Sakar Íra um að ráðast á Dani úr launsátri

Rasmus Prehn, matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Danmerkur, kveðst ekki sáttur …
Rasmus Prehn, matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Danmerkur, kveðst ekki sáttur við framferði kollega sins frá Írlandi. Ljósmynd/Ministeriet for fødevarer, landbrug og fiskeri

Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins á sviði sjávarútvegsmála sátu í meira en sólarhring í samningaviðræðum um hvað skuli vera heimilt að veiða mikinn fisk á hafsvæðum sambandsins á næsta ári. Danir horfa fram á mikla skerðingu í þorskkvóta og saka Íra um ásælni í danskan makríl.

„Þetta hafa verið erfiðar [viðræður] og á tímum glundroði í viðræðunum,“ segir Rasmus Prehn, matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Danmerkur, í fréttatilkynningu sem birt er á vef ráðuneytisins í dag.

Samningaviðræðurnar flæktust mjög þegar reynt var að ganga á hlut Dana í makríl, að sögn Prehns. „Seint um nóttina urðum við fyrir árás úr launsátri af hálfu Írlands sem allt í einu vildi eignast hlut í okkar makríl í Norðursjó. Dularfull og ótímabær árás sem mér, ásamt duglegu samstarfsfólki mínu, tókst að verjast.“

Mikið hefur verið rifist um makríl að undanförnu og færðist hiti í makríldeiluna á ný eftir að Færeyingar og Norðmenn stórjuku sínar aflaheimildir í tegundinni. Hafa hollenskir stjórnmálamenn viðrað hugmyndir um að beita Færeyinga, Norðmenn og Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna málsins.

Aðeins einn þorsk og einn lax á dag

Staða þorsksins í Eystrasaltinu er mjög viðkvæm og minnkar þorskkvótinn í vesturhluta Eystrasaltsins um 88% í 489 tonn sem merkir að þorsk má aðeins veiða á þessu svæði sem meðafla með öðrum fiski. Ráðlögðu vísindamenn að lækkunin myndi verða 92%.

Samhliða þessu verður áhugamönnum ekki heimilt að veiða nema einn þorsk á mann á dag á svæðinu. Áður var heimild fyrir fimm þorskum á dag. Jafnframt verður öllum bannað að veiða þorsk á tímabilinu 15. janúar til 31. mars.

Það verða ekki margir þorskar sem Danir veiða í Eystrasaltinu …
Það verða ekki margir þorskar sem Danir veiða í Eystrasaltinu á næsta ári. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Þá hækka aflaheimildir í rauðsprettu um 25% í 9.050 tonn og í brislingi um 13% í 251.943 tonn. Þá lækka heimildir í síld um 50% í 788 tonn og er þeim aflaheimildum aðeins ætlað að nýta undir meðafla.

Aðeins er heimilt að veiða lax sem meðafla og þá 63.811 laxa á næsta ári sem er þriðjungi færri en í ár. Þeir sem stunda laxveiði ekki í atvinnuskyni fá heimild til að veiða einn lax á mann á dag, en ekki hafa verið settar slíkar takmarkanir á laxveiði í Danmörku áður.

Þörf á sjálfbærari veiðum

Danski ráðherrann segir ekkert annað í stöðunni nú en að horfa fram á veginn enda liggi niðurstaða samningslotunnar fyrir. „Við þurfum að skipta yfir í sjálfbærari veiðar í Eystrasaltinu ef við ætlum að hafa fisk í Eystrasaltinu í framtíðinni.“

Prehn kveðst ætla að ræða stöðu sjávarútvegsins við flokka á danska þinginu í þeim tilgangi að leita leiða til að létta byrðina sem fylgir samdrættinum í þorskkvótanum. Fram kemur í tilkynningunni að ráðherrann hyggst kynna framkvæmdaáætlun um sjálfbærar veiðar við Eystrasalt í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »