84 brottkastsmál á árinu

Drónaeftirlit hefur uppgötvað mikið af brottkasti.
Drónaeftirlit hefur uppgötvað mikið af brottkasti. mbl.is/Árni Sæberg

Gríðarlegur fjöldi brottkastsmála hefur verið skráður hjá Fiskistofu það sem af er fiskveiðiárinu. Langflest hafa uppgötvast með notkun dróna og hafa þessi brot gegn fiskveiðilöggjöfinni, sem hafa hlotið úrvinnslu, verið afgreidd með leiðbeiningabréfi. Fiskistofa boðar mun harðari viðbrögð á komandi fiskveiðiári.

Alls hafa 84 brottkastsmál verið skráð hjá Fiskistofu frá 1. september 2020 til 13. ágúst 2021. Þar af eru 83 mál sem uppgötvuðust með notkun dróna. „Megnið af brottkastsmálum sem komist var upp um með dróna fóru í leiðbeiningaferli – bara á meðan við höfum verið með þetta eftirlit. Þetta er nýtt eftirlit og þegar er um að ræða fyrsta brot höfum við verið að leiðbeina, en á nýju fiskveiðiári munum við fara að taka harðar á þessum brotum,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.

Málin kunna jafnvel að verða fleiri þegar fiskveiðiárið er gert upp. „Það er þarna nokkur fjöldi mála sem eru enn í vinnslu og fiskveiðiárið ekki búið og þetta er staðan 13. ágúst. Líka eru nokkur brotamál sem eru ekki komin inn á borð hjá okkur og eru enn í rannsókn, þau eru ekki talin upp.“

Hún segir ákvörðun hafa verið tekna um að styðjast við leiðbeiningabréf að sinni þar sem um er að ræða nýtt eftirlit. Þá hafi með þessu verið hægt að vekja athygli á drónaeftirlitinu áður en gripið verður til annarra úrræða.

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.
Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Algjör bylting

Elín segir engan vafa vera um að drónaeftirlitið sé komið til að vera. „Þetta er algjör bylting í því að koma auga á brottkast. Við sjáum það á tímabilinu frá fyrsta september [í fyrra] og fram í miðjan janúar [á þessu ári] þá er þetta eitt brottkastsmál, en frá miðjum janúar og til 13. ágúst eru 83 brottkastsmál með dróna. Þannig að við erum að sjá brottkastið miklu betur með dróna.“

Mun notkun drónanna breytast eða aukast á næsta fiskveiðiári?

„Það sem verður breytingin í notkun á drónunum er að við munum beita þeim fjær landi. Við vorum þangað til í vor fyrst og fremst að fljúga frá landi, en í sumar byrjuðum við að fljúga frá bátum og skipum. Þannig getur eftirlitsmaður sem er í einu skipi einnig haft eftirlit allt í kring. Svo höfum við einnig farið með Landhelgisgæslunni og nýtt dróna og þannig haft eftirlit með þessum stærri skipum og togurum sem eru fjær landi. Við munum auka það eftirlit eins og við getum.“

Áhættugreining mun geta beint eftirliti þangað sem brot eru talin …
Áhættugreining mun geta beint eftirliti þangað sem brot eru talin eiga sér stað. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Greining auki skilvirkni

Þeir sem fljúga drónunum hafa hlotið þar til gerða þjálfun en spurð hvort þurfi að fjölga mannskap stofnunarinnar til að efla eftirlitið enn frekar segir Elín svo ekki endilega vera. „Við erum svolítið að breyta fyrirkomulagi eftirlitsins og gera það áhættumiðaðra og við erum að innleiða áhættugreiningarstaðal og munum nota greiningar og gögn meira í eftirlitsskyni. Við erum að styrkja tölvukerfin okkar og taka í gagnið alls konar greiningartól. Það er breytingin á eftirlitinu sem við sjáum koma í gagnið á næsta ári.“

Þá sé hugsunin að aukin greining geri stofnuninni kleift að beina eftirliti á þær hafnir og þá báta sem skora hærra í áhættumati. „Þeir sem brjóta ítrekað af sér skora því hærra en í tilfelli þeirra sem eru alltaf í lagi í okkar eftirliti munum við ekki beina eftirliti okkar í sama mæli að þeim.“

