„Mikill gleðidagur fyrir land og þjóð“

Tuttugu ára togveiðiskip VInnslustöðvarinnar, Huginn VE, við bryggju í Vestmannaeyjum.
Tuttugu ára togveiðiskip VInnslustöðvarinnar, Huginn VE, við bryggju í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bæjarstjórar Vestmannaeyja og Fjarðabyggðar fagna ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Mun þetta vera stærsta ráðstöfun í nærri 20 ár. Stærstur hluti loðnukvótans á Íslandi er í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð.

„Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir og skiptir samfélagið hér í Vestmannaeyjum mjög miklu máli eins og þjóðarbúið allt,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum.

Auknar veiðar þýði gríðarlega innspýtingu í efnahags- og atvinnulíf Eyjamanna. „Bæði störfin í kringum vinnsluna, afleiddu störfin og vertíðin verður lengri,“ segir Íris. Eyjamenn horfi nú björtum augum á næsta ár.

Loðnubrestur á undanförnum árum hafi gífurleg áhrif á samfélagið. „Það er svo gríðarlega margt annað sem loðnan hefur áhrif á hér en bara sjávarútvegsfyrirtækin og þá sem þar starfa. Það er ofboðslega mikilvægt fyrir samfélagið að það sé loðnuveiði.“

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir tíðindin svo sannarlega fagnaðarefni. „Við erum mjög glöð að sjá þessi umskipti sem eru að verða. Að fara úr 127.300 tonnum á þessu ári í 904.200 tonn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »