Ekki hissa ef látið verður reyna á verkfall

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir stéttarfélög sjómanna hafa boðið …
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir stéttarfélög sjómanna hafa boðið sanngjarna samninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði hvernig staðan er í þessu,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, í samtali við 200 mílur um stöðuna í kjaraviðræðum stéttarfélaga sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). „Þetta er skref aftur á bak.“

Tilkynnt var um það í morgun að viðræðum hefði verið slitið, en Árni segir þó samningsaðila hittast áfram á tveggja vikna fresti eins og lög kveða á um. „Nema einhver aðili óski um fund fyrr hafi þeir eitthvað sem þeir telja geta liðkað fyrir framhaldinu.“

Árni bendir á að tvö ár eru frá því kjarasamningar sjómanna runnu út og segir hann það ekki langan tíma miðað að áður hafa sjómenn verið samningslausir svo árum skiptir. Hann telur það furðulegt að það sé „svo ofboðsleg tregða af hálfu útgerðarmanna að semja við sjómenn.“

„Þetta er bara ófremdarástand sem þessi atvinnugrein ætlar ekki að losna við. Það eru allt önnur lögmál í gangi þar heldur en alls staðar annar staðar í atvinnulífinu. Flugumferðarstjórar fóru í verkfall eftir nokkra mánuði,“ segir hann.

Aðgerðum beint að loðnuvertíð?

„Þeir (SFS) telja sig ekki geta skrifað undir samning – eins og framkvæmdastjóri SFS [Heiðrún Lind Marteinsdóttir] orðaði það – skrifa ekki undir samning sem er til þess að ákveðnar veiðigreinar fari í gjaldþrot. Ég veit ekki hvaða veiðigreinar hún á við,“ bætir Árni við.

Spurður hvort næsta skref sé að skipuleggja verkfallsaðgerðir svarar Árni: „Það er ekkert sem menn vilja gera, en ef allt þrýtur þá verður það endirinn. Ég væri ekki hissa – ef þeir eru á svona stífum gormum eins og þeir virðast vera – að það verður gerð tilraun til þess að fá allar stéttir í verkfall. Væntanlega á einhverjum krítískum tíma eins og loðnuvertíð.“

Hann segir hins vegar ekkert öruggt í þessum efnum og að enn sé verið að rýna í stöðu mála. „Menn eru bara að ráða ráðum sínum hvað gera skuli.“

Skiljanlegri uppgjör

Um kröfur sjómanna segir Árni að þær myndu hafa kostað útgerðirnar um einn og hálfan milljarð til 1,7 milljarða króna samkvæmt áætlunum stéttarfélaganna. Þá hafi meðal annars verið gerð krafa um hækkun greiðslna mótframlags í lífeyrissjóð og hafa sjómenn boðið SFS samninga til sex ára.

„Sérstaklega vil ég nefna það að gera upp úr hundrað – eins og við köllum það – og festa olíuprósentuna. Því það er kostnaður sem er dreginn frá áður en verðmætin koma til skipta. Við vildum festa prósentuna í 70%,“ segir hann. Þá sé þessi festing til þess fallin að binda endi á deilur um olíukostnað auk þess sem þetta myndi gera uppgjör við sjómenn skiljanlegri, að mati Árna sem segir þessa tillögu verðmætasta innleggið í viðræðurnar þar sem þetta myndi þýða að lækki olíukostnaður mun skiptaprósentan haldast óbreytt.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 5.10.22 562,12 kr/kg
Þorskur, slægður 5.10.22 660,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.10.22 394,94 kr/kg
Ýsa, slægð 5.10.22 395,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.10.22 296,81 kr/kg
Ufsi, slægður 5.10.22 311,09 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 5.10.22 402,67 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.22 Vésteinn GK-088 Lína
Gullkarfi 468 kg
Hlýri 357 kg
Þorskur 275 kg
Keila 251 kg
Ufsi 73 kg
Ýsa 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.431 kg
5.10.22 Margrét GK-033 Lína
Þorskur 362 kg
Keila 138 kg
Ýsa 48 kg
Gullkarfi 12 kg
Samtals 560 kg
5.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Þorskur 16.398 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 16.449 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 5.10.22 562,12 kr/kg
Þorskur, slægður 5.10.22 660,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.10.22 394,94 kr/kg
Ýsa, slægð 5.10.22 395,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.10.22 296,81 kr/kg
Ufsi, slægður 5.10.22 311,09 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 5.10.22 402,67 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.22 Vésteinn GK-088 Lína
Gullkarfi 468 kg
Hlýri 357 kg
Þorskur 275 kg
Keila 251 kg
Ufsi 73 kg
Ýsa 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.431 kg
5.10.22 Margrét GK-033 Lína
Þorskur 362 kg
Keila 138 kg
Ýsa 48 kg
Gullkarfi 12 kg
Samtals 560 kg
5.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Þorskur 16.398 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 16.449 kg

Skoða allar landanir »

Loka