Leita skjóls fyrir nóttina – hvassviðri væntanlegt

Vörður ÞH hefur verið á Vestfjaraðarmiðum að undanförnu og mun …
Vörður ÞH hefur verið á Vestfjaraðarmiðum að undanförnu og mun bíða af sér veðrið ásamt öðrum togurum. mbl.is/Sigurður Bogi

Spáð er töluverðu hvassviðri í nótt, sérstaklega á Vestfjörðum, og hafa nokkrir togarar þegar komið sér í var á meðan aðrir eru að fikra sig í átt að skjóli.

„Við erum að toga okkur í betra verður. Það er að hvessa hérna og maður finnur alveg muninn og þegar við vorum dýpra,“ segir Ragnar Pálsson, skipstjóri á Verði ÞH-44, þegar blaðamaður 200 mílna skellir á þráðin og spyr um veðurfarið á miðunum.

Skuttogarinn Vörður, sem Gjögur hf. gerir út frá Grindavík, er staddur vestur af Látrabjargi ásamt systurskipinu Áskelli ÞH-48 þar sem vindur er nokkuð minni en á svæðinu í kring. Á svipuðum slóðum eru einnig skipin Sólborg RE-27, Jón Á Hofi ÁR-42, Runólfur SH-135, Sturla GK-12 og Viðey RE-50.

Farið er að hvessa á Vestfjörðum og er spáð töluverðu …
Farið er að hvessa á Vestfjörðum og er spáð töluverðu roki í nótt. Samsett skjáskot/Veðurstofa Íslands

Spurður um ölduhæðina segir Ragnar sjóin vera alveg sléttann. „Það var orðið þrír metrar aðeins norðar, en hérna erum við í alveg sléttum sjó og þrettán metrum (vindhraði). Þetta voru 20 til 25 metra [á sekúndu] hérna dýpra. Þannig að við erum að færa okkur nær til að finna eitthvað skjól fyrir nóttina. Ölduhæðin verður í lagi á Breiðafirðinum, það verður bara hvasst.“

Vestfjarðarmiðin eru gjöful og var fjöldi skipa að veiðum þar í morgun. Þrjú skip hafa leitað í var undan Grænuhlíð, norðanmegin við Ísafjarðardjúp. Þar eru Sólberg ÓF-1, Tómas Þorvaldsson GK-10 og Hrafn Sveinbjarnarson GK-255.

„Þægilegt kropp“

Veiðar áhafnarinnar á Verði hafa gengið þokkalega í þessum túr, að sögn Ragnars. „Þetta er alveg ásættanlegt. Maður vill alltaf meira en við erum alveg sáttir með framvindu þessa túrs. Búið að vera þægilegt kropp og góður fiskur.“

Hann segir stefnt að því að landa í Grindavík á sunnudag ef allt gengur samkvæmt áætlun. „Það vantar örlítið upp á þorskskammtinn og við vonum að geta klárað það einhverstaðar á Breiðafirði.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.10.21 491,21 kr/kg
Þorskur, slægður 22.10.21 542,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.10.21 343,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.10.21 330,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.10.21 164,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.10.21 219,94 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.21 209,11 kr/kg
Gullkarfi 22.10.21 172,96 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.21 290,09 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.21 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 2.697 kg
Samtals 2.697 kg
23.10.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 3.835 kg
Þorskur 3.185 kg
Steinbítur 74 kg
Skarkoli 52 kg
Langa 12 kg
Samtals 7.158 kg
23.10.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Ufsi 315 kg
Þorskur 162 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 497 kg
23.10.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 263 kg
Þykkvalúra sólkoli 7 kg
Lúða 4 kg
Samtals 274 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.10.21 491,21 kr/kg
Þorskur, slægður 22.10.21 542,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.10.21 343,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.10.21 330,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.10.21 164,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.10.21 219,94 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.21 209,11 kr/kg
Gullkarfi 22.10.21 172,96 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.21 290,09 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.21 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 2.697 kg
Samtals 2.697 kg
23.10.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 3.835 kg
Þorskur 3.185 kg
Steinbítur 74 kg
Skarkoli 52 kg
Langa 12 kg
Samtals 7.158 kg
23.10.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Ufsi 315 kg
Þorskur 162 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 497 kg
23.10.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 263 kg
Þykkvalúra sólkoli 7 kg
Lúða 4 kg
Samtals 274 kg

Skoða allar landanir »