Makríllinn einnig dreifður hjá Norðmönnum

Makríllinn virðist vera til staðar umhverfis Ísland og á hefðbundnum …
Makríllinn virðist vera til staðar umhverfis Ísland og á hefðbundnum veiðisvæðum Norðmanna, en dreifing fisksins er mikil. mbl.is/Árni Sæberg

Göngur makrílsins eru ekki bara að breytast umhverfis Íslands og benda bráðabirgðaniðurstöður sumarleiðangurs norsku hafrannsóknastofnunarinnar Havforskningsinstituttet (HI) til mikilla breytinga milli ára. „Ekkert bendir til þess að makríllinn hafi gengið í Barentshafið og verið þar á beit í ár,“ skrifar Leif Nøttestad, vísindamaður við HI og leiðtogi leiðangursins, á vef stofnunarinnar.

Töluvert minna af makríl fékkst í trollin í leiðangrinum í ár en á sama tíma í fyrra. Samanlagt framkvæmdu norsku rannsóknaskipin Eros og Vendla 145 þrjátíu mínútna tog á fimm sjómílna hraða í efri lögum hafsins (0-35 metra). „Mesti þéttleiki makríls í ár fannst lengra suður í Noregshafi og yngri makríll í Norðursjó. Dreifing makríls í Norðurhöfum var í raun meiri á þessu ári en aflinn var verulega minni innan kortlagða dreifingarsvæðisins en í fyrra,“ skrifar Nøttestad.

Makrílleiðangur norsku hafrannsóknastofnunarinnar sýndi að makríllinn hafi ekki leitað inn …
Makrílleiðangur norsku hafrannsóknastofnunarinnar sýndi að makríllinn hafi ekki leitað inn á Barentshaf í ár eins og í fyrra. Kort/Havforskningsinstituttet

Leiðangurinn var hluti af alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi, sem kallast upp á ensku IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas. Niðurstöður Norðmannanna ríma vel við niðurstöður íslenska leiðangursins. Fyrstu niðurstöður hans benda til þess að meira magn sé af makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu í ár en í fyrrasumar. Þó er hann mjög dreifður.

Áhrif veðurs óljós

Veðurfar truflaði verulega leiðangur norsku vísindamannanna í Noregshafi í fyrstu, að sögn Nøttestad sem bendir á að veðurskilyrði hafi batnað og verið mjög góð í síðari hluta leiðangursins. Hann skrifar að skilyrði fyrir notkun bergmálsmæla hafi verið góð auk þess sem starfsaðstæður um borð í Eros og Vendla hafi verið góðar. Þá viðurkennir Nøttestad að „erfitt er að meta að hve miklu leyti slæm veðurskilyrði með ríkjandi norðan- og vestanátt hafa haft neikvæð áhrif á aflahlutfall makríls í ferðinni“.

Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar.
Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Mælingar yfirborðshita sjávar sýndu að það hefur verið þó nokkuð kaldari sjór í vestur- og norðvesturhluta Noregshafs þegar leiðangurinn var farinn í ár en í fyrra. „Engu að síður var dreifing makríls til vesturs, til að mynda á svæðinu umhverfis Jan Mayen, aðeins lengra í vestur á þessu ári en í fyrra. Þetta stafar fyrst og fremst af því að makríll hefur verið á beit á enn kaldari hafsvæðum en í fyrra, allt niður í 4,5 til 5,5 gráður á þessum hafsvæðum. Sem sagt: makrílafli um borð í Vendla og Eros hefur almennt verið verulega minni á norðlægu hafsvæðunum,“ skrifar Nøttestad.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,86 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,86 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »