Skerðing þorskkvótans var fyrirsjáanleg

„Ég er þess fullviss að með auknum framlögum til rannsókna, …
„Ég er þess fullviss að með auknum framlögum til rannsókna, og bættri þekkingu á þeim fiskstofnum sem við nýtum, myndu vísindamenn Hafrannsóknastofnunar treysta sér til að mæla með aukningu veiðheimilda,“ segir Stefán Friðriksson.

Nýtt fiskveiðiár hefst um komandi mánaðamót og fengu útgerðirnar bæði slæmar og góðar fréttir þegar tilkynnt var um breytingar á aflaheimildum. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja segir þær breytingar sem verða á milli ára ekki koma eins illa við reksturinn hjá Ísfélaginu og mörgum öðrum fyrirtækjum og að fyrirsjáanlegt hafi verið að þorskkvótinn yrði minnkaður.

Ísfélagið stundar veiðar á bæði uppsjávar- og bolfiski en uppsjávartegundirnar mynda um það bil þrjá fjórðu af tekjum félagsins. „Uppsjávarfiskurinn hefur verið mjög sveiflukenndur og loðnan – sem skiptir okur mestu máli – verið í niðursveiflu undanfarin ár. Núna hefur sú þróun snúist við, útlit fyrir góða loðnuvertíð og bjartar horfur fram undan. Eins líta veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld ágætlega út, og þá hafa stjórnvöld tvöfaldað kvótann úr íslenska síldarstofninum.“

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum. Sveiflur …
Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum. Sveiflur hafa verið í kvóta uppsjávartegunda en tekist að aðlaga rekstur Ísfélagsins síbreytilegum skilyrðum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Undanfarin ár hafa verið nokkuð erfið fyrir útgerðir sem reiða sig á loðnuveiðar og segir Stefán að það hafi komið sér vel fyrir félagið að hafa bolfiskveiðar og -vinnslu einnig sem stoð í rekstrinum. Fyrir vikið hafi gengið ágætlega að skapa bæði störf og verðmæti. „En bæði fyrir fyrirtækið og fyrir starfsfólkið er það loðnan sem er langmikilvægust. Blessunarlega var ágætis gangur í makríl- og síldveiðum þau ár sem voru loðnulaus.“

Spurður hvort miklar sveiflur hjá uppsjávartegundunum kalli á langtímabreytingar á rekstrinum segir Stefán að Ísfélagið hafi í smáum skrefum styrkt sig í vinnslu og veiðum á bolfiski, bæði með kaupum á aflaheimildum og með bættum búnaði í landi. Hins vegar sé það ekki endilega nauðsynlegt fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að geta jöfnum höndum veitt bolfisk- og uppsjávartegundir. „Finna má fyrirtæki í greininni sem stóla nær eingöngu á uppsjávarveiðar og reiðir ágætlega af. Þau þurfa einfaldlega að hafa borð fyrir báru svo þau geti tekist á við sveiflurnar.“

Þarf að setja meiri kraft í rannsóknir

Algengt er að stjórnendur útgerðarfélaga séu ósammála ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og telji stærð og ástand fiskstofnanna betra en ráða má af mælingum. Stefán er samt að stórum hluta sammála þeim breytingum sem gerðar eru á aflaheimildum í þetta skiptið. „Ég held að íslenski síldarstofninn sé sterkari en fiskifræðingarnir hafa talið, en skil hins vegar vel að stjórnvöld vilji fara varlega enda hefur sýking haft töluverð áhrif á vöxt og viðgang þessa stofns að undanförnu.“

Skip Hafrannsóknastofnunar eru komin til ára sinna.
Skip Hafrannsóknastofnunar eru komin til ára sinna. mbl.is/sisi

Segir Stefán að það væri til þess fallið að stórbæta ákvarðantöku um fiskveiðar og um leið auka svigrúm til veiða ef meira fjármagni væri varið í hafrannsóknir. Segir hann vísindamennina hafa úr mjög takmörkuðu magni gagna að moða og öll óvissa sé túlkuð á þá vegu að minnka veiðar frekar en hitt:

„Íslendingar eyða allt of litlu í rannsóknir á lífríkinu í hafinu umhverfis landið og ég er þess fullviss að með auknum framlögum til rannsókna, og bættri þekkingu á þeim fiskstofnum sem við nýtum, myndu vísindamenn Hafrannsóknastofnunar treysta sér til að mæla með aukningu veiðiheimilda sem síðan myndi skila sér í viðbótartekjum fyrir þjóðarbúið sem væru langt umfram kostnaðinn við rannsóknirnar,“ útskýrir Stefán. „Það má líkja þessu við bónda sem hugar lítið að kynbótum á bústofninum og fylgist ekki með því hvaða fóður fær skepnurnar til að þrífast best. Þannig bóndi mun alltaf uppskera minna en hinir sem þekkja bústofninn sinn betur og sinna honum rétt.“

