Breski sjóherinn svarar Skagfirðingum

HMS Northumberland á siglingu.
HMS Northumberland á siglingu. Ljósmynd/Breski sjóherinn

Breski sjóherinn slær á kjaftasögur um að áhöfn herskipsins HMS Northumberland hafi verið í lundaskoðun í Skagafirði.

Greint var frá því á facebooksíðu Skagafjarðarhafna á laugardag að skipið hefði lónað í firðinum, lagst þar við akkeri og að sennilega væri áhöfnin í lundaskoðun.

Á vef breska sjóhersins kemur aftur á móti nú fram að hermennirnir um borð, 180 talsins, hafi verið að hvíla sig eftir langar og strangar æfingar í Norður-Atlantshafi og ekki verið að horfa á neina fugla heldur á fótbolta. 

Bestu sjónvarpsskilyrðin hafi einmitt verið á þessu svæði svo að áhöfnin hafi sett akkerið niður og fylgst með úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Breski sjóherinn slær á kjaftasögur um að hafa verið í …
Breski sjóherinn slær á kjaftasögur um að hafa verið í lundaskoðun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgdust ekki með leik Tindastóls

Í tilkynningu hersins er slegið á létta strengi og gert góðlátlegt grín að Íslendingum og þá einkum Skagfirðingum, þar sem sérstaklega er vísað í frétt Feykis, fjölmiðils Skagfirðinga, sem birtist um heimsóknina. 

Breski sjóherinn kveðst skilja að Skagfirðingum hafi brugðið við heimsóknina enda séu þeir vanari hvölum og fiskiskipum í firðinum.

Sérstaklega er tekið fram að nafn fjarðarins sé borið fram „skaga-fjor-dis“, sem gæti einnig komið Skagfirðingum á óvart.

Vísað er í frétt Feykis, þess efnis að heimamenn hafi dregið þá ályktun að tilgangur ferðarinnar hlyti að hafa verið annaðhvort lundaskoðun eða að fylgjast með leik Tindastóls og KFS i þriðju deildinni. Sú ályktun hafi ekki verið fjarri lagi en í raun hafi þeir verið að fylgjast með öðrum leik.

Sautján gráður ekki mikið

Því miður hafi enginn í áhöfninni fengið tækifæri til þess að njóta veðurblíðunnar þennan dag, en hitinn fór upp í sautján gráður. Af skrifunum má ætla að Bretum hafi ekki þótt mikið til þess koma en á vef hersins segir að hlýrra gerist það ekki á Íslandi. 

Breski sjóherinn hefur þó ekki verið alveg áhugalaus um leik KFS og Tindastóls en í tilkynningunni er einnig greint frá 2-1 sigri KFS í þeim leik.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.21 394,49 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.21 415,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.21 323,89 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.21 248,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.21 138,86 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.21 157,56 kr/kg
Djúpkarfi 22.7.21 155,32 kr/kg
Gullkarfi 26.7.21 356,31 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.21 Jón Bóndi BA-007 Handfæri
Þorskur 588 kg
Samtals 588 kg
26.7.21 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga Vestfirðir mið 4.055 kg
Samtals 4.055 kg
26.7.21 Valþjófur ÍS-145 Handfæri
Þorskur 393 kg
Samtals 393 kg
26.7.21 Draupnir ÍS-485 Handfæri
Þorskur 727 kg
Samtals 727 kg
26.7.21 Siggi Gísla EA-255 Handfæri
Þorskur 680 kg
Ufsi 17 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 705 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.21 394,49 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.21 415,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.21 323,89 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.21 248,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.21 138,86 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.21 157,56 kr/kg
Djúpkarfi 22.7.21 155,32 kr/kg
Gullkarfi 26.7.21 356,31 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.21 Jón Bóndi BA-007 Handfæri
Þorskur 588 kg
Samtals 588 kg
26.7.21 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga Vestfirðir mið 4.055 kg
Samtals 4.055 kg
26.7.21 Valþjófur ÍS-145 Handfæri
Þorskur 393 kg
Samtals 393 kg
26.7.21 Draupnir ÍS-485 Handfæri
Þorskur 727 kg
Samtals 727 kg
26.7.21 Siggi Gísla EA-255 Handfæri
Þorskur 680 kg
Ufsi 17 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 705 kg

Skoða allar landanir »