Ekki minni rækja í Ísafjarðardjúpi frá upphafi

Ekkert verður af rækjuveiðum í ÍSafjarðardjúpi verði farið eftir ráðleggingum …
Ekkert verður af rækjuveiðum í ÍSafjarðardjúpi verði farið eftir ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Halldór Sveinbjörnsson

Illa hefur gengið að byggja upp rækjustofna í Arnarfirði og í Ísafjarðardjúpi ef marka má tækniskýrslur og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna rækjuveiða á fiskveiðiárinu 2021/2022. Stofnunin leggur til að leyfðar verði veiðar á 149 tonnum af rækju í Arnarfirði en að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Ísafjarðardjúpi.

Stofnmæling rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi fór fram dagana 30. september til 9. október 2021. Fram kemur í tækniskýrslu að stofnvísitalan fyrir rækju í Ísafjarðardjúpi hafi verið sú lægsta sem mælst hefur frá því að árlegar mælingar hófust 1988.

„Frá árinu 1988 var rækja útbreidd frá Æðey og inn eftir Ísafjarðardjúpi, en einnig í Jökulfjörðum. Þegar vísitala rækju lækkaði minnkaði útbreiðslusvæði rækju. Frá árinu 2011 hefur útbreiðsla rækju einskorðast við innri hluta Ísafjarðardjúps, mest í Ísafirði og Mjóafirði. Mjög lítið fannst af rækju haustið 2021, en hún var helst í utanverðu Djúpinu og í Hestfirði,“ segir í tækniskýrslunni.

Fram kemur að á árunum 1961 til 2002 hafi mesti afli rækjuveiða í Ísafjarðadjúpi verið 3.100 tonn en minnst 100 tonn. „Engar rækjuveiðar voru heimilaðar í Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárin 2003/2004 til 2010/2011 þar sem vísitala rækju var mjög lág. Eftir að veiðar hófust aftur haustið 2011 hefur aflinn verið 300 til 1.100 tonn. [...] Árið 2011 hækkuðu vísitölurnar í 4 ár. Frá árinu 2016 hafa vísitölurnar lækkað en voru nokkuð stöðugar frá 2018-2020 og vísitala veiðistofns hefur verið yfir skilgreindu viðmiðunargildi. Árið 2021 mældist mjög lítið af rækju og var vísitalan sú lægsta í stofnmælingu rækju í Ísafjarðardjúpi.“

Minni útbreiðsla í Arnarfirði

Frá 1988 hefur rækjustofninn í Arnarfirði verið mældur og til 1996 fannst rækja um allan Arnarfjörð en 1997 minnkaði útbreiðslusvæðið. Rækja hefur aðeins fundist innst í firðinum frá árinu 2005. „Þessar breytingar eru aðallega vegna aukinnar fiskgengdar í firðinum,“ segir í tækniskýrslunni. Stofnvísitala rækju í Arnarfirði er sögð lág en yfir skilgreindum varúðarmörkum.

Frá árinu 1994 hefur aflinn minnkað jafnt og þétt og var aðeins 116 tonn fiskveiðiárið 2016/2017. Engar veiðar voru heimilaðar fiskveiðiárið 2017/2018 en þá var vísitala veiðistofns í sölulegu lágmarki og undir viðmiðunargildi. Frá árinu 2018 hefur aflinn verið á milli 140 og 200 tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.21 368,52 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.21 499,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.21 361,63 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.21 401,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.21 236,15 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.21 252,83 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.21 231,33 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.12.21 278,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.12.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 614 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 624 kg
6.12.21 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 1.001 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.007 kg
6.12.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 783 kg
Ýsa 441 kg
Steinbítur 9 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.236 kg
6.12.21 Gulltoppur GK-024 Landbeitt lína
Ýsa 555 kg
Þorskur 346 kg
Gullkarfi 30 kg
Hlýri 17 kg
Lýsa 2 kg
Keila 2 kg
Samtals 952 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.21 368,52 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.21 499,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.21 361,63 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.21 401,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.21 236,15 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.21 252,83 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.21 231,33 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.12.21 278,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.12.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 614 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 624 kg
6.12.21 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 1.001 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.007 kg
6.12.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 783 kg
Ýsa 441 kg
Steinbítur 9 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.236 kg
6.12.21 Gulltoppur GK-024 Landbeitt lína
Ýsa 555 kg
Þorskur 346 kg
Gullkarfi 30 kg
Hlýri 17 kg
Lýsa 2 kg
Keila 2 kg
Samtals 952 kg

Skoða allar landanir »