Vonast eftir jákvæðum niðurstöðum

Hafþór Jónsson, skipstjóri á Gefjuni EA, við háf sem notaður …
Hafþór Jónsson, skipstjóri á Gefjuni EA, við háf sem notaður var við sýnatöku. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Væntingar eru um jákvæðar niðurstöður úr loðnuleiðangri sem hefst í byrjun september. Mælingar á ungloðnu haustið 2020 leiddu til þess að gefinn var út upphafskvóti fyrir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.

Vísitala ungloðnu í leiðangrinum fyrir ári var sú næsthæsta frá upphafi slíkra mælinga. Ef ekki væri varúðarnálgun í aflareglu upp á fyrrnefnd 400 þúsund tonn hefði upphafskvótinn verið yfir 700 þúsund tonn.

Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.
Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Venju samkvæmt verður upphafskvótinn endurskoðaður að loknum leiðangrinum í september. Lokaráðgjöf verður gefin út að loknum mælingum í janúar og febrúar. Eftir mikla leit og mælingar á loðnustofninum var gefinn út kvóti upp á samtals 127.300 tonn fyrir vertíðina síðasta vetur, en árin tvö á undan voru engar loðnuveiðar heimilaðar.

Birkir Bárðarson, fiskifræðingur, segir að í byrjun september verði lagt af stað í hefðbundinn tæplega 20 daga haustleiðangur á tveimur rannsóknaskipum. Bjarni Sæmundsson fer á vegum Hafrannsóknastofnunar og Árni Friðriksson hefur verið leigður af Grænlendingum til loðnurannsókna á sama tíma. Samvinna verður um rannsóknir og verður rannsóknasvæðið hafið norður af Íslandi og landgrunnið við Austur-Grænland. Farið verður vestur fyrir Angmaksalik og norður fyrir Shannon-eyju og 75. gráðu ef ís og veður hamla ekki mælingum.

Kynþroska loðna á ferðinni

Birkir segir ekki óeðlilegt að væntingar séu bundnar við leiðangurinn miðað við mælingar á ungloðnu haustið 2020, en sá árgangur ber uppi veiði næsta vetrar. Þá mældust um 146 milljarðar einstaklinga eða 734 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en samkvæmt aflareglu þarf yfir 50 milljarða til að mæla með upphafsaflamarki.

Í árlegum makrílleiðangri Árna Friðrikssonar í júlí varð vart við kynþroska loðnu fyrir norðan land, m.a. meðfram landgrunnsbrúninni. Birkir segir að ekki sé óvanalegt að á þessu svæði sé eitthvað af ókynþroska loðnu en óvanalegt sé að þarna sé stór kynþroska loðna. Hann segir að eftir sé að vinna nánar úr gögnum um það hversu langt þessi loðna hafi verið komin í þroska með tilliti til hrygningar.

Hann segir viðbúið að miðað við sterkan árgang sem vonandi sé á leiðinni sé loðnu víðar að finna en síðustu ár. Líklegast segir hann að þessi loðna komi til hrygningar á hefðbundnum tíma næsta vetur og gefi þá fyrirheit um að vel sé að rætast úr með þennan árgang.

Kynþroska loðna sem fannst í þorskmögum í Eyjafirði í sumarbyrjun, …
Kynþroska loðna sem fannst í þorskmögum í Eyjafirði í sumarbyrjun, en þá var farið í nokkrar rannsóknarferðir á minni bátum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Minna var af hrognaloðnu nyrðra

Undanfarin ár hafa borist fréttir af síðbúinni hrygningu loðnu fyrir norðan land. Til að meta stöðuna í ár fóru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar í nokkra túra á minni bátum í maí og júní. Birkir Bárðarson segir að erfitt sé með samanburð, en það sé samhljómur meðal heimamanna, sem rætt var við, um að minna hafi verið af hrognaloðnu við Norðurland í ár en nokkur ár þar á undan. Könnuð voru svæði frá Siglufirði austur í Þistilfjörð.

Birkir segist að gerðar hafi verið tilraunir til að bergmálsmæla hvort marktækt magn væri á ferðinni. Skoðaðir voru líklegir hrygningarblettir, myndavélar voru notaðar til að mynda fisk í torfum og hugsanleg loðnuhrogn á botninum og háfar notaðir til að ná loðnu og öðrum sýnum. Myndirnar til hliðar eru teknar í einum þessara rannsóknarróðra.

Þá voru tekin sýni úr fiskmögum og annað slagið var þar að finna loðnu. Í Eyjafirði fannst í slíkum sýnum óhrygnd loðna sem hefði að líkindum hrygnt í júní. Þá voru tekin húðsýni úr hnúfubökum, en með efnagreiningu er vonast til að hægt verði að sjá hvað hvalirnir höfðu verið að éta.

Birkir segir að með þessum mælingum hafi ekki sést afgerandi magn af loðnu, hvorki til veiða né til að hafa áhrif á stofnmat.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.21 524,98 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.21 526,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.21 431,10 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.21 435,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.21 234,87 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 18.10.21 216,54 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.21 237,04 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Ufsi 10.433 kg
Samtals 10.433 kg
19.10.21 Skinney SF-020 Botnvarpa
Þorskur 54.654 kg
Ýsa 13.990 kg
Ufsi 5.322 kg
Gullkarfi 858 kg
Steinbítur 310 kg
Hlýri 296 kg
Þykkvalúra sólkoli 63 kg
Keila 13 kg
Langa 10 kg
Skarkoli 2 kg
Grálúða 1 kg
Samtals 75.519 kg
19.10.21 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 27.085 kg
Þorskur 3.221 kg
Skarkoli 1.164 kg
Gullkarfi 671 kg
Þykkvalúra sólkoli 475 kg
Samtals 32.616 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.21 524,98 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.21 526,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.21 431,10 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.21 435,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.21 234,87 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 18.10.21 216,54 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.21 237,04 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Ufsi 10.433 kg
Samtals 10.433 kg
19.10.21 Skinney SF-020 Botnvarpa
Þorskur 54.654 kg
Ýsa 13.990 kg
Ufsi 5.322 kg
Gullkarfi 858 kg
Steinbítur 310 kg
Hlýri 296 kg
Þykkvalúra sólkoli 63 kg
Keila 13 kg
Langa 10 kg
Skarkoli 2 kg
Grálúða 1 kg
Samtals 75.519 kg
19.10.21 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 27.085 kg
Þorskur 3.221 kg
Skarkoli 1.164 kg
Gullkarfi 671 kg
Þykkvalúra sólkoli 475 kg
Samtals 32.616 kg

Skoða allar landanir »