Kortlögðu úthlutun veiðiheimilda í þróunarríkjum

Kortlagt hefur verið hverskonar samningar eru til sem gefa erlendum …
Kortlagt hefur verið hverskonar samningar eru til sem gefa erlendum skipum veiðiheimildir í þróunarríkjum. AFP/JUNI KRISWANTO

Sjávarútvegsskrifstofa matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kynnti á fundi síðdegis í dag kortlagningu úthlutunar veiðiheimilda til erlendra fiskiskipa í þróunarríkjum. Íslenska ríkið átti frumkvæmi að þessari vinnu og hefur kostað kortlagninguna sem er fyrsti áfangi af fjórum í víðtækri rannsókn á áhrifum veiða erlendra fiskiskipa.

Á fundinum tilkynnti Marcio Castro de Souza, sjávarútvegsfulltrúi FAO, að næsti áfangi verði að fara í efnahagslega greiningu þeirra fyrirkomulaga sem um ræðir. Undirbúingur þeirrar vinnu hefur þegar farið af stað.

Liam Campling, prófessor í alþjóðaviðskiptum við Queen Mary-háskóla í London, leiddi vinnuna við fyrsta áfanga og kynnti helstu niðurstöður kortlagningarinnar. Útlistaði hann í stuttu máli mismuninn milli þeirrar aðferðarfræði sem Japan, Evrópusambandið, Kína, Taívan, Suður-Kórea, Bandaríkin og Filipseyjar styðjast við til að komast yfir aflaheimildir í þróunarríkjum. Allt eru þetta ríki sem eiga það sameiginlegt að búa yfir stórum skipaflotum sem sækja á erlend fiskimið.

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagði til að stutt …
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagði til að stutt yrði við vinnu undir merkjum FAO. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úttektin sem Campling hefur unnið fyrir FAO er ekki upptalning á samningum um veitingu veiðiheimilda, heldur greining á því hvernig þessir samningar eru: hvað þeir eigi sameiginlegt og hvað sé ólíkt með þeim, með svæðisbundinni áherslu sem tekur tillit til mismunandi aðstæðna og greining á helstu efnisatriðum fiskveiðisamninga.

FAO hefur talið að mikilvægt væri að fara í þessa kortlagningu þar sem hún hafi ekki legið fyrir, en hún er sögð forsenda fyrir frekari rannsóknir.

Rekið til Samherja

„Aukið gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja og samstarf við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Markmið þeirra er að auka traust á íslensku atvinnulífi eftir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í síðustu viku,“ skrifaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu 20. nóvember 2019.

Lokið hefur verið við fyrsta áfanga og sagði Stefán Jón Hafstein, sendifulltrúi Íslands í Róm, á fundinum íslensk stjórnvöld styðja franmvindu verkefnisins og vonir eru um að í framtíðinni verði hægt að móta leiðbeinandi reglur um tilhögun úthlutun veiðiheimilda til erlendra skipa í þróunarríkjum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.12.21 324,00 kr/kg
Þorskur, slægður 7.12.21 411,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.12.21 378,73 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.21 423,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.12.21 174,39 kr/kg
Ufsi, slægður 7.12.21 259,82 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 7.12.21 285,24 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.12.21 263,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.21 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 847 kg
Samtals 847 kg
7.12.21 Sindri BA-024 Landbeitt lína
Þorskur 327 kg
Ýsa 256 kg
Samtals 583 kg
7.12.21 Karólína ÞH-100 Lína
Þorskur 3.050 kg
Ýsa 413 kg
Samtals 3.463 kg
7.12.21 Guðrún Petrína GK-107 Landbeitt lína
Þorskur 5.550 kg
Ýsa 817 kg
Samtals 6.367 kg
7.12.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.609 kg
Ýsa 51 kg
Samtals 1.660 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.12.21 324,00 kr/kg
Þorskur, slægður 7.12.21 411,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.12.21 378,73 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.21 423,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.12.21 174,39 kr/kg
Ufsi, slægður 7.12.21 259,82 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 7.12.21 285,24 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.12.21 263,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.21 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 847 kg
Samtals 847 kg
7.12.21 Sindri BA-024 Landbeitt lína
Þorskur 327 kg
Ýsa 256 kg
Samtals 583 kg
7.12.21 Karólína ÞH-100 Lína
Þorskur 3.050 kg
Ýsa 413 kg
Samtals 3.463 kg
7.12.21 Guðrún Petrína GK-107 Landbeitt lína
Þorskur 5.550 kg
Ýsa 817 kg
Samtals 6.367 kg
7.12.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.609 kg
Ýsa 51 kg
Samtals 1.660 kg

Skoða allar landanir »