Hjörvar kveðst stoltur af Berki

Nýi Börkur þykir hinn glæsilegasti og eru heimamenn stoltir af …
Nýi Börkur þykir hinn glæsilegasti og eru heimamenn stoltir af skiðinu sem mun hefja veiðar í þessari viku. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir

„Þetta gekk bara óskaplega vel,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á nýja Berki, um siglinguna heim sem tók fimm daga. Siglt var vestur í gegnum Skagerrak frá Skagen í Danmörku og vestur með Noregi áður en stefnan var tekin til vesturs í átt að Færeyjum og þaðan til Íslands. „Við vorum bara í skoðunarferð. Skoðuðum Færeyjar vel og vinkuðum vinum okkar þar. Mjög þægilegt ferðalag á mjög góðu og glæsilegu skipi.“

Hjörvar er hæstánægður með hvernig sé að sigla skipinu. „Það er mjög ljúft. Það er hljóðlátt og sparneytið greinilega, það fer ekki mikið af olíu miðað við fyrri skip. Þetta lítur allt mjög vel út og næsta mál á dagskrá er að prófa hann á veiðum.“

Vandað skip í alla staði

Spurður hvernig sé að setjast í skipstjórnarstólinn á glænýju skipi svarar skipstjórinn: „Það er bara góð tilfinning að vera treyst fyrir því að taka við nýju skipi og maður er stoltur af því að fá svona tækifæri, það er ekki sjálfgefið á ferlinum að komast á nýsmíði. Þær hafa nú ekki verið allt of margar hér á Íslandi en fer fjölgandi sem betur fer.“

Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri á nýjum Berki.
Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri á nýjum Berki. Ljósmynd/Aðsend

Þá segir Hjörvar margt við nýja Börk minna á geimskip. „Það er allt hlaðið af búnaði og svolítið nýr heimur. Þótt það sé ekki nema níu ára, skipið sem við vorum á, þá er þetta gríðarleg breyting í tækni frá því að hann var kláraður. Þetta er allt eins tæknilegt og hægt er og mjög flott skipasmíðastöð sem þetta er smíðað hjá, það er alveg ótrúlega vandað skipið að sjá í alla staði.“ Bætir hann við að áhöfnin sé ánægð með aðbúnað og vinnuaðstöðu um borð. „Þeir eru bara í sjöunda himni með þetta. Allt eins glæsilegt og hægt er.“

Er maður stoltur af því að vera á svona skipi?

„Já, það er nú eiginlega ekki hægt annað. Komum hérna í hádeginu [á fimmtudag] í fylgd með Beiti í stórglæsilegu veðri, bæjarbúar á bryggjunni að mynda og við tókum nokkra hringi fyrir framan þá. Þetta var mjög flott stund.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.21 Stormur BA-500 Grásleppunet
Grásleppa 6.002 kg
Samtals 6.002 kg
19.6.21 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 5.142 kg
Samtals 5.142 kg
19.6.21 Haftyrðill ÍS-408 Sjóstöng
Þorskur 142 kg
Ufsi 59 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 270 kg
19.6.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 202 kg
Samtals 202 kg
19.6.21 Álft ÍS-413 Sjóstöng
Þorskur 198 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 279 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.21 Stormur BA-500 Grásleppunet
Grásleppa 6.002 kg
Samtals 6.002 kg
19.6.21 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 5.142 kg
Samtals 5.142 kg
19.6.21 Haftyrðill ÍS-408 Sjóstöng
Þorskur 142 kg
Ufsi 59 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 270 kg
19.6.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 202 kg
Samtals 202 kg
19.6.21 Álft ÍS-413 Sjóstöng
Þorskur 198 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 279 kg

Skoða allar landanir »