Sakar Íra um að ráðast á Dani úr launsátri

Rasmus Prehn, matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Danmerkur, kveðst ekki sáttur …
Rasmus Prehn, matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Danmerkur, kveðst ekki sáttur við framferði kollega sins frá Írlandi. Ljósmynd/Ministeriet for fødevarer, landbrug og fiskeri

Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins á sviði sjávarútvegsmála sátu í meira en sólarhring í samningaviðræðum um hvað skuli vera heimilt að veiða mikinn fisk á hafsvæðum sambandsins á næsta ári. Danir horfa fram á mikla skerðingu í þorskkvóta og saka Íra um ásælni í danskan makríl.

„Þetta hafa verið erfiðar [viðræður] og á tímum glundroði í viðræðunum,“ segir Rasmus Prehn, matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Danmerkur, í fréttatilkynningu sem birt er á vef ráðuneytisins í dag.

Samningaviðræðurnar flæktust mjög þegar reynt var að ganga á hlut Dana í makríl, að sögn Prehns. „Seint um nóttina urðum við fyrir árás úr launsátri af hálfu Írlands sem allt í einu vildi eignast hlut í okkar makríl í Norðursjó. Dularfull og ótímabær árás sem mér, ásamt duglegu samstarfsfólki mínu, tókst að verjast.“

Mikið hefur verið rifist um makríl að undanförnu og færðist hiti í makríldeiluna á ný eftir að Færeyingar og Norðmenn stórjuku sínar aflaheimildir í tegundinni. Hafa hollenskir stjórnmálamenn viðrað hugmyndir um að beita Færeyinga, Norðmenn og Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna málsins.

Aðeins einn þorsk og einn lax á dag

Staða þorsksins í Eystrasaltinu er mjög viðkvæm og minnkar þorskkvótinn í vesturhluta Eystrasaltsins um 88% í 489 tonn sem merkir að þorsk má aðeins veiða á þessu svæði sem meðafla með öðrum fiski. Ráðlögðu vísindamenn að lækkunin myndi verða 92%.

Samhliða þessu verður áhugamönnum ekki heimilt að veiða nema einn þorsk á mann á dag á svæðinu. Áður var heimild fyrir fimm þorskum á dag. Jafnframt verður öllum bannað að veiða þorsk á tímabilinu 15. janúar til 31. mars.

Það verða ekki margir þorskar sem Danir veiða í Eystrasaltinu …
Það verða ekki margir þorskar sem Danir veiða í Eystrasaltinu á næsta ári. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Þá hækka aflaheimildir í rauðsprettu um 25% í 9.050 tonn og í brislingi um 13% í 251.943 tonn. Þá lækka heimildir í síld um 50% í 788 tonn og er þeim aflaheimildum aðeins ætlað að nýta undir meðafla.

Aðeins er heimilt að veiða lax sem meðafla og þá 63.811 laxa á næsta ári sem er þriðjungi færri en í ár. Þeir sem stunda laxveiði ekki í atvinnuskyni fá heimild til að veiða einn lax á mann á dag, en ekki hafa verið settar slíkar takmarkanir á laxveiði í Danmörku áður.

Þörf á sjálfbærari veiðum

Danski ráðherrann segir ekkert annað í stöðunni nú en að horfa fram á veginn enda liggi niðurstaða samningslotunnar fyrir. „Við þurfum að skipta yfir í sjálfbærari veiðar í Eystrasaltinu ef við ætlum að hafa fisk í Eystrasaltinu í framtíðinni.“

Prehn kveðst ætla að ræða stöðu sjávarútvegsins við flokka á danska þinginu í þeim tilgangi að leita leiða til að létta byrðina sem fylgir samdrættinum í þorskkvótanum. Fram kemur í tilkynningunni að ráðherrann hyggst kynna framkvæmdaáætlun um sjálfbærar veiðar við Eystrasalt í framtíðinni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 402 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 403 kg
16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg
16.10.21 Tindur ÍS-235 Botnvarpa
Þorskur 1.015 kg
Skarkoli 657 kg
Þykkvalúra sólkoli 484 kg
Steinbítur 455 kg
Langa 12 kg
Samtals 2.623 kg
16.10.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 6.298 kg
Ýsa 712 kg
Steinbítur 65 kg
Skarkoli 21 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 7.101 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 402 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 403 kg
16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg
16.10.21 Tindur ÍS-235 Botnvarpa
Þorskur 1.015 kg
Skarkoli 657 kg
Þykkvalúra sólkoli 484 kg
Steinbítur 455 kg
Langa 12 kg
Samtals 2.623 kg
16.10.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 6.298 kg
Ýsa 712 kg
Steinbítur 65 kg
Skarkoli 21 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 7.101 kg

Skoða allar landanir »