Enginn smitaður um borð

Kap II við höfn í Eyjum.
Kap II við höfn í Eyjum. Ljósmynd/Lauri Olavi Pietikäinen

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn. Löndun er hafin þar úr skipinu og það heldur síðan til veiða á ný á þriðjudaginn kemur, eftir verslunarmannahelgarfrí áhafnarinnar.

Frá þessu er greint á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar kemur fram að tekin hafi verið sýni úr skipverjum sem höfðu einkenni veikinda og niðurstöður skimunar verið ótvíræðar.

„Ætla má að einhvers konar umgangspest hafi stungið sér þarna niður. Flest einkennin voru væg, enginn veiktist alvarlega,“ segir þar.

Skipstjórinn á Kap II tilkynnti útgerðinni á sunnudagskvöldið að vart hefði orðið flensueinkenna um borð. Í ljósi veirufaraldursins var ákveðið að virkja þegar í stað tilheyrandi viðbúnaðaráætlun Vinnslustöðvarinnar og heilbrigðisyfirvalda, segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV.

Lönduðu eftir niðurstöður

„Við vorum í sambandi við vaktstöð Landhelgisgæslunnar og lækni sem leiðbeindu okkur um hvað gera skyldi og hvernig. Skipið var að veiðum úti fyrir Vestfjörðum og ákveðið var að sigla því til Grundarfjarðar, þjónustuhafnar þess. Þangað var tólf til fjórtán tíma sigling og þegar skipið kom til hafnar að morgni þriðjudags voru strax tekin sýni um borð og þau send til rannsóknar með flýtimeðferð í Reykjavík,“ er haft eftir Sverri.

„Áhöfnin var í sóttkví þar til í morgun og ekki var landað úr skipinu fyrr en neikvæðar niðurstöður skimunar lágu fyrir.

Aldrei kom annað til greina en að tryggja öryggi áhafnarinnar og láta hana njóta vafans þegar fór að bera á veikindum sem gátu bent til Covid. Hálf veiðiferð tapaðist með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi fyrirtækis og áhafnar en við horfum að sjálfsögðu ekki í það. Heilsa og öryggi starfsfólksins skiptir öllu máli.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.9.21 578,35 kr/kg
Þorskur, slægður 28.9.21 392,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.9.21 456,86 kr/kg
Ýsa, slægð 28.9.21 389,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.9.21 196,21 kr/kg
Ufsi, slægður 28.9.21 217,21 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 28.9.21 312,57 kr/kg
Litli karfi 28.9.21 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.21 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.087 kg
Þorskur 937 kg
Samtals 2.024 kg
28.9.21 Fanney EA-048 Línutrekt
Þorskur 375 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 412 kg
28.9.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 1.610 kg
Ýsa 226 kg
Gullkarfi 131 kg
Keila 78 kg
Hlýri 40 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 2.106 kg
28.9.21 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 65.432 kg
Ýsa 4.132 kg
Ufsi 2.342 kg
Gullkarfi 574 kg
Hlýri 454 kg
Steinbítur 198 kg
Grásleppa 48 kg
Skarkoli 13 kg
Blálanga 7 kg
Keila 3 kg
Samtals 73.203 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.9.21 578,35 kr/kg
Þorskur, slægður 28.9.21 392,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.9.21 456,86 kr/kg
Ýsa, slægð 28.9.21 389,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.9.21 196,21 kr/kg
Ufsi, slægður 28.9.21 217,21 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 28.9.21 312,57 kr/kg
Litli karfi 28.9.21 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.21 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.087 kg
Þorskur 937 kg
Samtals 2.024 kg
28.9.21 Fanney EA-048 Línutrekt
Þorskur 375 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 412 kg
28.9.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 1.610 kg
Ýsa 226 kg
Gullkarfi 131 kg
Keila 78 kg
Hlýri 40 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 2.106 kg
28.9.21 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 65.432 kg
Ýsa 4.132 kg
Ufsi 2.342 kg
Gullkarfi 574 kg
Hlýri 454 kg
Steinbítur 198 kg
Grásleppa 48 kg
Skarkoli 13 kg
Blálanga 7 kg
Keila 3 kg
Samtals 73.203 kg

Skoða allar landanir »