Fjárfestingar leiddu til minni losunar

Vilhelm Þorsteinsson EA er eitt þeirra nýju skipa sem er …
Vilhelm Þorsteinsson EA er eitt þeirra nýju skipa sem er mun hagkvæmari í rekstri og losar því minna. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja hafa á undanförnum árum leitt til þess að losun greinarinnar hefur dregist saman svo um munar. Fjárfestingarnar hafa verið í nýjum sparneytnari skipum og vinnslum sem eru búnar hátæknivélum.

„Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar í alþjóðlegri samkeppni, stuðlað að aukinni verðmætasköpun og treyst áframhaldandi atvinnu hér á landi. Árangur fyrirtækjanna við að minnka kolefnissporið er þó einn veigamesti ábatinn sem fengist hefur með aukinni fjárfestingu,“ segir í greiningu sem birt hefur verið á Radarnum.

Mynd/Radarinn

Heilt yfir hefur orðið samdrátturinn í losun vegna matvælaframleiðslu en langmesta samdráttinn má rekja til minni olíunotkunar í sjávarútvegi.

„Í raun hefur sjávarútvegi tekist að draga allverulega úr olíunotkun án þess að það komi niður á framleiðslu og gott betur. Það er afar ákjósanleg þróun og sjaldséð því vanalega eykst olíunotkun og kolefnissporið stækkar þegar umsvif einstaka atvinnugreina aukast. Þetta má rekja til fjárfestinga í nýjum skipum, sem eru búin nýrri tækni og eru sparneytnari en þau sem eldri eru. Eins hafa framfarir í veiðum, betra skipulag á veiðum og fækkun skipa dregið úr olíunotkun,“ segir í greiningunni.

Fullyrt er að árangurinn megi rekja til fiskveiðistjórnunarkerfisins sem skapar hagræna hvata og stuðlar að langtímahugsun.

Er kerfið sagt auðvelda fyrirtækjum að „ráðast í langtímafjárfestingar og að skipuleggja starfsemina með langtíma hagsmuni að leiðarljósi. Það er nefnilega svo að óvissa er meiri í sjávarútvegi en gengur og gerist í mörgum öðrum geirum atvinnulífsins. Sveiflur í stærð fiskistofna eru einn stærsti óvissuþátturinn sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að glíma við umfram aðrar atvinnugreinar. Nærtækast er þar að nefna loðnubrest tvö ár í röð, 2019 og 2020.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 379,09 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 274,66 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,68 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 254,93 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.23 Málmey Botnvarpa
Þorskur 93.319 kg
Ufsi 55.805 kg
Ýsa 22.521 kg
Karfi 21.342 kg
Skarkoli 1.651 kg
Hlýri 1.597 kg
Steinbítur 896 kg
Þykkvalúra 658 kg
Langa 453 kg
Keila 21 kg
Skötuselur 2 kg
Langlúra 1 kg
Samtals 198.266 kg
2.6.23 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Ýsa 18 kg
Samtals 18 kg
2.6.23 Fýll ÍS-412 Sjóstöng
Steinbítur 144 kg
Samtals 144 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 379,09 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 274,66 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,68 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 254,93 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.23 Málmey Botnvarpa
Þorskur 93.319 kg
Ufsi 55.805 kg
Ýsa 22.521 kg
Karfi 21.342 kg
Skarkoli 1.651 kg
Hlýri 1.597 kg
Steinbítur 896 kg
Þykkvalúra 658 kg
Langa 453 kg
Keila 21 kg
Skötuselur 2 kg
Langlúra 1 kg
Samtals 198.266 kg
2.6.23 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Ýsa 18 kg
Samtals 18 kg
2.6.23 Fýll ÍS-412 Sjóstöng
Steinbítur 144 kg
Samtals 144 kg

Skoða allar landanir »