Strandveiðisjómenn vilja breytingar

Boltafiski landað að morgni.
Boltafiski landað að morgni. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Á strandveiðitímabilinu, sem nú er lokið, má iðulega sjá ljósaröð frá höfninni út á fjörðinn kringum miðnættið þegar smábátar halda á veiðar. Bátarnir þurfa að landa ekki síðar en eftir 14 tíma frá því látið er úr höfn og best er því að ná skammtinum, 774 kg í þorskígildum, sem fyrst til að ná að selja ferskan fisk samdægurs. Veiðar hafa gengið nokkuð vel í júlí og það sem af er ágúst en í júlí tók Fiskmarkaður Þórshafnar við rúmlega 900 tonnum frá bátum á svæði C, að sögn forstöðumanns.

Veður í júlí og ágúst hefur verið einstaklega gott en sá tími er að jafnaði besti strandveiðitíminn hér á svæði C, sem nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps.

Strandveiðar má hefja frá 1. maí til ágústloka, 12 daga í mánuði en fyrri hluta tímabilsins er veður oftast bæði rysjótt og kalt á á norðausturhorninu og stærsti fiskurinn sem einnig er verðmætastur, er ekki enn genginn á þessar slóðir. Afli er því yfirleitt rýr fyrstu tvo mánuði strandveiðitímabilsins á svæði C. Smábátasjómenn hér telja því raunhæft að tekið væri mið af aðstæðum á hverju veiðisvæði fyrir sig og að stran dveiðitímabilið væri lengra, þó áfram væri það bundið við ákveðinn hámarksafla.

Sveigjanleiki nauðsynlegur

Í samtölum við sjómenn á Þórshöfn komu fram ýmis sjónarmið varðandi strandveiðar og hvaða leiðir þeir töldu vænlegastar til hagsbóta fyrir greinina.

„Markmið strandveiða ætti að vera það að hámarka verðmæti veiðiréttarins. Hver bátur fengi sinn veiðirétt og eigandi stjórnaði svo nýtingu hans með mestu hagkvæmni í huga, til dæmis að veiða mætti á hverju svæði á þeim tíma sem fiskurinn er verðmætastur og nærtækastur. Á okkar svæði er færafiskur bestur frá júlí til september en maí og júní einkennast af lélegum, verðlitlum fiski og getur verðmunur verið allt að 100% milli fyrri og seinni hluta veiðitímabilsins,“ sagði einn þeirra sem rætt var við á bryggjunni. „Óhagstætt er að þurfa að sækja langt með tilheyrandi kostnaði á þeim tíma sem svæðið gefur lítið af sér.“

Annar sjómaður orðaði þetta þannig að með núverandi fyrirkomulagi væri nánast verið að ganga um takmarkaða auðlind á skítugum skónum, eins og það var orðað á sjómannamáli.

„Svæðin eru ólík, bæði veiðilega og veðurfarslega séð og lítil hagkvæmni í því að starta 700 strandveiðibátum landsins á veiðar á sama tíma og hefur jafnvel í för með sér verðfall á fiskinum. Í byrjun tímabils á þessu svæði berjumst við oft í brælu við vond veðurskilyrði og þá duga varla þessir 14 leyfilegu tímar á sólarhring meðan við náum kannski skammtinum á meira en helmingi styttri tíma síðsumars.“

Fleiri sjómenn taka í sama streng og vilja sjá breytingu á reglunum.

„Það má veiða fjóra daga í viku, frá mánudegi til fimmtudags en það væri hagstæðara að fá að veiða þennan ákveðna skammt á þeim dögum sem hentar og með tilliti til veðurs. Það er ógaman að sitja í landi í rjómablíðu á föstudegi því þá má ekki róa en á mánudegi er kannski haugabræla. Eða að taka vikuskammtinn bara á færri dögum ef vel gefur, það eykur bæði framlegð og minnkar kolefnissporið sem er jú eitt af stóru umhverfismálunum.“

Með núverandi reglum er meiri hætta á að sjómenn freistist til að fara á veiðar hvernig sem viðrar og dregur það úr öryggi þeirra og telja strandveiðisjómenn að meiri sveigjanleiki sé nauðsynlegur í greininni. Strandveiðibátar eru á sóknarmarki en margir sjómenn hér telja aflamarkið hagkvæmara fyrirkomulag.

Fjörugt við höfnina þegar strandveiðibátar streyma inn til löndunar.
Fjörugt við höfnina þegar strandveiðibátar streyma inn til löndunar. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Horfa þurfi til sérstöðu hvers svæðis

Strandveiðibátar setja líflegan og skemmtilegan svip á höfnina á sumrin. Töluverð verðmætasköpun fylgir hverjum strandveiðibát, svo sem þjónusta af ýmsu tagi við bátana og sjómenn svo þessi útgerð er lyftistöng fyrir hvert byggðarlag.

Viðmælendur fréttaritara sögðu margt vera jákvætt við strandveiðarnar og nauðsynlegt sé að halda þeim í kerfinu þó þar þurfi að laga ýmislegt: „Það þarf að horfa til sérstöðu hvers svæðis og haga veiðum eftir því. Þannig eykst hagkvæmni strandveiðanna sem er afar mikilvægt, ekki síst núna þegar mikilvæg stoð smábátaeigenda, grásleppan, á í vök að verjast vegna sölutregðu og verðlækkana. Sveigjanleiki í greininni hámarkar verðmæti veiðiréttarins,“ sögðu strandveiðisjómenn á Þórshöfn að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,68 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,02 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 195,41 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 190,71 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,68 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,02 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 195,41 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 190,71 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »