Börkur fimmti verður Barði sjötti

Fyrsti Barði var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1964.
Fyrsti Barði var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1964. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Uppsjávarskipið Börkur II NK-22, áður Börkur, sem Síldarvinnslan gerir út mun fá nafnið Barði og stafina NK-120. Mun þetta vera sjötta skip útgerðarinnar sem hlýtur nafnið Barði en skipið var fimmta til að bera nafnið Börkur. Bæði nöfnin eiga sér langa sögu innan fyrirtækisins.

Í færslu á vef útgerðarinnar er rakin saga nafnsins Barði en fyrsta skip Síldarvinnslunnar sem bar nafnið var smíðað í Austur-Þýskalandi árið 1964 og búið til síldarveiða. Skipið var gert út til 1970.

Börkur II hefur fengið nýtt nafn og einkennisstafi.
Börkur II hefur fengið nýtt nafn og einkennisstafi. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Það var síðan fyrsti skuttogari Íslendinga sem næst hlaut nafnið árið 1970 þegar Síldarvinnslan festi kaup á skipinu og var það gert út til 1979. „Tilkoma skipsins markaði tímamót í útgerðarsögu Síldarvinnslunnar því áður höfðu öll skip fyrirtækisins verið smíðuð með uppsjávarveiðar í huga,“ segir í færslunni.

Þriðja skipið til að bera nafnið Barði var annar skuttogari og var hann í eigu Síldarvinnslunnar árin 1980 til 1989. Skipið, sem flokkaðist sem ísfisktogari, var keypt frá Frakklandi og leysti fyrsta skuttogarann í eigu fyrirtækisins af hólmi. „Með kaupum á þessu skipi voru skuttogarar í eigu Síldarvinnslunnar orðnir þrír; Bjartur, Birtingur og Barði.“

Annar Barði var fyrsti skuttogari Íslendinga
Annar Barði var fyrsti skuttogari Íslendinga Ljósmynd/Síldarvinnslan
Þriðji Barði var ísfisktogari.
Þriðji Barði var ísfisktogari. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Júlíus Geirmundsson, Snæfugl og Norma Mary

Árið 1989 festi Síldarvinnslan kaup á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni sem gerður var út frá Ísafirði. Varð það fjórði Barðinn, en útgerðin seldi skipið 2002.

„Fimmta skipið, sem bar nafnið Barði, var skuttogari sem var í eigu fyrirtækisins á árunum 2002-2017. Upphaflega var um frystitogara að ræða en frá árinu 2016 veiddi skipið í ís. Togarinn var smíðaður árið 1989 fyrir Skipaklett hf. á Reyðarfirði og bar fyrst nafnið Snæfugl. Skipaklettur sameinaðist Síldarvinnslunni árið 2001 og eftir það var togarinn leigður skosku fyrirtæki um tíma og bar þá nafnið Norma Mary,“ segir í færslunni.

Fjórði Barði var frystitogari.
Fjórði Barði var frystitogari. Ljósmynd/Síldarvinnslan
Fimmti Barði var frystitogari smíðaður 1989.
Fimmti Barði var frystitogari smíðaður 1989. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Skipið sem nú mun heita Barði var keypt 2014 og fékk það þá nafnið Börkur, en þegar smíði nýs Barkar lauk fékk það nafnið Börkur II. Skipið var smíðað í Tyrklandi árið 2012. Það er 3.588 tonn að stærð, 80,3 metrar að lengd og 17 metrar að breidd. Aðalvél þess er 5.800 hestöfl af gerðinni MAK en auk þess er skipið búið tveimur ljósavélum, 1.760 kw og 515 kw. Skipið er vel búið til tog- og nótaveiða og er burðargeta þess 2.500 tonn.

Börkur II er nú sjötti Barði.
Börkur II er nú sjötti Barði. Ljósmynd/Síldarvinnslan
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg
16.10.21 Tindur ÍS-235 Botnvarpa
Þorskur 1.015 kg
Skarkoli 657 kg
Þykkvalúra sólkoli 484 kg
Steinbítur 455 kg
Langa 12 kg
Samtals 2.623 kg
16.10.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 6.298 kg
Ýsa 712 kg
Steinbítur 65 kg
Skarkoli 21 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 7.101 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg
16.10.21 Tindur ÍS-235 Botnvarpa
Þorskur 1.015 kg
Skarkoli 657 kg
Þykkvalúra sólkoli 484 kg
Steinbítur 455 kg
Langa 12 kg
Samtals 2.623 kg
16.10.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 6.298 kg
Ýsa 712 kg
Steinbítur 65 kg
Skarkoli 21 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 7.101 kg

Skoða allar landanir »