bátnum Emanúel Þórður Magnússon.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 800hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 gír. Tvær rafstöðar eru í bátnum af gerðinni Scam/FPT 105kW frá Ásafli. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf. og með vökvadrifnar hliðarskrúfur að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningavél, rekkakerfi og línuspil frá Mustad í Noregi. Búnaður á dekki er frá Micro og Stálorku. Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf. Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking og er andveltigeymir í bátnum.

Rými er fyrir allt að 54 kör í lestinni sem hvert tekur 460 lítra auk þess sem millidekkið er lokað með aðgreindu dráttarrými.

Þá er báturinn með upphitaða stakkageymslu fyrir átta manns. Jafnframt er að finna um borð stóran borðsal, salerni, sturta, þvottavel og þurrkara.  Svefnpláss er fyrir átta í lúkar í fjórum aðskyldum klefum. Fullbúið eldhús er um borð með öllum nauðsynlegum búnaði; eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »