Skipstjóra var ekki kunnugt um veiðibannið

Vestmananey VE var staðin að ólöglegum veiðum við Glettinganesgrunn.
Vestmananey VE var staðin að ólöglegum veiðum við Glettinganesgrunn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Það var Vestmananey VE-054, skuttogari Bergs-Huginn ehf. dótturfélags Síldarvinnslunnar, sem  staðið var að meintum ólöglegum veiðum á lokuðu svæði í gær. Skipstjóranum var ekki kunnugt um að svæðinu hafði verið lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Síldarvinnslunnar.

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu um hádegisbil í gær varir við að skipið væri að veiðum á Glettinganesgrunni við Seyðisfjarðardjúp þar sem allar veiðar með fiskbotnvörpu hafa verið bannaðar frá 1. júlí til áramóta.

Í tilkynningu Síldarvinnslunnar segir að Vestmannaey hafi verið á veiðum „á Glettinganesgrunni í svokölluðum Skáp. Við skoðun kom í ljós að tímabundið bann við veiðum með botnvörpu hafði verið sett á umrætt svæði með reglugerð í lok júní sl. en skipstjóra var ekki kunnugt um reglugerðina eða að svæðinu hefði verið lokað.“

Þá var skipinu snúið við og haldið til Neskaupstaðar þar sem landað var úr því. „Virðist hafa farist fyrir hjá þar til bærum yfirvöldum að birta reglugerð um tímabundið bann á samráðsgátt eins og vænta mátti. Skýrslutöku vegna málsins er lokið og ráðgert er að Vestmannaey haldi á ný til veiða síðar í dag,“ segir í tilkynningunni.

Vísar Síldarvinnslan til þess að enn hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ekki birt niðurstöðu úr samráðsferli í samráðsgátt stjórnvalda vegna reglugerðar um tímabundið bann við veiðum með fiskibotnvörpu út af Glettinganesi, þrátt fyrir að niðurstöður hafa verið í vinnslu frá 13. júní. Auk þess hefur ekki verið birt tilkynning á vef Fiskistofu.

Rétt er þó að vekja athygli á að reglugerðin var birt á reglugerðarvef stjórnvalda 23. júní.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.23 525,93 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.23 573,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.23 497,29 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.23 379,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.23 289,87 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.23 360,50 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.23 312,95 kr/kg
Litli karfi 30.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Skarkoli 711 kg
Þorskur 527 kg
Steinbítur 250 kg
Sandkoli 76 kg
Ýsa 58 kg
Samtals 1.622 kg
30.3.23 Emilía AK-057 Grásleppunet
Þorskur 33 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 43 kg
30.3.23 Þura AK-079 Handfæri
Þorskur 755 kg
Samtals 755 kg
30.3.23 Jón Pétur RE-411 Grásleppunet
Þorskur 46 kg
Samtals 46 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.23 525,93 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.23 573,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.23 497,29 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.23 379,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.23 289,87 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.23 360,50 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.23 312,95 kr/kg
Litli karfi 30.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Skarkoli 711 kg
Þorskur 527 kg
Steinbítur 250 kg
Sandkoli 76 kg
Ýsa 58 kg
Samtals 1.622 kg
30.3.23 Emilía AK-057 Grásleppunet
Þorskur 33 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 43 kg
30.3.23 Þura AK-079 Handfæri
Þorskur 755 kg
Samtals 755 kg
30.3.23 Jón Pétur RE-411 Grásleppunet
Þorskur 46 kg
Samtals 46 kg

Skoða allar landanir »