Gríðarleg fjölgun námsmanna á Ísafirði

Metfjöldi háskólanema hafa innritast í nám hjá Háskólasetri Vestfjarða með …
Metfjöldi háskólanema hafa innritast í nám hjá Háskólasetri Vestfjarða með tilkomu Sjávarbyggðafræði. mbl.is

Aldrei hafa fleiri nemendur verið innritaðir í nám á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Alls hófu 43 nemendur nám í tveimur námsleiðum setursins í haust. Þá hefur fjöldi innritaðra nemenda tvöfaldast frá því að ný námsleið, Sjávarbyggðafræði, hóf göngu sína við setrið haustið 2019.

„Þessi fjölgun er í samræmi við þau markmið sem Háskólasetrið setti sér með nýju námsleiðinni en fyrir var námsleiðin Haf- og strandsvæðastjórnun sem hóf göngu sína haustið 2008. Báðar námsleiðirnar eru kenndar í samstarfi við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningu frá háskólasetrinu.

2,7% íbúa Ísafjarðar

Fram kemur að báðar námsleiðirnar eru staðnám og hefur því orðið tölvuverð fjölgun íbúa á Ísafirði. „Auk nemenda á fyrsta ári eru um tveir þriðju hluti annars árs nemenda einnig búsettir á Ísafirði í vetur eða u.þ.b. 20 manns. Þar að auki bætast við 10 nemendur í annarnámi frá samstarfsskólanum SIT í Vermont í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi háskólanema með búsetu á Ísafirði er því kominn vel yfir 70 talsins,“ segir í tilkynningunni. Vakin er athygli á að í 2.700 manna byggð er um að ræða um 2,7% íbúa.

Bundnar eru miklar vonir við að þessi þróun verði til þess að fleiri kjósi fasta búsetu á Vestfjörðum og sýnir gögn að á tímabilinu 2008 til 2018 eru 12% útskrifaðra nemenda búsettir á Vestfjörðum tveimur árum eftir útskrift.

12% útskrifaðra nemenda eru með fasta búsetu á Vestfjörðum tvö …
12% útskrifaðra nemenda eru með fasta búsetu á Vestfjörðum tvö ár eftir útskrift. Ljósmynd/Háskólasetur Vestfjarða

Nýtir áður ófullnýtta heimavist

„Þessi auknu umsvif hafa víðtæk áhrif út í samfélagið og þýða að Háskólasetrið sækir í auknum mæli þjónustu til fyrirtækja og stofnana á Vestfjörðum. Til dæmis hefur fjölgunin það í för með sér að Háskólasetrið leigir sal undir kennslu í Edinborgarhúsinu nú á haustönn og nýtir áður ófullnýtta heimavist Menntaskólans fyrir nemendur í annarnámi frá SIT,“ segir í tilkynningu Háskólaseturs Vestfjarða.

„Háskólasetrið hefur náð góðri stærð og með tilkomu námsleiðarinnar í sjávarbyggðafræði er að teiknast upp framtíðarmynd,“ segir Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs. „Þannig verða á hverjum tíma innritaðir upp undir 100 nemendur á vegum Háskólasetur Vestfjarða í HA og þar af 70-75 búsettir á Ísafirði, auk starfsmanna, kennara og rannsóknarmanna. Þetta er góð stærð og hér hefur myndast „krítískur massi“ sem þarf að efla og vinna út frá á næstu árum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.10.21 593,70 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.21 532,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.21 402,21 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.21 324,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.10.21 85,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.21 216,70 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 204,51 kr/kg
Gullkarfi 20.10.21 494,58 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 3.952 kg
Ýsa 1.554 kg
Steinbítur 113 kg
Langa 81 kg
Ufsi 43 kg
Skarkoli 20 kg
Gullkarfi 13 kg
Samtals 5.776 kg
20.10.21 Guðmundur Jensson SH-717 Dragnót
Þorskur 4.238 kg
Skarkoli 2.822 kg
Steinbítur 21 kg
Lúða 20 kg
Ýsa 13 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 7.120 kg
20.10.21 Sæli BA-333 Lína
Langa 115 kg
Þorskur 62 kg
Steinbítur 29 kg
Gullkarfi 15 kg
Keila 9 kg
Samtals 230 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.10.21 593,70 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.21 532,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.21 402,21 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.21 324,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.10.21 85,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.21 216,70 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 204,51 kr/kg
Gullkarfi 20.10.21 494,58 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 3.952 kg
Ýsa 1.554 kg
Steinbítur 113 kg
Langa 81 kg
Ufsi 43 kg
Skarkoli 20 kg
Gullkarfi 13 kg
Samtals 5.776 kg
20.10.21 Guðmundur Jensson SH-717 Dragnót
Þorskur 4.238 kg
Skarkoli 2.822 kg
Steinbítur 21 kg
Lúða 20 kg
Ýsa 13 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 7.120 kg
20.10.21 Sæli BA-333 Lína
Langa 115 kg
Þorskur 62 kg
Steinbítur 29 kg
Gullkarfi 15 kg
Keila 9 kg
Samtals 230 kg

Skoða allar landanir »