Fengust ekki nógu stór stígvél

Guðmundur Pétursson kann vel við sig í bílstjórasætinu.
Guðmundur Pétursson kann vel við sig í bílstjórasætinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Foreldrar eru stundum fyrirmyndir barna sinna í námsvali og starfi, en þó að Pétur Kristinn Jónsson, faðir Guðmundar Inga Péturssonar, hafi verið strætisvagnabílstjóri var það ekki ástæða þess að sonurinn fetaði sömu leið. „Tilviljun réð ævistarfinu og góður lífeyrissjóður er ein helsta ástæða þess að ég fór aftur að keyra strætó og geri það enn,“ segir hann.

Sjómennskan heillaði Guðmund á unga aldri. Hann var sumarmaður á togara á unglingsárunum 1966 til 1969 auk þess sem hann tók þá tvo jólatúra. Hann fór í Stýrimannaskólann, en meiddist á ökkla í körfuboltaleik með ÍR og komst ekki í jólatúr. Sjómennskan virtist vera liðin tíð.

„Fóturinn var svo bólginn að ekki fengust nógu stór stígvél á mig í Ellingsen,“ rifjar hann upp. Hann hafi verið peningalaus með ófrískri konu, hafi hætt í skólanum og drifið sig í meiraprófið og rútuprófið til þess að geta keyrt utanbæjarbílinn hjá Sanitas. „Það var vel borguð vinna enda vinnudagurinn langur,“ útskýrir hann. Hann hafi reyndar farið aftur á sjóinn, en þegar hann hafi verið á milli skipa 1974 hafi sér boðist starf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. „Ég ákvað að prófa þetta um veturinn en leið vel í sætinu og sat til 1980.“

Guðmundur stefndi á Stýrimannaskólann en ekkert varð úr því.
Guðmundur stefndi á Stýrimannaskólann en ekkert varð úr því. mbl.is/Árni Sæberg

Breytingar og borgarlína

Næstu tvo áratugina var Guðmundur bílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra og Kynnisferðum en hefur keyrt strætó frá 2000. „Aksturinn var hálfgerð þrautalending,“ segir hann. Bendir á að hann hafi ekki getað hugsað sér að fara í innivinnu og ekki hafi verið um auðugan garð að gresja. „Fólksflutningar hafa alltaf verið vanmetnir til launa. Laun strætisvagnabílstjóra hafa samt ætíð verið góð í samanburði við önnur bílstjórastörf en vissulega er mjög sjaldgæft að við fáum þjórfé eins og í rútubílaakstrinum.“

Þegar Guðmundur byrjaði að keyra strætó þekktu bílstjórarnir fljótlega flesta farþegana, stoppuðu fyrir þeim sem voru of seinir og hleyptu þeim gjarnan út þótt ekki væri um hefðbundna stoppistöð að ræða. „Nú má ekki bregða út af settum reglum og eftir að við erum lagðir af stað megum við ekki stoppa aftur til að bíða eftir farþega.“ Hann segir þetta gert í öryggisskyni með umferðina í huga, en útskotum fyrir strætó í Reykjavík hafi reyndar verið fækkað markvisst með tilheyrandi töfum á umferðinni. „Því er þetta tvískinnungur.“

Guðmundur hefur minnkað við sig og er í 40% vinnu.
Guðmundur hefur minnkað við sig og er í 40% vinnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklar breytingar hafa orðið hjá fyrirtækinu frá því Guðmundur hóf þar fyrst störf. „Mér finnst oft skína í gegn að breytingarnar séu gerðar breytinganna vegna,“ staðhæfir hann. Í því sambandi nefnir hann nýlega breytingu á leið 6. Nú sé ekið utan við íbúðahverfi í stað þess að fara í gegnum það að Egilshöll. „Það var búið að reyna þetta en þá gekk það ekki upp,“ segir hann.

„Nú er skýringin sú að þetta verði leiðin þar sem borgarlínan eigi að vera, en ef hún á ekki að koma nær fólkinu býð ég ekki í hana.“ Hann gagnrýnir líka kaup á strætisvögnum, sem hafi oft verið vanhugsuð, rétt eins og nafnabreytingar á biðstöðvum, sem hafi oft aukið á vandræði farþega. „Sumt hefur verið til bóta en annað tóm vitleysa,“ segir hann, en leggur áherslu á að aksturinn sé yfirleitt skemmtilegur og gaman sé að spjalla við aðra bílstjóra í pásum.

Guðmundur hefur minnkað við sig og er í 40% vinnu, eingöngu á morgunvakt. Vinnufyrirkomulagið sé skipulagt mánuð fram í tímann og það sé gott. „Heilsan er góð, en ég fæ ekki að vinna lengur en þar til ég verð 72 ára. Ég veit ekki hvað ég geri í nánustu framtíð en kannski tek ég Guðmund heitinn Clausen mér til fyrirmyndar og fer í vinnu annars staðar eftir að ég verð látinn fara frá Strætó.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 3.873 kg
Ýsa 245 kg
Keila 59 kg
Hlýri 58 kg
Gullkarfi 14 kg
Samtals 4.249 kg
16.10.21 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 23.894 kg
Samtals 23.894 kg
16.10.21 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 402 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 403 kg
16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 3.873 kg
Ýsa 245 kg
Keila 59 kg
Hlýri 58 kg
Gullkarfi 14 kg
Samtals 4.249 kg
16.10.21 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 23.894 kg
Samtals 23.894 kg
16.10.21 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 402 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 403 kg
16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg

Skoða allar landanir »