Einnig er stefnt að því að tryggja gagnsæi í eftirliti Fiskistofu, að sögn Elínar. „Við munum einnig birta enn frekar gögn um umgengnina á vef Fiskistofu með reglulegum birtingum eða jafnvel birtingum í rauntíma og þetta er til viðbótar birtingum úr eftirlitinu. Til dæmis niðurstöðu drónaflugs síðasta mánaðar; hvað var flogið yfir marga báta, hversu margir stunduðu brottkast og þetta jafnvel eftir veiðarfærum og fleira. Við munum birta umfangsmeiri gögn.“

Hún viðurkennir að drónaeftirlitið hefur verið gagnrýnt af ýmsum aðilum. „Það eru auðvitað ekki allir sáttir, en menn sem eru í þessari atvinnugrein hljóta að gera sér grein fyrir því að þeir eru með sérstakt leyfi til að sækja í þessa sameiginlegu takmörkuðu auðlind og gangast undir það að sæta eftirliti.“

Covid-áhrif í brotatölum

„Mér sýnist fljótt á litið að það sé svipaður fjöldi brotamála og verið hefur,“ svarar Elín spurð um þróun brota. „Vissulega spilar Covid svolítið inn í þar sem er lítil fækkun ákveðinna brota þar sem það var minna eftirlit [á fiskveiðiárinu] af því menn voru ekki að fara um borð í togara og skip, menn voru að fara minna inn í vinnslur og þess háttar. Við vorum meira við sýnilegt bryggjueftirlit. Þannig að Covid hefur sett smá strik í reikninginn en eins og sést hefur orðið sprenging í brottkastsmálum og það skrifast eingöngu á betri búnað og tækni við eftirlit.“

Unnið er að því að efla sjálfvirkt eftirlit með hugbúnaði sem ber saman gögn. „Til dæmis afladagbækur á móti löndunum á móti útflutningi. Þá virkjast sjálfvirk flöggun ef menn fara út fyrir mörk og þá hægt að beina eftirlitinu á þá staði sem verða einhver frávik. Draumur okkar er að geta „monitorað“ allan afla upp úr sjó og út úr landi í tölvukerfum.“

Samstarf við stærri félög

Mörg útgerðarfyrirtæki hafa lagt áherslu á að auka sjálfvirkni í veiðum og vinnslu auk þess að auka rekjanleika afurðanna. Spurð hvort standi til að vinna með útgerðum til að styðjast við þessi gögn svarar Elín: „Það er samtal sem þarf að eiga sér stað og þyrfti einhverjar lagabreytingar til að við myndum hafa aðgengi að þeim gögnum, en við höfum orðað það við einstaka stærri fyrirtæki að prufukeyra slíkt samstarf og sjá hvernig það gæti nýst í framtíðinni. Við getum vissulega farið í vinnslurnar og kallað eftir ákveðnum gögnum, en við erum ekki komin á þann stað að geta haft aðgengi að gögnum í rauntíma.“

Þá telur Elín liggja fyrir að tækniframfarir séu til þess fallnar að auka forsendur eftirlits með nýtingu sjávarauðlindarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.21 596,12 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.21 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.21 425,50 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.21 377,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.21 237,03 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.21 247,47 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.21 247,66 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.21 Glaumur NS-101 Handfæri
Þorskur 672 kg
Samtals 672 kg
28.9.21 Fálkatindur NS-099 Handfæri
Þorskur 361 kg
Samtals 361 kg
28.9.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 57.729 kg
Gullkarfi 1.427 kg
Ýsa 1.426 kg
Ufsi 1.365 kg
Hlýri 371 kg
Steinbítur 64 kg
Blálanga 42 kg
Lúða 15 kg
Keila 11 kg
Náskata 10 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 62.462 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.21 596,12 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.21 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.21 425,50 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.21 377,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.21 237,03 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.21 247,47 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.21 247,66 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.21 Glaumur NS-101 Handfæri
Þorskur 672 kg
Samtals 672 kg
28.9.21 Fálkatindur NS-099 Handfæri
Þorskur 361 kg
Samtals 361 kg
28.9.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 57.729 kg
Gullkarfi 1.427 kg
Ýsa 1.426 kg
Ufsi 1.365 kg
Hlýri 371 kg
Steinbítur 64 kg
Blálanga 42 kg
Lúða 15 kg
Keila 11 kg
Náskata 10 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 62.462 kg

Skoða allar landanir »