177 þúsund tonna lækkun og boða frekari lækkanir

ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðið, leggur til verulegan niðurskurð á þorskveiði í Barentshafi …
ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðið, leggur til verulegan niðurskurð á þorskveiði í Barentshafi og er gert ráð fyrir að ráðlegt verði að draga úr veiðum næstu ár. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Alþjóðahafrannsóknastofnunin (ICES) ráðleggur að veiðar á þorski í Barentshafi verði 177.120 tonnum minni á næsta ári, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Þar er lagt til að ekki verði veitt meira en 708.480 tonn af þorski árið 2022 sem er 20% minna en stefnt er að veiða á þessu ári, 885.600 tonn.

Ástand þorskstofnsins í Barentshafi er hins vegar mun lakara en áður var talið og hefði átt að lækka ráðgjöf um 43% niður í 505.902 ef ekki væri fyrir ákvæði um 20% hámarksbreytingu milli ára í gildandi samkomulagi um aflareglur milli Norðmanna og Rússa.

Fram kemur á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, að með breyttri aðferðafræði hafi komið í ljós að stofninn hafi verið mun minni en áður var talið. „Við verðum að gera ráð fyrir að kvótar verði minni enn ráðgjöfin fyrir 2022 næstu árin,“ segir Bjarte Bogstad sjávarlíffræðingur.

Nýlega voru gerðar breytingar í aðferðum Hafrannsóknastofnunar hér á landi sem gaf til kynna mun minni þorskstofn umhverfis Ísland en áður var talið og stefnir því í töluvert minni veiðar Íslendinga næstu ár.

Fyrir Noreg hefur ICES lagt til að norður fyrir 62. breiddagráðu verði ekki veitt meira en 180 þúsund tonn af ýsu, en í ár var gefið út aflamark sem nam 232 þúsund tonnum. Þá mun aflamark í grálúðu vera 19 þúsund tonn á næsta ári og 18 þúsund tonn 2023. Aflamark í ufsa verður lækkað um 0,3% í 197 þúsund tonn.

Friða stofninn við strandlengjuna

ICES ráðleggur einnig Norðmönnum að banna allar veiðar á strandþorski (e. coastal cod) norður fyrir 67. breiddagráðu á árinu 2022, en veittar voru veiðiheimildir fyrir 21 þúsund tonn á þessu ári, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Um er að ræða þorskstofninn sem heldur sig við strandlengju Noregs og leggur ICES til að norsk yfirvöld móti stefnu um hvernig eigi að endurbyggja stofninn.

Samhliða þessu er lagt til að veiðar á strandþorski árið 2020 milli 62. breiddagráðu og 67. breiddagráðu verði aðeins 7.613 tonn, þar af 3.411 tonn fyrir veiðar í atvinnuskyni og 4.202 tonn til frístundaveiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »