Börkur með fyrstu tonnin af makríl

Leifur Þormóðsson, stýrimaður á Berki, segir segir makrílveiðarnar enn sem …
Leifur Þormóðsson, stýrimaður á Berki, segir segir makrílveiðarnar enn sem komið er kropp. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir

„Það eru komin um borð um 160 tonn og makríllinn er stór og fallegur,“ er haft eftir Leifi Þormóðssyni, stýrimann á Berki, í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Þykja þetta nokkuð góð tíðindi þar sem lítið hefur sést til makrílsins farm að þessu. Hins vegar er ekki um mikinn fisk að ræða og segir Leifur um „örlítið kropp“ að ræða.

„Í fyrsta holinu okkar var örlítil síld en þetta hefur mestmegnis verið hreinn makríll. Skipin þrjú hafa verið að hífa um 40 tonn þannig að þetta er mjög rólegt, en þetta er bara byrjunin og á vonandi eftir að batna fljótlega,“ segir Leifur.

Dæla í eitt skip

Í færslunni segir að Beitir NK, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Vilhelm Þorsteinsson EA munu stunda makrílveiðarnar í samstarfi eins og gert var í fyrra en í því felst að að afla skipanna er hverju sinni dælt um borð í eitt skip sem flytur hann að landi og skiptast skipin á um að taka aflann um borð.

„Þetta fyrirkomulag hefur umtalsverða kosti og má til dæmis nefna að minni frátafir verða frá veiðum, þar sem hvert skip þarf síður að sigla langan veg með aflann. Þá stuðlar þetta fyrirkomulag að því að aflinn komi ávallt sem ferskastur til vinnslu. Einkum er gert ráð fyrir að samstarf skipanna verði við lýði á meðan veiði er treg en vart er ástæða til slíks samstarfs í mikilli veiði,“ segir í færslunni.

Beitir, Börkur og Vilhelm Þorsteinsson eru þegar á miðunum en Bjarni Ólafsson er í slipp og mun hefja veiðar síðar. Í morgun voru skipin að veiðum í Rósagarðinum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.21 375,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.21 407,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.21 254,93 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.21 219,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.21 110,20 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.21 151,23 kr/kg
Djúpkarfi 22.7.21 155,32 kr/kg
Gullkarfi 23.7.21 327,39 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.7.21 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.21 Fanney EA-048 Handfæri
Þorskur 2.000 kg
Ufsi 698 kg
Þorskur 642 kg
Ufsi 97 kg
Samtals 3.437 kg
25.7.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 10.444 kg
Ýsa 2.670 kg
Steinbítur 1.785 kg
Langa 1.242 kg
Hlýri 88 kg
Keila 81 kg
Ufsi 64 kg
Skarkoli 57 kg
Gullkarfi 34 kg
Samtals 16.465 kg
25.7.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 2.239 kg
Þorskur 1.746 kg
Steinbítur 313 kg
Skarkoli 22 kg
Ufsi 6 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 4.327 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.21 375,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.21 407,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.21 254,93 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.21 219,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.21 110,20 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.21 151,23 kr/kg
Djúpkarfi 22.7.21 155,32 kr/kg
Gullkarfi 23.7.21 327,39 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.7.21 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.21 Fanney EA-048 Handfæri
Þorskur 2.000 kg
Ufsi 698 kg
Þorskur 642 kg
Ufsi 97 kg
Samtals 3.437 kg
25.7.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 10.444 kg
Ýsa 2.670 kg
Steinbítur 1.785 kg
Langa 1.242 kg
Hlýri 88 kg
Keila 81 kg
Ufsi 64 kg
Skarkoli 57 kg
Gullkarfi 34 kg
Samtals 16.465 kg
25.7.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 2.239 kg
Þorskur 1.746 kg
Steinbítur 313 kg
Skarkoli 22 kg
Ufsi 6 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 4.327 kg

Skoða allar landanir »