Kortlögðu úthlutun veiðiheimilda í þróunarríkjum

Kortlagt hefur verið hverskonar samningar eru til sem gefa erlendum …
Kortlagt hefur verið hverskonar samningar eru til sem gefa erlendum skipum veiðiheimildir í þróunarríkjum. AFP/JUNI KRISWANTO

Sjávarútvegsskrifstofa matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kynnti á fundi síðdegis í dag kortlagningu úthlutunar veiðiheimilda til erlendra fiskiskipa í þróunarríkjum. Íslenska ríkið átti frumkvæmi að þessari vinnu og hefur kostað kortlagninguna sem er fyrsti áfangi af fjórum í víðtækri rannsókn á áhrifum veiða erlendra fiskiskipa.

Á fundinum tilkynnti Marcio Castro de Souza, sjávarútvegsfulltrúi FAO, að næsti áfangi verði að fara í efnahagslega greiningu þeirra fyrirkomulaga sem um ræðir. Undirbúingur þeirrar vinnu hefur þegar farið af stað.

Liam Campling, prófessor í alþjóðaviðskiptum við Queen Mary-háskóla í London, leiddi vinnuna við fyrsta áfanga og kynnti helstu niðurstöður kortlagningarinnar. Útlistaði hann í stuttu máli mismuninn milli þeirrar aðferðarfræði sem Japan, Evrópusambandið, Kína, Taívan, Suður-Kórea, Bandaríkin og Filipseyjar styðjast við til að komast yfir aflaheimildir í þróunarríkjum. Allt eru þetta ríki sem eiga það sameiginlegt að búa yfir stórum skipaflotum sem sækja á erlend fiskimið.

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagði til að stutt …
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagði til að stutt yrði við vinnu undir merkjum FAO. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úttektin sem Campling hefur unnið fyrir FAO er ekki upptalning á samningum um veitingu veiðiheimilda, heldur greining á því hvernig þessir samningar eru: hvað þeir eigi sameiginlegt og hvað sé ólíkt með þeim, með svæðisbundinni áherslu sem tekur tillit til mismunandi aðstæðna og greining á helstu efnisatriðum fiskveiðisamninga.

FAO hefur talið að mikilvægt væri að fara í þessa kortlagningu þar sem hún hafi ekki legið fyrir, en hún er sögð forsenda fyrir frekari rannsóknir.

Rekið til Samherja

„Aukið gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja og samstarf við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Markmið þeirra er að auka traust á íslensku atvinnulífi eftir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í síðustu viku,“ skrifaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu 20. nóvember 2019.

Lokið hefur verið við fyrsta áfanga og sagði Stefán Jón Hafstein, sendifulltrúi Íslands í Róm, á fundinum íslensk stjórnvöld styðja franmvindu verkefnisins og vonir eru um að í framtíðinni verði hægt að móta leiðbeinandi reglur um tilhögun úthlutun veiðiheimilda til erlendra skipa í þróunarríkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »