Uppsjávarsmiðja skili auknum verðmætum

Fjöldi rannsókna mun nú fara fram í verksmiðjunni í Neskaupstað …
Fjöldi rannsókna mun nú fara fram í verksmiðjunni í Neskaupstað í samstarfi við Síldarvinnsluna. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Hákon Ernuson

Er hægt að vinna verðmætari afurðir úr hráefni sem nú er notað við framleiðslu á fiskimjöli og lýsi? Rannsóknum í nýrri uppsjávarsmiðju í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er ætlað að svara þessari spurningu.

Matís hefur fjárfest í búnaði til að framkvæma tilraunir, sem mun verða nýttur í rannsóknaaðstöðu sem komið verður upp í fiskimjölsverksmiðjunni. Stefnt er að því að framkvæma rannsóknir á sviði fiskimjölsiðnaðar og skoða leiðir til að vinna aðrar og verðmætari afurðir úr því sem nú fer í fiskimjöl og lýsi.

Um er að ræða lið í eflingu starfsemi Matís á landsbyggðinni í takti við þjónustusamning þess efnis sem undirritaður var af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í nóvember 2020. Samningurinn felur í sér fjárveitingu upp á 80 milljónir króna á tveggja ára tímabili til að styrkja starfsemi sína og auka samvinnu við atvinnugreinar í þróunar- og rannsóknarstarfi. Þá var markmið samningsins sagt meðal annars vera „að færa starfsemi Matís nær viðskiptavinum og bæta verðmætasköpun til framtíðar með aukinni nýsköpun, rannsóknar- og þróunarvinnu.“

Úðaþurrkari og himnusíunartæki verða í uppsjávarsmiðjunni. Slík tæki hafa ekki …
Úðaþurrkari og himnusíunartæki verða í uppsjávarsmiðjunni. Slík tæki hafa ekki áður verið notuð við framleiðslu á mjöli og lýsi úr uppsjávarfiski. Mynd/Síldarvinnslan

Fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar að þegar hafi verið gerðar tilraunir af ýmsum toga í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað, en það hefur verið gert að hluta til í lítilli verksmiðju í eigu Vélsmiðjunnar Héðins. Búnaðurinn sem Matís fjárfestir nú í er viðbót og er talinn auðvelda rannsóknir á umræddu sviði.

„Með tilkomu nýja búnaðarins er verið að leggja áherslu á uppbyggingu svokallaðs lífmassavers eða uppsjávarsmiðju í samstarfi við uppsjávariðnaðinn hér eystra. Með tilkomu uppsjávarsmiðjunnar verður unnt að þróa nýja vinnsluferla og nýjar afurðir úr hliðarstraumum sem myndast við vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis,“ er haft eftir dr. Stefáni Þór Eysteinssyni í færslunni, en hann hefur haft umsjón með þessum uppsjávarverkefnum á vegum Matís.

Í fjölmörg verkefni

Tækin sem hafa verið keypt fyrir uppsjávarsmiðjuna eru úðaþurrkari sem á að geta framleitt próteinríkt duft og tilraunaskilvinda sem hægt er nota til að aðskilja fitu úr efni sem á að nýta í framleiðslu próteindufts. Einnig hefur verið keypt himnusíunartæki sem tryggir að hægt verður að skima með meiri nákvæmni fyrir öðrum lífvirkum efnum. „Þessi tæki munu mynda kjarna uppsjávarversins en fleiri tæki munu einnig verða til staðar og þarna verða því gríðarlega miklir möguleikar til rannsókna fyrir hendi,“ segir Stefán Þór.

„Tækjabúnaðurinn mun verða notaður í fjölmörg verkefni. Má þar til dæmis nefna verkefnið „Prótein úr hliðarstraumum makríls“ sem er samvinnuverkefni Síldarvinnslunnar, Matís og Fóðurverksmiðjunnar Laxár. Þar munum við nýta uppsjávarsmiðjuna til framleiðslu á próteinríku dufti sem nýta má í fiskeldi eða, ef vel gengur, til manneldis. Í tilraununum í tengslum við fiskimjölsiðnaðinn hefur verið leitast við að framleiða hágæðapróteinduft sem nýta mætti til manneldis og einnig hefur verið lögð áhersla á framleiðslu á lýsi með meiri gæðum en það lýsi sem nú er framleitt. Við hjá Matís bindum miklar vonir við uppsjávarsmiðjuna og sjáum hana fyrir okkur sem þróunarsetur sem muni styðja við matvælaframleiðslu á landsbyggðinni. Þá eru bundnar vonir við að rannsóknirnar sem fram munu fara í smiðjunni muni stuðla að aukinni verðmætasköpun,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.21 375,02 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.21 407,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.21 254,93 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.21 219,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.21 110,51 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.21 151,23 kr/kg
Djúpkarfi 22.7.21 155,32 kr/kg
Gullkarfi 23.7.21 327,46 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.7.21 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.21 Kristján HF-100 Lína
Gullkarfi 679 kg
Grálúða 370 kg
Hlýri 153 kg
Keila 104 kg
Samtals 1.306 kg
23.7.21 Lilja SH-016 Lína
Þorskur 6.176 kg
Hlýri 253 kg
Grálúða 39 kg
Keila 26 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 6.496 kg
23.7.21 Glær KÓ-009 Handfæri
Þorskur 1.101 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 1.121 kg
23.7.21 Grímsey ST-002 Dragnót
Ýsa 3.114 kg
Skarkoli 866 kg
Þorskur 553 kg
Sandkoli norðursvæði 41 kg
Steinbítur 22 kg
Þykkvalúra sólkoli 6 kg
Langlúra 2 kg
Samtals 4.604 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.21 375,02 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.21 407,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.21 254,93 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.21 219,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.21 110,51 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.21 151,23 kr/kg
Djúpkarfi 22.7.21 155,32 kr/kg
Gullkarfi 23.7.21 327,46 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.7.21 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.21 Kristján HF-100 Lína
Gullkarfi 679 kg
Grálúða 370 kg
Hlýri 153 kg
Keila 104 kg
Samtals 1.306 kg
23.7.21 Lilja SH-016 Lína
Þorskur 6.176 kg
Hlýri 253 kg
Grálúða 39 kg
Keila 26 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 6.496 kg
23.7.21 Glær KÓ-009 Handfæri
Þorskur 1.101 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 1.121 kg
23.7.21 Grímsey ST-002 Dragnót
Ýsa 3.114 kg
Skarkoli 866 kg
Þorskur 553 kg
Sandkoli norðursvæði 41 kg
Steinbítur 22 kg
Þykkvalúra sólkoli 6 kg
Langlúra 2 kg
Samtals 4.604 kg

Skoða allar landanir »