26,6% vöxtur í fiskeldinu á ári að meðaltali

Framleiðsla fiskeldis hér á landi gæti farið fram úr Færeyingum …
Framleiðsla fiskeldis hér á landi gæti farið fram úr Færeyingum á næstu árum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gríðarleg framleiðsluaukning hefur átt sér stað í íslensku fiskeldi á síðustu tíu árum og náði framleiðslan nýju meti í fyrra er hún nam 40.595 tonnum. Er þetta afrakstur mikilla fjárfestinga á síðustu árum og hafa 25 milljarðar farið í uppbyggingu greinarinnar frá 2008 til 2019.

Mest er framleitt af laxi eða 34.341 tonn sem er tæplega 85% af allri eldisframleiðslu á Íslandi. Um er að ræða enn eitt framleiðslumetið í eldislaxi sem fellur og nam aukningin milli áranna 2019 og 2020 alls 7.384 tonnum eða 27,4%. Umsvif greinarinnar vex hratt en í alþjóðlegum samanburði er Ísland enn dvergur. Haldi hins vegar vöxturinn af jafn miklum krafti áfram er vel innan við áratugur í að fiskeldisfyrirtækin hér á landi taki fram úr Færeyingum.

mbl.is

Það er þó á einu sviði sem íslenska eldisgreinin er komin lengra en erlendir keppinautar og það er á sviði bleikjueldis. Ísland framleiðir langmest af bleikju á heimsvísu, en talið er að bleikjueldi fylgi ýmsir kostir fram yfir laxeldið svo sem að vera laus við laxalúsina. Hins vegar hallar nokkuð á bleikjuna þar sem afurðin er ekki jafn þekkt og laxinn og hafa íslensk fyrirtæki lagt mikið í sölurnar til að búa til markað fyrir bleikjuafurðir.

Í apríl sagði Magnús Bjarnason, hjá ráðgjafarfyrirtækinu Mar, í viðtali við Undercurrent News að talið væri að Ísland gæti farið fram úr Skotlandi í framleiðslu eldisafurða. „Þetta er atvinnugrein sem hefur verið byggð úr engu á skömmum tíma og íslenskir fjárfestar telja að þeir hafi misst af tækifærum. [...] Tilfinningin í greininni er að við getum náð 200 þúsund tonnum,“ sagði Magnús.

Þróun undanfarinna ára bendir til þess að sú spá kunni að rætast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 472,36 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 334,19 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 216,32 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,09 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Þorskur 951 kg
Grásleppa 840 kg
Skarkoli 75 kg
Samtals 1.866 kg
18.4.24 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 547 kg
Karfi 56 kg
Samtals 603 kg
18.4.24 Njörður BA 114 Landbeitt lína
Steinbítur 2.821 kg
Þorskur 562 kg
Skarkoli 120 kg
Samtals 3.503 kg
17.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.034 kg
Þorskur 180 kg
Karfi 28 kg
Samtals 1.242 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 472,36 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 334,19 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 216,32 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,09 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Þorskur 951 kg
Grásleppa 840 kg
Skarkoli 75 kg
Samtals 1.866 kg
18.4.24 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 547 kg
Karfi 56 kg
Samtals 603 kg
18.4.24 Njörður BA 114 Landbeitt lína
Steinbítur 2.821 kg
Þorskur 562 kg
Skarkoli 120 kg
Samtals 3.503 kg
17.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.034 kg
Þorskur 180 kg
Karfi 28 kg
Samtals 1.242 kg

Skoða allar landanir »