Ný Oddeyri í höfn á Akureyri

Ný Oddeyri sigir í heimahöfn á Akureyri.
Ný Oddeyri sigir í heimahöfn á Akureyri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ný Oddeyri EA-210, bolfiskskip Samherja er komin til heimahafnar á Akureyri eftir gagngerar breytingar. 

Oddeyrin var keypt lítið notuð frá útgerð í Írlandi og bar áður heitið Western Chieftain. Skipið var 45 metra uppsjávarveiðiskip en var keypt með það fyrir augum að breyta því töluvert. 

Skipið hefur nú verið lengt um 10 metra í Karstensen Skibsværft í Danmörku og hefðbundnu vinnsludekki og fiskilest komið fyrir. Gert er ráð fyrir að nýta skipið í bolfisksveiðar.

Skipið verður einskonar tilraunaskip Samherja í vegferð sem nú verður haldið í sem snýst um að geyma fisk lifandi um borð og landa í kvíar. Með þessu er hægt að auka afhendingaröryggi og lengja líftíma ferskra afurða.

Lifandi og ferskt er það.
Lifandi og ferskt er það. Ljósmynd/Samherji

Á stjórnborðssíðu skipsins stendur stórum stöfum Live & Fresh, eða lifandi og ferskt. 

Aðferðin byggist á því að fiski er dælt um borð og tankar eru útbúnir sjódælukerfi til að tryggja súrefni svo að fiskurinn haldist á lífi.

Með kerfinu verður ýmist hægt að:

  • Dæla fiski í sérútbúna tanka þar sem honum er haldið lifandi. Þá er hægt að vinna hann síðar um borð eða koma með fiskinn lifandi að landi.
  • Blóðga eða slægja fisk og setja í tanka með kældum sjó, RSW-kælingu, til geymslu.
  • Blóðga eða slægja fisk og setja í hefðbundin kör sem geymd eru í kældri fiskilest. 

Engin útgerð á Íslandi landar lifandi fiski í dag og mun Samherji því að öllum líkindum verða fyrstur til. Aðferðin er þó þekkt í Noregi og hefur verið notuð þar í nokkur ár.

Dælubúnaður á Oddeyrinni.
Dælubúnaður á Oddeyrinni. Ljósmynd/Samherji

Veitt verður í hefðbundna botnvörpu en í stað þess að taka pokann inn á dekk og sturta ofan í lest verður pokinn tekinn á síðuna á aflanum dælt um borð með sogdælukerfi. 

Samið hefur verið við Slippinn á Akureyri um smíðar og uppsetningu á ýmsum búnaði á vinnsludekki og mun sú vinna hefjast af fullum þunga eftir sumarfrí í Slippnum. 

Oddeyrin leggur upp að ÚA-bryggjunni á Akureyri. Sést glitta í …
Oddeyrin leggur upp að ÚA-bryggjunni á Akureyri. Sést glitta í stefnið á Harðbak. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.21 479,86 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.21 472,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.21 360,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.21 369,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.21 187,69 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.21 214,56 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.21 407,63 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.21 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 2.205 kg
Þorskur 444 kg
Gullkarfi 129 kg
Samtals 2.778 kg
20.9.21 Hólmar SH-355 Handfæri
Þorskur 391 kg
Ufsi 84 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 485 kg
20.9.21 Hringur ÍS-305 Handfæri
Þorskur 307 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 316 kg
20.9.21 Ásþór RE-395 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 195 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 841 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.21 479,86 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.21 472,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.21 360,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.21 369,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.21 187,69 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.21 214,56 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.21 407,63 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.21 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 2.205 kg
Þorskur 444 kg
Gullkarfi 129 kg
Samtals 2.778 kg
20.9.21 Hólmar SH-355 Handfæri
Þorskur 391 kg
Ufsi 84 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 485 kg
20.9.21 Hringur ÍS-305 Handfæri
Þorskur 307 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 316 kg
20.9.21 Ásþór RE-395 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 195 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 841 kg

Skoða allar landanir »