Sjálfsbjargarviðleitnin var sterk

2021. Höfnin á Dalvík full af alls konar bátum á …
2021. Höfnin á Dalvík full af alls konar bátum á mynd sem var tekin sl. vor. Bryggjurnar eru lífæðin í hverju plássi. mbl.is/Sigurður Bogi

Samstaða, snerpa í viðbrögðum við síbreytilegum aðstæðum, sterk sjálfsjargarviðleitni og skilningur á mikilvægri menntunar. Þetta er að mati Jóhanns Antonssonar á Dalvík meðal helstu skýringa á því að sjávarútvegurinn hefur verið undirstaða í atvinnulífi þar í byggð. Sú staða hefur haldist á meðan víða annars staðar á landinu hefur hallað undan. Þessa þróun og sögu greinir Jóhann í bókinni Sjávarplássið Dalvík sem kom út í sl. viku. Svarfdælasýsl forlag sf. gefur út.

Manndómsvígsla

Byrjað var um 1850 að sækja sjó frá Böggvistaðasandi fyrir minni Svarfaðardals, þar sem nú heitir Dalvík, á þilskipum sem gerð voru út til hákarlaveiða. Slíkt þótti mikið búsílag. „Það þótti mikil manndómsvígsla fyrir unga menn að stunda hákarlaveiðar,“ segir Jóhann Antonsson í bók sinni – en í þessari sjósókn var sótt á Grímseyjarsund, Skagagrunn nærri Eyjafirði eða vestar við landið.

Dalvíkingar gerðu það gott á síldarárum. Veiðin var ævintýraleg.
Dalvíkingar gerðu það gott á síldarárum. Veiðin var ævintýraleg. Ljósmynd/Jón Þ. Baldvinsson

Vélbátaútgerð frá Dalvík hófst snemma, en fyrst af alvöru um 1940 þegar þar var útbúin höfn. Árið 1934 hóf KEA að frysta kjöt á Dalvík og fimm árum síðar fiskvinnslu; það er flökun og fyrstingu. Starfsemi kaupfélagsins var næstu áratugina stór þáttur í öllu atvinnulífi í sjávarplássinu, þar sem hafnaraðstaðan var byggð upp í áföngum. Ágæt höfn gerði Dalvíkingum mögulegt að taka þátt í síldarævintýrinu mikla um og eftir miðja 20. öldina, sem skóp mikla peninga. Þá var stofnað Útgerðarfélag Dalvíkinga – en allt var þetta gert í því skyni að afla hráefnis fyrir frystihúsið og treysta avinnu í plássinu. Þannig var alls ekki sjálfgefið að Dalvík yrði útgerðarstaður, nema hvað aðstæður til slíks voru skapaðar og þá þurfti til harðfylgi og útsjónarsemi.

Jóhann Antonsson hér með sína glæsilegu og fróðlegu bók.
Jóhann Antonsson hér með sína glæsilegu og fróðlegu bók. mbl.is/Sigurður Bogi

Jóhann getur þess í bók sinni að um tíma hafi Dalvík verið mikið togarapláss. Nokkrir slíkir voru gerðir út til að afla hráefnis fyrir fiskvinnslufyrirtækin í plássinu, þar sem unninn var frystur fiskur, og skreið. Þá voru Dalvíkingar um skeið atkvæðamiklir í rækjuvinnslu og frumkvöðlar í úrhafsrækjuveiði.

Þörf á meira hráefni hvati sameiningar fyrirtækja

Upp úr 1990 þegar þrengingar voru í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja víða um land þá var viðbragð margra, að færa fiskvinnsluna á haf út með svokallaðri sjófrystingu. Á Dalvík var hins vegar farið í hina áttina og starfsemi í frystihúsi KEA efld til muna – sem reyndist rétt ákvörðun. Í afkastamikið frystihúsið á Dalvík þurfti hins vegar meiri afla, sem réð miklu um samruna sjávarútvegsfyrirtækja sem hófst árið 1998. Snæfell varð til með samruna Útgerðarfélags Dalvíkur og fleiri fyrirtækja við sjávarútvegsrekstur KEA. Áfram rúllaði boltinn og í fyllingu tímans keypti Samherji þennan rekstur. Rekur nú á Dalvík afkastamikla og hátæknivædda fiskvinnslu. Gerir þaðan einnig út togarana Björgvin og Björgúlf, en svo hétu togararar sem fyrr á árum voru gerðir út frá Dalvík.

„Úr störfum mínum er minnisstætt að árið 1974 varð það úr vegna veikinda Aðalsteins Loftssonar útgerðarmann sem ég starfaði þá fyrir, að ég fór til móts við togarann Baldur sem var smíðaður í Póllandi. Leysti úr þeim málum sem þurfti svo skipið kæmist heim,“ segir Jóhann. „Baldur varð síðan varðskip í 200 mílna þorskastríðinu og þótti þar reynast vel. Var skeinuhættur freigátunum. Seinna var ég svo framkvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvíkur og þá átti að setja á fót niðursuðuverksmiðju. Af því varð ekki heldur varð fyrirtækið frumkvöðull í úthafsrækjuveiðum eftir að Snorri Snorrason kom til liðs við félagið.“

Dalvíkingar hafa alltaf verið umsvifamiklir í skreiðarverkun.
Dalvíkingar hafa alltaf verið umsvifamiklir í skreiðarverkun. Ljósmynd/Jón Þ. Baldvinsson

Þetta er í grófum dráttum sjávarútvegssagan sem greinir frá í bókinni, hvar einnig er brugðið upp svipmyndum úr mannlífinu á Dalvík. Sagðar eru sögur af fólki sem lét til sín taka í starfi og leik – og markaði spor hvert með sínu móti.

Átti brunn heimilda

Um tildrög þess að Jóhann Antonsson skrifaði bókina Sjávarplássið Dalvík minnir hann á héraðsblaðið Norðurslóð sem hann setti á fót árið 1977 með þeim Hirti Þórarinssyni á Tjörn og Óttari Proppé.

„Þá kom eins og af sjálfu sér að ég skrifaði mest um sjávarútveg og þannig myndaðist brunnur ómetanlegra heimilda. Ég hafði því miklu efni að moða úr. Einnig hafði ég frá upphafi Fiskidagsins mikla tekið saman greinar um sjávarútveg fyrir Fiskidagsblaðið. Ég fékk hvatningu um að setja þetta efni saman á bók, eins og varð niðurstaðan. Hér greinir frá málum sem var vert að halda til haga – þróun sem skóp sjávarplássið Dalvík.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 423,65 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 526,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 998 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.175 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 423,65 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 526,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 998 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.175 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg

Skoða allar landanir »