„Draumurinn er að komast á togara“

Elísabet Finnbjörnsdóttir segir það hafa verið alveg á óvart sem …
Elísabet Finnbjörnsdóttir segir það hafa verið alveg á óvart sem hún hóf nám í netagerð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Elísabet Finnbjörnsdóttir er alin upp í Hnífsdal og hefur alltaf tengst sjósókn á einn eða annan hátt. Eins og flest ungt fólk í sjávarplássum landsins vann Elísabet á sínum tíma í fiskiðnaði, nánar tiltekið Hraðfrystihúsinu Gunnvöru, og ætlaði hún að gerast gullsmiður en endaði í netagerðar- og stýrimannsnámi og það á sama tíma.

Elísabet starfar nú hjá Hampiðjunni í Reykjavík en var áður hjá Hampiðjunni á Ísafirði. Hún er auðvitað í vinnunni er blaðamaður slær á þráðinn, en það var aldrei sjálfsagt að hún færi að vinna í þessari grein sjávarútvegsins. „Netagerðin gerðist alveg óvart. Það var þannig að ég fór með vinkonu minni upp í netagerð á Ísafirði þar sem pabbi hennar er yfirmaður og þegar ég labba út er ég komin með vinnu. Stuttu seinna er ég farin að læra þetta. Ég ætlaði ekki að byrja í þessu,“ segir hún.

Elísabet starfar nú hjá Hampiðjunni.
Elísabet starfar nú hjá Hampiðjunni. Ljósmynd/Aðsend

Hún stundar nú nám í netagerð við Fisktækniskóla Íslands og segir bæði námið og vinnuna skemmtilega og fjölbreytta. Starfstímann í netagerðinni fær hún metinn og á vinnustaðnum er hægt að læra hvernig sé að vinna með veiðarfæri. Í náminu er meðal annrs veitt innsýn í ólíkar gerðir veiðarfæra, kenndir útreikningar á veiðarfærum og módel af veiðarfærum gerð.

Þorði ekki í stýrimanninn

Hefði ekki verið fyrir þessa tilviljanakenndu atburðarás sem hófst í húsakynnum Hampiðjunnar á Ísafirði hefði Elísabet, að eigin sögn, líklega aldrei lent á þeirri braut sem hún er á nú og stefnir hún á að láta langþráðan draum rætast um að öðlast stýrimannsréttindi.

„Ég ætlaði í gullsmíði,“ segir hún. „En það var aðallega út af því að ég þorði ekki í stýrimanninn. Það var bara þannig. Að læra stýrimanninn er eitthvað sem mig dreymdi alltaf um en þorði einhvern veginn aldrei að láta verða af því,“ útskýrir Elísabet umbúðalaust. Einn dag hafi hún hins vegar ákveðið að láta efasemdirnar frá sér og slá til og nú hefur hún lokið einum vetri í stýrimannsnáminu í Skipstjórnarskólanum og líkar vel. Spurð hvað hafi veitt henni kjarkinn til að taka þessa ákvörðun, svarar hún: „Ég hætti bara að spá í því af hverju ég ætti ekki að gera það.“

Hafið kallar

Hún segir engan hafa verið hissa þegar hún hafi tekið þessa stefnumarkandi ákvörðun. „Ég er alltaf að gera eitthvað sem ætti að koma á óvart,“ útskýrir hún enda er henni sjósókn ekki ókunn og er fjöldi stýrimanna í ættinni. „Það er slatti af þeim. Báðir bræður mínir og pabbi. Síðan afar mínir.“ Elísabet segir í raun einfaldara að nefna þá í ættinni sem hafa ekki verið stýrimenn heldur en hitt og kveðst hiklaust stefna á sjó.

„Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvar. Ég á eftir að finna það út. Draumurinn er að komast á togara eða eitthvað svoleiðis. Ég er ekki mjög heilluð af farþegaskipunum. Ég heillast meira af hinu, öllu veseninu.“

Ljósmynd/Aðsend

Elísabet viðurkennir að það sé nokkuð krefjandi að vera í vinnu auk þess að vera bæði í námi í netagerð og stýrimannsnámi. „En maður lætur þetta ganga,“ bætir hún við. Ljóst er að það kann að koma sér vel að vera með bæði þekkingu á veiðar- færum og skipstjórn í starfi á sjó og ekki síst hvað atvinnutækifæri varðar. Hún mælir með því að þeir sem kunna að hafa áhuga á námi tengdu sjávarútvegi láti á það reyna. „Mér finnst þetta alla vega skemmtilegt allt saman.“

Þá kveðst Elísabet ekki vita hvað það er sem dregur hana stöðugt í átt að hafsókn en hafið og allt sem því tengist hefur ávallt heillað hana, einhver innri þrá sé til staðar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er. Ætli það sé ekki bara ævintýragirni?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.955 kg
Skarkoli 55 kg
Samtals 4.010 kg
18.4.24 Vonin NS 41 Grásleppunet
Grásleppa 4.023 kg
Þorskur 219 kg
Skarkoli 122 kg
Samtals 4.364 kg
18.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.909 kg
Þorskur 3.631 kg
Skarkoli 325 kg
Hlýri 28 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 9.909 kg
18.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.104 kg
Þorskur 22 kg
Samtals 1.126 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.955 kg
Skarkoli 55 kg
Samtals 4.010 kg
18.4.24 Vonin NS 41 Grásleppunet
Grásleppa 4.023 kg
Þorskur 219 kg
Skarkoli 122 kg
Samtals 4.364 kg
18.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.909 kg
Þorskur 3.631 kg
Skarkoli 325 kg
Hlýri 28 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 9.909 kg
18.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.104 kg
Þorskur 22 kg
Samtals 1.126 kg

Skoða allar landanir »