Ísfélagið með mesta loðnukvótann

Ekki fannst næg loðna í janúar.
Ekki fannst næg loðna í janúar.

Fiskistofa hefur úthlutað veiðiheimildum í loðnu vegna komandi vertíðar í samræmi við aflamarkshlutdeild útgerða. Ísfélag Vestmannaeyja er með stærsta hlutinn eða 19,99% og er fyrirtækinu því heimilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyrirtæki og tengd félög fara með 56,48% af loðnukvótanum.

Heildarafli vertíðarinnar má verða allt að 904.200 tonn og af þessu hefur 626.975 tonnum nú verið úthlutað til íslenskra skipa. Um er að ræða sögulega vertíð þar sem ekki hefur sambærilegt magn veitt af loðnu frá aldamótum. Alls hefur verið úthlutað veiðiheimildum til 12 fyrirtækja en tvö þeirra eru að fullu eða að miklum hluta í eigu annarra útgerða.

Næst mest hefur verið úthlutað til Síldarvinnslunnar hf. og tengdra félaga eða 18,49% hæut sem gerir 115.939 tonn, þar ef er 15.674 tonnum úthlutað til Runólfs Hallfreðssonar ehf. en Síldarvinnslan fer með 87,6% hlut í því félagi. Þétt á eftir kemur Brim hf. með 112.856 tonn eða 18% aflahlutdeild.

Samanlagt búa Ísfélag Vestmannaeyja hf., Síldarvinnslan hf. auk tengdra félaga og Brim hf. yfir heimildum fyrir 354.108 tonnum af loðnu eða 56,48% af þeirri loðnu sem íslenskum skipum verður heimilt að veiða.

Það verður nóg að gera í vinnslu loðnu í vetur.
Það verður nóg að gera í vinnslu loðnu í vetur. Ljósmynd/Skinney-Þinganes

Fjórða mesta magnið af hlut Íslendinga fær Vinnslustöðin hf. og tengd félög og nemur hluturinn 77.298 tonnum eða 12,33%. Þar af hefur Huginn ehf., dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, fengið úthlutað 8.773 tonnum.

Samherji Ísland ehf. fékk úthlutað 57.648 tonnum eða 9,19% hlut, Eskja hf. hlaut 55.212 tonn eða 8,81% og Skinney-Þinganes hf. 51.010 tonn sem gera 8,14%.

Áttunda mesta magnið hlaut Gjögur hf. og hefur fyrirtækið heimild til veiða á 16.652 tonnum af loðnu sem er 2,66% af úthlutuðu aflamarki. Þá fékk Loðnuvinnslan hf. 10.972 tonn í sinn hlut sem er 1,75% af úthlutuðu aflamarki. Í tíunda sæti er síðan Rammi hf. með 0,65% eða 4.075 tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.21 378,11 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.21 470,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.21 358,87 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.21 334,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.21 264,69 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.21 288,59 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.21 183,49 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.21 113,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Gullkarfi 641 kg
Keila 132 kg
Hlýri 119 kg
Þorskur 18 kg
Samtals 910 kg
3.12.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Þorskur 2.896 kg
Ýsa 2.235 kg
Steinbítur 97 kg
Langa 67 kg
Gullkarfi 22 kg
Keila 4 kg
Samtals 5.321 kg
3.12.21 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 3.883 kg
Ýsa 589 kg
Langa 214 kg
Ufsi 26 kg
Lýsa 7 kg
Samtals 4.719 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.21 378,11 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.21 470,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.21 358,87 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.21 334,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.21 264,69 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.21 288,59 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.21 183,49 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.21 113,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Gullkarfi 641 kg
Keila 132 kg
Hlýri 119 kg
Þorskur 18 kg
Samtals 910 kg
3.12.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Þorskur 2.896 kg
Ýsa 2.235 kg
Steinbítur 97 kg
Langa 67 kg
Gullkarfi 22 kg
Keila 4 kg
Samtals 5.321 kg
3.12.21 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 3.883 kg
Ýsa 589 kg
Langa 214 kg
Ufsi 26 kg
Lýsa 7 kg
Samtals 4.719 kg

Skoða allar landanir »