Tæpur helmingur strandveiðiaflans kominn að landi

Strandveiðibátarnir hafa komið til hafnar með rúmlega fimm þúsund tonn …
Strandveiðibátarnir hafa komið til hafnar með rúmlega fimm þúsund tonn af þeim ellefu þúsund tonnum sem veiðunum er úthlutað. mbl.is/Hafþór

Að lokinni sjöundu viku strandveiðanna var búið að veiða 5.258.844 kíló sem er 45,96% af þeim 11 þúsund tonna afla sem veiðunum hefur verið ráðstafað í sumar. Í heild hefur 664 bátum verið veitt strandveiðileyfi.

Fram kemur á vef Fiskistofu að í sjöundu viku strandveiðanna lönduðu 147 bátar afla umfram leyfilegan hámarksafla hverrar veiðiferðar, sem nemur 650 kílóum af slægðum afla í þorskígildum. Heildarmagnið nam 4.982 kílóum.

Umframafli strandveiða í viku sjö.
Umframafli strandveiða í viku sjö. Mynd/Fiskistofa
Strandveiðisvæðin.
Strandveiðisvæðin. Mynd/Fiskistofa

Samkvæmt tölum, sem birtar hafa verið af Fiskistofu með fyrirvara um að skráningu afla sé lokið, var mesta umframaflanum landað á svæði A, næstmest en þó mun minna á svæði D, næst á eftir svæði C og að lokum minnst á svæði B. Þessi skipting rímar vel við dreifingu á umfangi strandveiðanna.

Ber að taka fram að tölur um umframafla eiga það til að taka nokkrum breytingum frá birtingu þeirra eins og fram kom í umfjöllun 200 mílna í maí er báturinn Kaja ÞH var ranglega sakaður um að hafa landað yfir 800 kílóum umfram leyfilegt hámark í annarri viku veiðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,71 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,04 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Mars BA 74 Handfæri
Þorskur 829 kg
Samtals 829 kg
24.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 1.213 kg
Þorskur 68 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.340 kg
24.4.24 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.543 kg
Ufsi 33 kg
Samtals 2.576 kg
24.4.24 Gullmoli NS 37 Grásleppunet
Grásleppa 1.716 kg
Þorskur 157 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.877 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,71 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,04 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Mars BA 74 Handfæri
Þorskur 829 kg
Samtals 829 kg
24.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 1.213 kg
Þorskur 68 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.340 kg
24.4.24 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.543 kg
Ufsi 33 kg
Samtals 2.576 kg
24.4.24 Gullmoli NS 37 Grásleppunet
Grásleppa 1.716 kg
Þorskur 157 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.877 kg

Skoða allar landanir »