Nýr togari Ramma smíðaður í Tyrklandi

Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., segir áætlað smíðaverð nálægt …
Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., segir áætlað smíðaverð nálægt þremur milljörðum króna.

Stefnt er að því að nýr ísfisktogari hefji veiðar fyrir Ramma hf. á Siglufirði haustið 2023. Unnið er að lokafrágangi samnings um nýsmíðina milli Ramma og skipasmíðastöðvarinnar Celiktrans í Tyrklandi. Áætlað smíðaverð er nálægt þremur milljörðum króna, að sögn Ólafs Marteinssonar, framkvæmdastjóra Ramma.

Skipið er hannað af Nautic ehf. og verður mesta lengd 48,1 metri og breiddin 14 metrar. Það verður búið fjórum togvindum og aðalvélin 1.795 hestöfl. Skipið verður heldur styttra og aðeins breiðara en Akurey og Viðey, en búnaður áþekkur í skipunum. Þau skip voru smíðuð hjá Celiktrans fyrir Brim hf. og komu til landsins 2017.

Nýi ísfisktogarinn er væntanlegur til Siglufjarðar eftir tvö ár og …
Nýi ísfisktogarinn er væntanlegur til Siglufjarðar eftir tvö ár og verður svipaður og Akurey og Viðey RE. Tölvumynd/Nautic

Aldur skipa og breyttar aðstæður

Ólafur segir að aldur og samsetning skipa Ramma og hrun í humarveiðum hafi kallað á breytingar í flota fyrirtækisins og því hafi verið ákveðið að ráðast í nýsmíðina. Jafnframt er markmiðið með endurnýjuninni að minnka kolefnisspor útgerðarinnar. Hvernig veiðum verði síðan háttað og á hvaða skipum sé ekki tímabært að ræða á þessari stundu. Líklegast sé að áherslan á nýja skipinu verði lögð á bolfiskveiðar og einnig veiðar á humri taki humarstofninn við sér. Það sé ekki hugsað sem rækjuskip.

Frystitogarinn Sólberg er flaggskipið í flota Ramma, en það kom nýtt til landsins í maí 2017. Skipið hefur mest komið með hátt í 14 þúsund tonn að landi á einu ári og vel hefur gengið á þessu ári að sögn Ólafs.

Sólberg ÓF-1 í heimahöfn á Ólafsfirði.
Sólberg ÓF-1 í heimahöfn á Ólafsfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Ísfisktogarinn Múlaberg (áður Ólafur Bekkur) hefur síðustu ár verið á rækjuveiðum frá því í mars og út september, en á bolfiskveiðum yfir vetrartímann. Skipið var smíðað í Japan 1973 og verður því hálfrar aldar gamalt þegar nýja skipið kemur.

Múlabergið er eitt af Japanstogurunum tíu sem komu til landsins 1973 og reyndust í flesta staði vel. Ólafur segir að skipin hafi verið vel byggð á sínum tíma og mikið sé eftir af Múlaberginu. Nú eru aðeins Múlaberg og Ljósafell frá Fáskrúðsfirði eftir af Japanstogurunum í íslenska flotanum.

Óarðbærar humarveiðar

Rammi gerir einnig út Fróða II ÁR 38 og Jón á Hofi ÁR 42, sem verið hafa á humri og fiskitrolli. Hrun varð í humarstofninum við landið fyrir nokkrum árum og í ár var heimilað að veiða 143 tonn, sem er aðeins 6-7% af því sem veitt var fyrir áratug. Beðið sé nýliðunar í stofninum og þegar stofninn taki við sér taki 5-7 ár áður en möguleiki verði að veiða eitthvað að gagni. Ólíklegt sé að það verði næsta áratuginn.

Rammi, Skinney-Þinganes og Vinnslustöðin eru með mesta hlutdeild í humarveiðum og segir Ólafur að eins og sakir standa séu humarveiðar óarðbærar. Fylgjast þurfi þó áfram með veiðislóðinni og þróun stofnsins, en jafnframt að veiða hluta af heimildum sem leyfðar verða í samráði við Hafrannsóknastofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.21 470,28 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.21 401,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.21 416,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.21 452,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.21 215,15 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 205,20 kr/kg
Gullkarfi 19.10.21 289,17 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 31.929 kg
Ýsa 6.883 kg
Ufsi 4.088 kg
Samtals 42.900 kg
19.10.21 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 83.688 kg
Ufsi 70.833 kg
Gullkarfi 22.328 kg
Ýsa 16.665 kg
Langa 1.777 kg
Steinbítur 887 kg
Hlýri 715 kg
Blálanga 552 kg
Þykkvalúra sólkoli 291 kg
Skarkoli 246 kg
Keila 110 kg
Lúða 81 kg
Grálúða 55 kg
Samtals 198.228 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.21 470,28 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.21 401,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.21 416,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.21 452,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.21 215,15 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 205,20 kr/kg
Gullkarfi 19.10.21 289,17 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 31.929 kg
Ýsa 6.883 kg
Ufsi 4.088 kg
Samtals 42.900 kg
19.10.21 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 83.688 kg
Ufsi 70.833 kg
Gullkarfi 22.328 kg
Ýsa 16.665 kg
Langa 1.777 kg
Steinbítur 887 kg
Hlýri 715 kg
Blálanga 552 kg
Þykkvalúra sólkoli 291 kg
Skarkoli 246 kg
Keila 110 kg
Lúða 81 kg
Grálúða 55 kg
Samtals 198.228 kg

Skoða allar landanir »