Ekki viðunandi að missa MSC-vottun

Í ljósi aflaheimilda og ástandsins á helstu mörkuðum ættu næstu misseri í rekstri Ísfélagsins að ganga vel fyrir sig. Stefán segir það þó spilla fyrir að kolmunnaveiðar, makrílveiðar og veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hafi misst MSC-vottun. Í tilviki síldarinnar voru verðáhrifin takmörkuð en hins vegar skaðaði vottunarmissirinn verðið á kolmunnanum og fæst núna lakara verð fyrir kolmunnamjöl. Segir Stefán ekki viðunandi að þær þjóðir sem deila þessum stofnun skuli ekki geta náð samkomulagi um réttláta skiptingu.

Mikið af þeim uppsjávarfiski sem Ísfélagið veiðir fer í fóðurframleiðslu fyrir laxeldi og kann ör vöxtur í þeirri grein að skýra að hráefnisverð hefur leitað upp á við. „Verð á makríl og síld til manneldis hefur líka verið ágætt og hugsanleg skýring að í faraldrinum hafi fólk leitað meira í hefðbundið niðursoðið eða niðurlagt sjávarfang.“

Á komandi fiskveiðiári skerðist þorskkvótinn um 13% og segir Stefán það vissulega valda greininni tekjutapi enda þorskurinn algjör lykiltegund, og beri höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir bæði hvað varðar það verð sem kaupendur eru tilbúnir að greiða og eins hve auðvelt er að veiða þorskinn. „Þetta er sú tegund sem skilar yfirleitt mestri afkomu,“ segir hann. „En þetta er líka sá stofn sem við þekkjum best og höfum rannsakað hvað lengst, og því erfiðara að deila um þær vísindalegu forsendur sem eru fyrir ákvörðuninni. Ætti skerðing kvótans ekki að koma útgerðunum á óvart enda hefur mátt greina bæði minnkandi veiði og að smærri fiskur veiddist.“

Spurning hvort Rússarnir hafi lengur áhuga á íslenskum fiski

Árið 2015 hófu rússnesk stjórnvöld að beita Ísland viðskiptaþvingunum, sem svar við þeim þvingunum sem Vesturlönd höfðu þá skömmu áður beitt Rússland vegna hernaðaraðgerða á Krímskaga. Þar með misstu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki aðgang að dýrmætum markaði og var höggið hvað þyngst fyrir útflytjendur uppsjávartegunda. Segir Stefán að Rússlandsmarkaður hafi bæði keypt mikið magn og greitt gott verð, og hafi þær vörur sem áður fóru til Rússlands í staðinn leitað inn á markaði m.a. í Afríku þar sem ómögulegt er að fá jafn hátt verð.

Hefur ekki tekist að aflétta þvingununum og bendir Stefán á að nú sé svo komið að jafnvel ef Rússlandsmarkaður opnaðist á ný væri líklega ekki eins mikið þangað að sækja og áður fyrir íslenska seljendur sjávarafurða: „Á þessum sex árum hefur rússneskur sjávarútvegur styrkst töluvert og ég hugsa að það sé enginn sérstakur áhugi þar fyrir því að fá núna innfluttan íslenskan fisk í samkeppni við innlenda framleiðslu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.21 476,93 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.21 472,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.21 360,36 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.21 369,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.21 186,53 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.21 212,64 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.21 407,32 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.21 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.21 Fanney EA-048 Línutrekt
Þorskur 940 kg
Ýsa 445 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 8 kg
Keila 4 kg
Samtals 1.425 kg
19.9.21 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.240 kg
Ýsa 1.040 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 3.285 kg
19.9.21 Agla ÁR-079 Handfæri
Þorskur 68 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 88 kg
19.9.21 Dóra HU-225 Handfæri
Þorskur 273 kg
Ufsi 92 kg
Samtals 365 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.21 476,93 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.21 472,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.21 360,36 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.21 369,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.21 186,53 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.21 212,64 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.21 407,32 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.21 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.21 Fanney EA-048 Línutrekt
Þorskur 940 kg
Ýsa 445 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 8 kg
Keila 4 kg
Samtals 1.425 kg
19.9.21 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.240 kg
Ýsa 1.040 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 3.285 kg
19.9.21 Agla ÁR-079 Handfæri
Þorskur 68 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 88 kg
19.9.21 Dóra HU-225 Handfæri
Þorskur 273 kg
Ufsi 92 kg
Samtals 365 kg

Skoða allar landanir »