Áskorun að taka nýtt skip í notkun

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, kveðst ánægður með nýjasta skip í …
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, kveðst ánægður með nýjasta skip í flota Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir

Það var bjart og stillt í Norðfirði er nýsmíði Síldarvinnslunnar sigldi til heimahafnar í fyrsta sinn í fylgd Beitis NK á fimmtudag. Heimamenn voru mættir til að fagna komu skipsins, sem er nýjasta skip í flota landsins. Skipið fékk formlega nafnið Börkur við hátíðlega athöfn á sjómannadaginn, en það leysir eldri Börk af hólmi.

„Það eru auðvitað kaflaskil að fá nýtt skip inn í fyrirtæki og byggðarlag eins og okkar. Þetta er gleðidagur og áskorun líka að taka nýtt skip í notkun,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, við komu skipsins. „Svo er maður bara þakklátur fyrir að fá að taka þátt í svona samstarfi við skipasmíðastöðina, áhöfnina, starfsmenn okkar og starfsmenn Samherja. Þetta er voðalega ánægjulegt og gefandi samstarf og er að skila af sér mjög góðri afurð,“ bætir hann við.

Gunnþór segir faraldurinn ekki hafa komið niður á umfangsmiklu samstarfi margra aðila sem þurfti til að sinni nýsmíðunum. Hins vegar hafi það vissulega verið þannig að starfsmenn Síldarvinnslunnar þurftu að dvelja erlendis í lengri tíma í senn vegna ferðatakmarkana. Auk þess seinkaði afhendingu skipsins. Skipasmíðastöðin hafi hins vegar staðið sig vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður, að sögn hans. „Þetta er hugsanlega ein fremsta skipasmíðastöð í heimi, sérstaklega í smíði uppsjávarskipa. Þeir afhenda fimm til sex uppsjávarskip á ári og kunna sitt fag. Þetta gekk allt mjög vel.“

Nýr Börkur kom til Neskaupstaðar fimmtudag 3. júní 2021. Gunnþór …
Nýr Börkur kom til Neskaupstaðar fimmtudag 3. júní 2021. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar kveðst ánægður með skipið Kristín Hávarðsdóttir

Hinn nýi Börkur var smíðaður hjá dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens á Skagen og kostaði Síldarvinnsluna 5,7 milljarða króna. Skipið, sem búið er til flotvörpu- og hringnótaveiða, er systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA sem Samherji gerir út og kom til Akureyrar í byrjun apríl.

Eldri Börkur í sölu

Spurður hvort gera megi ráð fyrir að nýr Börkur verði afkastameiri en skipið sem hann leysir af hólmi svarar hann: „Við höfum skip sem við erum að fara með í sölu sem er smíðað 2012, það er ekki eins og það sé mjög gamalt skip, en þetta er burðarmeira. Það er allur nýjasti búnaður, hvort sem það er fiskileitartæki eða búnaður í kringum veiðarnar, vinnuaðstaða, aðbúnaður eða búnaður á dekki.

Við ætlum okkur að spara töluverða olíu, þetta er mun hagkvæmara skip. Við erum með tvær aðalvélar, sem er ekki algengt. Við teljum okkur geta náð töluverðum árangri þar í að gera skipið mjög hagkvæmt. Það er mjög góð nýting á allri afgangsorku í því. Við erum með vatnslagnir í gólfum til að nýta vatnshita og afgangshita frá vélum. Það er nokkuð sem ég held að ekki mörg önnur skip séu með.“

Skipin saman á Norðfirði 3 júní 21
Skipin saman á Norðfirði 3 júní 21 Kristín Hávarðsdóttir

Hann segir hönnunina á skrokki og stefni skipsins alla hafa tekið mið af því að hámarka árangur og skila hagkvæmni. „Það er mjög spennandi verkefni að taka þetta í notkun. Við bíðum bara spenntir eftir því að byrja að nota skipið og sjá hvernig þetta virkar. [...] Það hefur ekki reynt mikið á þetta skip, en það er búið að reyna eitthvað á systurskipið Vilhelm Þorsteinsson og þeir eru bara í skýjunum með það. Stefnislagið skilar mjög góðum sjóskipum.“

Hægt er að sjá á myndum að Börkur fer vel í sjó, að sögn Gunnþórs sem bendir á að töluverður munur sést á hegðun skipsins og Beitis sem fylgdi nýsmíðunum í Norðfirði á fimmtudag. Upptöku af komu skipsins má finna á youtube-rás Síldarvinnslunnar.

Á annað þúsund manns

Töluvert hefur verið fjárfest í nýjum uppsjávarskipum hér á landi á undanförnum á árum. Spurður hvernig staða íslenska uppsjávarflotans sé í samanburði við samkeppnisþjóðir Íslendinga, Færeyinga og Norðmenn, svarar Gunnþór: „Við höfum, Íslendingar, verið að fjárfesta í uppsjávarskipum undanfarin ár og erum komnir mjög framarlega með okkar flota. Ég tel að við stöndumst alveg þann samanburð í dag; þó að við höfum kannski ekki gert það fyrir fimmtán eða tuttugu árum þá gerum við það í dag.“

Börkur var til sýnis sjómannadagshelgina og voru á annað þúsund gesta sem fengu að skoða sig um í BErki í fylgd áharfnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.21 524,98 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.21 526,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.21 431,10 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.21 435,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.21 234,77 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 18.10.21 216,50 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.21 237,04 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.21 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Hvammsfj C 2.376 kg
Samtals 2.376 kg
18.10.21 Jóhanna Gísladóttir GK-557 Lína
Tindaskata 2.101 kg
Samtals 2.101 kg
18.10.21 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 314 kg
Ufsi 7 kg
Gullkarfi 5 kg
Samtals 326 kg
18.10.21 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 394 kg
Ýsa 51 kg
Samtals 445 kg
18.10.21 Eyji NK-004 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 4.647 kg
Samtals 4.647 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.21 524,98 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.21 526,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.21 431,10 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.21 435,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.21 234,77 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 18.10.21 216,50 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.21 237,04 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.21 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Hvammsfj C 2.376 kg
Samtals 2.376 kg
18.10.21 Jóhanna Gísladóttir GK-557 Lína
Tindaskata 2.101 kg
Samtals 2.101 kg
18.10.21 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 314 kg
Ufsi 7 kg
Gullkarfi 5 kg
Samtals 326 kg
18.10.21 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 394 kg
Ýsa 51 kg
Samtals 445 kg
18.10.21 Eyji NK-004 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 4.647 kg
Samtals 4.647 kg

Skoða allar landanir »