„Skítabræla allan túrinn“

Bergey VE-144. Skipstjórinn segir veðrið hafa verið frekar leiðinlegt að …
Bergey VE-144. Skipstjórinn segir veðrið hafa verið frekar leiðinlegt að undanförnu. Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason

„Við byrjuðum í Reynisdýpi, héldum síðan á Öræfagrunn og þá á Mýragrunn. Farið var enn austar eða í Hornafjarðardýpið og Lónsdýpið og síðan sömu leið til baka,“ segir Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey VE, um síðasta túr á vef Síldarvinnslunnar.

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í Vestmanneyjum í morgun og hélt Vestmannaey til veiða að löndun lokinni en Bergey mun stoppa í landi í tvo daga.

„Við vorum endalaust á flótta undan veðri og það var bræla allan túrinn að einum degi undanskildum. Þetta tekur svolítið á en það er víst kominn vetur, það fer ekkert á milli mála. Aflinn var ufsi, ýsa og karfi að auki. Núna erum við á útleið frá Eyjum og erum staddir í Háfadýpinu. Það er hérna stífur norðaustanstrengur og vindmælirinn sýnir 21 meter,“ segir Egill Guðni.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, segir að veðrið hafa verið leiðinlegt. „Það var sannast sagna skítabræla allan túrinn. Við vorum á Öræfagrunni nánast allan tímann og fengum þar ýsu og ufsa. Við enduðum svo á Péturey og Vík. Nú tökum við út stopp og höldum ekki til veiða á ný fyrr en á fimmtudagsmorgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 13.230 kg
Ufsi 2.791 kg
Þorskur 692 kg
Samtals 16.713 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 13.230 kg
Ufsi 2.791 kg
Þorskur 692 kg
Samtals 16.713 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »