Nýtt tæknistig létti á krefjandi vinnu í Hnífsdal

Þórarinn Kristjánsson, sölustjóri hjá Marel, og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri …
Þórarinn Kristjánsson, sölustjóri hjá Marel, og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, við undirritun samningsins. Ljósmynd/Marel

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. (HG) í Hnífsdal hefur undirritað samning við Marel um kaup á FleXicut kerfi sem verður hluti af vinnslulínu fyrirtækisins fyrir bolfisk. Fjárfestingunni er ætlað að skila aukinni sjálfvirkni, auknum gæðum og aukin afköst, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Við hlökkum til að taka okkar landvinnslu upp á nýtt tæknistig með þeim áskorunum sem því fylgja. Það mun styrkja okkur í samkeppninni á kröfuhörðustu mörkuðum heims, létta á krefjandi vinnu starfsfólks og bæta afkomu fyrirtækisins til lengri tíma litið,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, í tilkynningunni.

160 starfa hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru.
160 starfa hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Kerfið sem sett verður upp í vinnslu HG samanstendur af FleXitrim snyrtilínu, FleXicut skurðarvél og FleXisort afurðadreifingarkerfi.

Nýja snyrtilíninan er með innbyggða gæðaskoðun og er sögð jafna flæði forsnyrtra flaka inn í FleXicut kerfið, en þar er beingarður greindur og skorin burt ásamt þunnildi og sporði með mikilli nákvæmni. Tækið sker svo flökin niður í bita samkvæmt forskrift viðskiptavinar. Flokkunarkerfið FleXisort tekur svo við en það er hannað til þess að taka við afurðum og dreifa á mismunandi afurðarlínur.

Markmið HG með vélunum er að ná fram hámarks nýtingu á afurðinni og þannig auka þau verðmæti sem nást úr hverjum fiski.

„Við bjóðum HG í Hnífsdal hjartanlega velkomið í Flexicut fjölskylduna.  Það sem einkennir fiskvinnsluna hjá HG er fjölbreytileiki þ.e. verið er að vinna afurðir með og án roðs í ferskar, frosnar og léttsaltaðar.  Öllu þessu erum við að ná að sinna með Flexicut kerfinu þar sem hver afurð á sitt heimili,” segir Þórarinn Kristjánsson, sölustjóri hjá Marel.

Hraðfrystihúsið hf. var stofnað fyrir rúmum áttatíu árum og byggir landvinnsla HG á vinnslu úr fersku hráefni, aðallega þorski. Hjá HG starfa um 160 manns.

Hraðfrystihúsið-Gunnvör er á fjörukambinum í Hnífsdal.
Hraðfrystihúsið-Gunnvör er á fjörukambinum í Hnífsdal. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,51 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,11 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,11 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Byr GK 59 Þorskfisknet
Þorskur 424 kg
Samtals 424 kg
23.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 890 kg
Þorskur 56 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 950 kg
23.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.321 kg
Þorskur 285 kg
Skarkoli 89 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.715 kg
23.4.24 Anna ÓF 83 Grásleppunet
Grásleppa 674 kg
Þorskur 109 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,51 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,11 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,11 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Byr GK 59 Þorskfisknet
Þorskur 424 kg
Samtals 424 kg
23.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 890 kg
Þorskur 56 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 950 kg
23.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.321 kg
Þorskur 285 kg
Skarkoli 89 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.715 kg
23.4.24 Anna ÓF 83 Grásleppunet
Grásleppa 674 kg
Þorskur 109 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »