26,6% vöxtur í fiskeldinu á ári að meðaltali

Framleiðsla fiskeldis hér á landi gæti farið fram úr Færeyingum …
Framleiðsla fiskeldis hér á landi gæti farið fram úr Færeyingum á næstu árum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gríðarleg framleiðsluaukning hefur átt sér stað í íslensku fiskeldi á síðustu tíu árum og náði framleiðslan nýju meti í fyrra er hún nam 40.595 tonnum. Er þetta afrakstur mikilla fjárfestinga á síðustu árum og hafa 25 milljarðar farið í uppbyggingu greinarinnar frá 2008 til 2019.

Mest er framleitt af laxi eða 34.341 tonn sem er tæplega 85% af allri eldisframleiðslu á Íslandi. Um er að ræða enn eitt framleiðslumetið í eldislaxi sem fellur og nam aukningin milli áranna 2019 og 2020 alls 7.384 tonnum eða 27,4%. Umsvif greinarinnar vex hratt en í alþjóðlegum samanburði er Ísland enn dvergur. Haldi hins vegar vöxturinn af jafn miklum krafti áfram er vel innan við áratugur í að fiskeldisfyrirtækin hér á landi taki fram úr Færeyingum.

mbl.is

Það er þó á einu sviði sem íslenska eldisgreinin er komin lengra en erlendir keppinautar og það er á sviði bleikjueldis. Ísland framleiðir langmest af bleikju á heimsvísu, en talið er að bleikjueldi fylgi ýmsir kostir fram yfir laxeldið svo sem að vera laus við laxalúsina. Hins vegar hallar nokkuð á bleikjuna þar sem afurðin er ekki jafn þekkt og laxinn og hafa íslensk fyrirtæki lagt mikið í sölurnar til að búa til markað fyrir bleikjuafurðir.

Í apríl sagði Magnús Bjarnason, hjá ráðgjafarfyrirtækinu Mar, í viðtali við Undercurrent News að talið væri að Ísland gæti farið fram úr Skotlandi í framleiðslu eldisafurða. „Þetta er atvinnugrein sem hefur verið byggð úr engu á skömmum tíma og íslenskir fjárfestar telja að þeir hafi misst af tækifærum. [...] Tilfinningin í greininni er að við getum náð 200 þúsund tonnum,“ sagði Magnús.

Þróun undanfarinna ára bendir til þess að sú spá kunni að rætast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.21 Stormur BA-500 Grásleppunet
Grásleppa 6.002 kg
Samtals 6.002 kg
19.6.21 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 5.142 kg
Samtals 5.142 kg
19.6.21 Haftyrðill ÍS-408 Sjóstöng
Þorskur 142 kg
Ufsi 59 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 270 kg
19.6.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 202 kg
Samtals 202 kg
19.6.21 Álft ÍS-413 Sjóstöng
Þorskur 198 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 279 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.21 Stormur BA-500 Grásleppunet
Grásleppa 6.002 kg
Samtals 6.002 kg
19.6.21 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 5.142 kg
Samtals 5.142 kg
19.6.21 Haftyrðill ÍS-408 Sjóstöng
Þorskur 142 kg
Ufsi 59 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 270 kg
19.6.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 202 kg
Samtals 202 kg
19.6.21 Álft ÍS-413 Sjóstöng
Þorskur 198 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 279 kg

Skoða allar landanir »