Í höfn eftir hálfa öld

Magnús Harðarson við stjórnvölinn á Lagarfossi.
Magnús Harðarson við stjórnvölinn á Lagarfossi. Ljósmynd/Hilmar Snorrason

Magnús Harðarson skipstjóri stóð í brúnni þegar Lagarfoss, skip Eimskips, kom í Sundahöfn úr Ameríkusiglingu seint á mánudagskvöld. Skipið rann blítt og létt inn Sundin og allt var sem vera bar, nema hvað þetta var síðasta ferð Magnúsar, sem þarna lauk 50 ára sjómannsferli sínum. „Vissulega var tilfinningin í þessari lokaferð sérstök og margt fór um hugann. Við vorum heppnir með veður í þessum túr, líkt mörgum öðrum. Sumt breytist ekki, til dæmis hve tignarlegt er að sjá fjöllin rísa úr sjó þegar landið nálgast,“ segir skipstjórinn fyrrverandi.

Vissi fljótt hvað hann vildi

Magnús fór fyrst á sjó í júní 1971 og var þá um skamman tíma messagutti á varðskipum; Óðni og síðar Þór. Þar fann hann sína fjöl, ef svo mætti segja.

„Sjómennskan heillaði mig strax í æsku og ég vissi fljótt hvað ég vildi. Hörður Þórhallsson, faðir minn, var lengi til sjós og hafnsögumaður. Afi var líka á sjó svo þetta var í blóðinu. Ég var að vinna á eyrinni í maí 1972 þegar ég frétti að í áhöfn Gullfoss þyrfti þilfarsdreng. Ég fór því um borð og talaði við Þór Elísson afleysingaskipstjóra sem réð mig á staðnum. Teningnum var kastað, örlögin ráðin og nú er ég kominn aftur í land. Þetta hafa verið góð 50 ár,“ segir Magnús.

Gullfoss var glæsiskip, sem sigldi samkvæmt áætlun með farþega milli Reykjavíkur, Þórshafnar í Færeyjum, Leith í Skotlandi og Kaupmannahafnar. Skipið var selt árið 1973 og þá færðist Magnús í aðra áhöfn. Hefur hann á löngum ferli reynt flest sem farmaður og verið skipstjóri sl. 20 ár eða svo.

Yfir hafið og heim.
Yfir hafið og heim. Ljósmyd/Hilmar Snorrason

Óteljandi ferðir á Atlantshafi

Mörg undanfarin ár hefur Magnús verið skipstjóri á Lagarfossi, sem er 10.119 tonna skip: gott og glæsilegt. Fer vel á sjó; en með réttri lestun á farmi má fínstilla skipið; hreyfingar þess og hvernig það tekur öldurnar.

„Ferðirnar hér yfir Atlantshafið milli landa eru óteljandi og viðkomustaðirnir kunnuglegir. Þar get ég nefnt Þórshöfn; Færeyingar eru gott fólk og duglegir þegar losa þarf og lesta skipin á skömmum tíma. Mörg síðustu árin var ég með með Lagarfoss sem sigldi frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Þórshafnar, Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi. Þetta er gula leiðin svonefnda. Rétt í lokin var ég á grænu leiðinni eins og Ameríkusiglingarnar eru kallaðar,“ segir Magnús sem viðurkennir að oft sé skipstjórastarfið krefjandi, svo sem þegar eitthvað sé að veðri og sjórinn úfinn.

„Skipið og farmurinn eru milljarða króna verðmæti og ekkert má fara úrskeiðis, rekast í eða verða fyrir hnjaski. Sjálfur hef ég verið heppinn að þessu leyti, ferillinn verið farsæll og ég hef alltaf náð heill í höfn,“ segir Magnús sem taldi rétt að koma í land þegar 50 árum á sjó væri náð. Að mörgu skemmtilegu sé að hverfa og nú á úthallandi sumri sé gaman að ferðast um landið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »