„Illa hvíldur sjómaður er stórhættulegur“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, skrifar í tilefni af sjómannadeginum:

Engin banaslys urðu á íslenskum sjómönnum við strendur landsins á árinu 2020 sem er sjöunda árið sem sú ánægjulega þróun á sér stað og fjórða árið í röð. Önnur ár þar sem engin banaslys urðu við landið eru 2008, 2011, 2014, 2017, 2018 og 2019.

Lykillinn að þessum árangri er efalaust meiri og skilvirkari fræðsla og forvarnir. Þar kemur Slysavarnaskóli sjómanna sterkur inn. Öryggisvitund og öryggismenning sjómanna hefur aukist jafnt og þétt frá því að skólinn tók til starfa. Sjómenn læra að umgangast hætturnar um borð og reyna að kortleggja þær með öllum ráðum til að forðast slys og afleiðingar þeirra.

Alvarlegum slysum hefur einnig fækkað en sjómönnum hefur líka fækkað. Ég hef ekki tölur um hvort þessar tvær stærðir haldast í hendur en ljóst er að baráttan heldur áfram við fækkun slysa. Skipin hafa stækkað og eru orðin öruggari vinnustaðir ef rétt er staðið að málum. En gjalda verður varhug við fækkun í áhöfn um efni fram. Það leiðir oftast til meira álags á mannskapinn og minni hvíldar sem yfirleitt er ávísun á minni árvekni viðkomandi áhafna. Vansvefta og illa hvíldur sjómaður er stórhættulegur bæði sjálfum sér og öðrum. Sagan lýgur ekki í þeim efnum. Ekki þarf að blaða lengi í slysa- og atvikaskýrslum rannsóknarnefndar samgönguslysa til að komast að því. Nú um stundir er unnið að styttingu vinnuvikunnar hjá flestum stéttum. Þó ekki sjómönnum.

Fækkun á flotanum

Nú er lenska að fækka á togaraflotanum hjá sumum útgerðum. Fyrst átti þetta að vera tímabundin fækkun vegna Covid-19 en nú er gengið á lagið. Þessi fækkun skal vera viðvarandi þrátt fyrir að áhrif Covid séu að hverfa. Fiskiríið er síst minna en fyrir Covid þannig að álag á mannskapinn er meira ef eitthvað er, þó ekki kæmi til fækkun.

Íslenskir sjómenn og útgerðir hafa verið í fararbroddi í heiminum þegar kemur að slysavörnum til sjós. Þeim árangri má ekki fórna á altari Mammons. Allir eiga að koma heilir heim til fjölskyldu og vina.

Kjarasamningar

Þegar þetta er ritað eru sjómenn búnir að vera með lausa kjarasamninga síðan 1. desember 2019, eða í 18 mánuði! Það er auðvitað óboðlegt ástand. Sjómenn krefjast samninga. Að gengið verði að hógværum kröfum þeirra í því gósenástandi sem nú ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Hvert fyrirtækið af öðru skilar metuppgjöri. Eitthvað er nú til sem mætti hríslast meira niður til fólksins á dekkinu sem sækir verðmætin og vinnur þau.

Að þessu sögðu óska ég sjómönnum og fjölskyldum þeirra og öllum Íslendingum nær og fjær gleðilegrar sjómannadagshátíðar 2021 þótt hátíðin sé nokkuð frábrugðin og lágstemmdari en hún ætti að vera.

Á næsta ári tökum við hraustlega á því og höldum almennilega upp á sjómannadaginn með fjöldasamkomum, gríni, glensi og keppni. Góðir Íslendingar, munum að flagga á sjómannadaginn til heiðurs íslenskum sjómönnum, lifandi sem látnum. Og já – Sjómannadagurinn er með stóru ESSI, það er bara þannig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.22 438,02 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.22 578,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.22 333,98 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.22 222,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.22 212,59 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.22 235,95 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.22 299,32 kr/kg
Litli karfi 21.9.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.22 Elli P SU-206 Línutrekt
Þorskur 1.994 kg
Ýsa 1.331 kg
Keila 36 kg
Samtals 3.361 kg
24.9.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Skarkoli 543 kg
Ýsa 373 kg
Þorskur 343 kg
Sandkoli 183 kg
Steinbítur 45 kg
Samtals 1.487 kg
24.9.22 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.866 kg
Ufsi 210 kg
Ýsa 125 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 81 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 2.450 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.22 438,02 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.22 578,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.22 333,98 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.22 222,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.22 212,59 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.22 235,95 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.22 299,32 kr/kg
Litli karfi 21.9.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.22 Elli P SU-206 Línutrekt
Þorskur 1.994 kg
Ýsa 1.331 kg
Keila 36 kg
Samtals 3.361 kg
24.9.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Skarkoli 543 kg
Ýsa 373 kg
Þorskur 343 kg
Sandkoli 183 kg
Steinbítur 45 kg
Samtals 1.487 kg
24.9.22 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.866 kg
Ufsi 210 kg
Ýsa 125 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 81 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 2.450 kg

Skoða allar landanir »