Sigurgeir kveðst ánægður með hönnunina

Slippurinn á Akureyri mun setja nýjan vinnslubúnað í Frosta ÞH.
Slippurinn á Akureyri mun setja nýjan vinnslubúnað í Frosta ÞH. Ljósmynd/Sigurður Bergþórsson

Slippurinn á Akureyri mun annast hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum vinnslubúnaði í ísfisktogarann Frosta ÞH-229 og er gert ráð fyrir að uppsetning hefjist í október, að því er fram kemur í færslu á vef Slippsins á Akureyri.

„Hönnunarferlið fyrir vinnsludekkið hefur gengið vel og erum við mjög ánægðir með útkomuna,“ segir Sigurgeir Harðarson, vélstjóri á togaranum og einn eiganda útgerðarinnar Frosta ehf., í færslunni. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að stunda ábyrgar veiðar og hámarka verðmæti aflans og á því verður engin breyting,“ segir hann.

Frosti var smíðaður árið 2000 hjá Huanpu skipasmíðastöðinni í Kína fyrir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum og bar togarinn fyrst um sinn nafnið Smáey VE. Útgerðin Frosti í Grenivík í Eyjafirði festi kaup á skipinu árið 2012 eftir að hafa selt Frosta (eldri) til Select Seafood Canada.

Farið í fleiri viðhaldsverkefni

„Nýi búnaðurinn mun tryggja góð og jöfn gæði þar sem áhersla er lögð á góða blæðingu og þvott á fiski ásamt háu rekstraröryggi,“ segir Páll Kristjánsson, sviðsstjóri framleiðslusviðs hjá Slippnum.

Fram kemur í færslunni að samhliða breytingunum á vinnsludekkinu verður þilfarið vatnsblásið, einangrun endurnýjuð og gólf klædd slitsterku efni. Auk þess verður skipið málað og reglulegu viðhaldi sinnt.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.21 470,28 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.21 401,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.21 416,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.21 452,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.21 215,15 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 205,20 kr/kg
Gullkarfi 19.10.21 289,17 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 31.929 kg
Ýsa 6.883 kg
Ufsi 4.088 kg
Samtals 42.900 kg
19.10.21 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 83.688 kg
Ufsi 70.833 kg
Gullkarfi 22.328 kg
Ýsa 16.665 kg
Langa 1.777 kg
Steinbítur 887 kg
Hlýri 715 kg
Blálanga 552 kg
Þykkvalúra sólkoli 291 kg
Skarkoli 246 kg
Keila 110 kg
Lúða 81 kg
Grálúða 55 kg
Samtals 198.228 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.21 470,28 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.21 401,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.21 416,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.21 452,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.21 215,15 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 205,20 kr/kg
Gullkarfi 19.10.21 289,17 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 31.929 kg
Ýsa 6.883 kg
Ufsi 4.088 kg
Samtals 42.900 kg
19.10.21 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 83.688 kg
Ufsi 70.833 kg
Gullkarfi 22.328 kg
Ýsa 16.665 kg
Langa 1.777 kg
Steinbítur 887 kg
Hlýri 715 kg
Blálanga 552 kg
Þykkvalúra sólkoli 291 kg
Skarkoli 246 kg
Keila 110 kg
Lúða 81 kg
Grálúða 55 kg
Samtals 198.228 kg

Skoða allar landanir »