80% af sýningarbásunum í Fífunni bókaðir

Mikill áhugi er á sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Fífunni …
Mikill áhugi er á sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Fífunni í september, að sögn skipuleggjenda. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um 80% af sýningarbásum á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Icelandic Fisheries Exhibition (IceFish) eru bókuð, en hún mun fara fram í Fífunni í Kópavogi 15. til 17. september. Upphaflega var gert ráð fyrir að halda sýninguna, sem haldin er á þriggja ára fresti, í fyrra en vegna kórónuveirufaraldursins var ákveðið að fresta sýningunni um eitt ár. Gestir sýningarinnnar árið 2017 voru 13.621 talsins.

„Við gerum ráð fyrir að sýningin fari fram í september. Flest bendir til þess að í Evrópu verði byrjað að gefa út Covid-vegabréf í sumar og samkvæmt áætlunum Íslands verður landið opnað í lok júní. Þannig að þetta er allt að ganga samkvæmt áætlun, en við verðum að taka tillit til kórónuveirunnar eins og allir aðrir,“ segir Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri IceFish.

Spurð hvort hægt sé að búast við sambærilegum gestafjölda og 2017 svarar hún: „Ég væri mjög auðug ef ég vissi hvað gerist fram í tímann, en við höfum aukið markaðssetninguna miðað við það sem við höfum áður gert. Sérstaklega á samfélagsmiðlum. Við erum að gera okkar ýtrasta til að ná sambærilegum árangri og fyrri ár.“

Marianne Rasmussen-Coulling
Marianne Rasmussen-Coulling

Þá segir Rasmussen-Coulling töluverðan áhuga á sýningunni bæði hér á landi og erlendis. „Það verða margir nýir sýnendur sem hafa ekki verið áður. Við erum í fyrsta sinn með spænskan skála. Það verða meðal annars nýir sýnendur frá Frakklandi, Litháen og Tyrklandi. Eins og hefðbundið er verða skálar frá Færeyjum, Noregi og Danmörku,“ segir Rasmussen-Coulling.

Þá bendir hún á að hliðarafurðum verður veitt sérstök athygli og verður afmarkað svæði á sýningunnni sem er sérstaklega lagt undir þetta svið, auk þess verður sérstakt málþing haldið um hliðarafurðir. „Þar sem Ísland er frumkvöðull á þessu sviði hef ég tekið eftir sérstökum áhuga á þessum þætti sýningarinnar,“ útskýrir Rasmussen Coulling.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.21 500,81 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.21 434,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.21 382,12 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.21 371,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.21 111,59 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.21 206,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.21 313,70 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.21 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.21 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Ufsi 783 kg
Samtals 783 kg
21.9.21 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 1.756 kg
Ýsa 1.240 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.998 kg
21.9.21 Fanney EA-048 Línutrekt
Þorskur 722 kg
Ýsa 313 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 1.082 kg
21.9.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 3.762 kg
Gullkarfi 257 kg
Keila 109 kg
Hlýri 86 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 4.244 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.21 500,81 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.21 434,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.21 382,12 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.21 371,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.21 111,59 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.21 206,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.21 313,70 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.21 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.21 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Ufsi 783 kg
Samtals 783 kg
21.9.21 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 1.756 kg
Ýsa 1.240 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.998 kg
21.9.21 Fanney EA-048 Línutrekt
Þorskur 722 kg
Ýsa 313 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 1.082 kg
21.9.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 3.762 kg
Gullkarfi 257 kg
Keila 109 kg
Hlýri 86 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 4.244 kg

Skoða allar landanir »