Komu fyrir nýju kælikerfi í Þórsnesinu

Þórsnes SH-109 í slipp í Hafnarfirði. Nýju kælikerfi var komið …
Þórsnes SH-109 í slipp í Hafnarfirði. Nýju kælikerfi var komið fyrir um borð. Ljósmynd/Aðsend

Nýlega var komið fyrir nýju kælikerfi um borð í Þórsnesi SH-109 frá Kælingu ehf. Markmiðið með nýja kerfinu er að skila hagkvæmari og umhverfisvænni laus, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kælingu.

Freonið, sem hefur í áraraðir verið notað sem kælimiðill í sjávarútvegi er á útleið, enda óumhverfisvænt efni og fylgir notkun þess nokkur áhætta. Þá er talið að það geti verið dýrt fyrir útgerðir að skipta út eldri freonkerfum.

Í tilkynningunni frá Kælingu fullyrðir fyrirtækið að blendingslausn sem hafi verið komið fyrir í Þórsnesi hafi hins vegar verið ódýrari kostur. Um er að ræða kælikerfi sem nýtir freon og vatnsblandað ammoníak. „Í stað þess að keyra eingöngu Freon um kælikerfi er það einungis notað í litlum afmörkuðum hluta kerfisins. Eldri kælipressur eru yfirleitt notaðar áfram til að kæla kuldaberann niður í allt að -40°C með hjálp varmaskiptis. Ammoníaksblöndunni  er svo dælt um lokaðar hringrásir til plötufrysta, lestarkælinga o.s.frv.“

Kælipressur í vélarrúmi Þórsness SH-109 í slipp í Hafnarfirði.
Kælipressur í vélarrúmi Þórsness SH-109 í slipp í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Þá fylgi mun minni hætta á freonleka með nýja kerfinu auk þess sem kaupum á freoni fylgja aukin kæliafköst og sparnaður. „Reikna má með að einungis sé notast við 1/6 af því Freoni sem áður var notað um borð. Miðað við kælikerfi um borð í Þórsnesi sem áður notaðist við 1.200 lítra af freoni en notast nú eingöngu við 200 lítra og allt bundið við notkun í vélarrúmi í stað þess að það streymdi um allt skipið í pípum,“ segir í tilkynningunni.

Þórsnesið var tekið í slipp í Hafnarfirði í vor til uppsetningar á kerfinu og fylgir því skjámyndakerfi til stjórnunar og eftirlits. Þá voru eldri frystipressur yfirfarnar og nýttar áfram. Ný kælivél sett á kerfi, sem notuð er þegar skipið er á ferskfiski, lestarhitastigi haldið í 0-2°C. Því þarf ekki að nota stórar frystipressur nema þegar að skipið er á frystingu.

Komið var fyrir nýjum varmaskiptum, lagðar nýjar kælilagnir frá vélarúmi að plötufrystum og lestarkælikerfi. Að lokum var freonmagn minnkað úr 1.200 lítrum í 200.

Plötufrystar og dælur Þórsness SH-109 í slipp í Hafnarfirði.
Plötufrystar og dælur Þórsness SH-109 í slipp í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.6.21 269,38 kr/kg
Þorskur, slægður 16.6.21 283,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.6.21 454,54 kr/kg
Ýsa, slægð 16.6.21 293,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.6.21 90,06 kr/kg
Ufsi, slægður 16.6.21 123,15 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 16.6.21 156,14 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.6.21 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 828 kg
Samtals 828 kg
17.6.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.093 kg
Steinbítur 114 kg
Ýsa 62 kg
Grálúða 18 kg
Gullkarfi 11 kg
Samtals 1.298 kg
17.6.21 Straumey EA-050 Lína
Steinbítur 705 kg
Þorskur 654 kg
Samtals 1.359 kg
17.6.21 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 28.202 kg
Samtals 28.202 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.6.21 269,38 kr/kg
Þorskur, slægður 16.6.21 283,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.6.21 454,54 kr/kg
Ýsa, slægð 16.6.21 293,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.6.21 90,06 kr/kg
Ufsi, slægður 16.6.21 123,15 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 16.6.21 156,14 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.6.21 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 828 kg
Samtals 828 kg
17.6.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.093 kg
Steinbítur 114 kg
Ýsa 62 kg
Grálúða 18 kg
Gullkarfi 11 kg
Samtals 1.298 kg
17.6.21 Straumey EA-050 Lína
Steinbítur 705 kg
Þorskur 654 kg
Samtals 1.359 kg
17.6.21 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 28.202 kg
Samtals 28.202 kg

Skoða allar landanir »