Norðmenn kaupa Sea Data Center

Oddvar Husby og Thomas Brevik hjá Maritech segjast sjá mikil …
Oddvar Husby og Thomas Brevik hjá Maritech segjast sjá mikil verðmæti í Sea Data Center sem nú mun starfa undir merkjum þeirra. Ljósmynd/Maritech

Norska fyrirtækið Maritech hefur fest kaup á öllu hlutafé í íslenska fyrirtækinu Sea Data Center sem nú mun vera rekið undir merkjum Maritech á Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ekkert kemur fram um kaupverð.

Aðeins tvö ár eru frá því að Maritech festi kaup á rétt rúmum helmingshlut í íslenska fyrirtækinu, sem safnar markaðsgögnum og gerir greiningar fyrir sjávarútveg og fiskeldi.

„Saman erum við að safna saman einstöku safni markaðsgreininga og greiningatækja,“ segir Oddvar Husby, framkvæmdastjóri gagnavísinda hjá Maritech, í tilkynningunni. „Þetta gerir viðskiptavinum okkar kleift að bera saman framboð og verðlagningu sajávarafurða á markaði og eigin gögnum.“

„Frá upphafi höfum við litið á Sea Data Center sem mjög áhugavert fyrirtæki með hæfni og innsýn sem við viljum halda áfram að vinna með,“ segir Thomas Brevik, fjármálastjóri Maritech.

Maritech hefur í um 40 ár framleitt hugbúnað fyrir sjávarútveg og fiskeldi sem safnar gögnum úr virðiskeðjunni og rýnir í þau. Þá hefur fyrirtækið stækkað mikið á síðustu árum og festi Maritech kaup á Timpex árið 2019 en það fyrirtæki framleiðir hugbúnað fyrir flutningsleiðir. Í fyrra vfesti fyrirtækið kaup á hlutanets-fyrirtækinu Lillebakk AS og EDI-Systems.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »