Skoða ástand síldarstofnsins

Bjarni Sæmundsson HF-30.
Bjarni Sæmundsson HF-30. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði frá bryggju 20. október og hóf með því sjórannsókna- og síldarleiðangur. Skipið er nú statt norður af Grímsey.

Til stendur að framkvæma mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, meðal annars í þeim tilgangi að afla upplýsinga um súrnun sjávar.

Rannsóknirnar eru á vef Hafrannsóknastofnunar sagðar hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland.

Fram kemur að mælisniðin séu staðsett þannig að mælt er í þeim sjógerðum sem finnast umhverfis landið og þau ná yfir landgrunnið og fram yfir landgrunnsbrún. Botndýpi á stöðvunum er á bilinu 25 metrar til 1.830 metrar.

Bergmálsmælingar eru mikilvægur þáttur í mælingunum.
Bergmálsmælingar eru mikilvægur þáttur í mælingunum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Eygló Ólafsdóttir

Rannsaka síldina

Rannsóknir á íslenska sumargotssíldarstofninum hefjast á seinni hluta leiðangursins og nær rannsóknasvæði leiðangursins frá Austurmiðum að Reykjanesi, en síldin sem hefur vetursetu vestan við landið verður mæld í mars.

Markmið þessara rannsókna er að kortleggja „stærð og árgangaskipan stofnsins með bergmálsmælingum og sýnatöku. Einnig stendur til að meta ástand síldarinnar með tilliti til ichthyophonus-sýkingar sem hefur herjað á stofninn síðan 2008“.

Ichthyophonus er frumvera sem lengi var talin sveppur en á tíunda áratug kom í ljós að þetta sníkjudýr er hvorki dýr, jurt né sveppur. Frumveran hefur þó erfðaefni sem er skylt sveppum og dýrum.

Talning hvala

„Bergmálsmælingar á fullorðna hluta síldarstofnsins og aflagögn leggja grunn að stofnmati og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir sumargotssíld. Samfara síldarleitinni verður gerð talning, skráning og myndataka á hvölum eins og aðstæður leyfa. Þessar rannsóknir eru m.a. liður í doktorsverkefni við Háskóla Íslands sem beinist að dreifingu og fæðuatferli háhyrninga,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.12.21 324,00 kr/kg
Þorskur, slægður 7.12.21 415,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.12.21 378,73 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.21 423,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.12.21 174,39 kr/kg
Ufsi, slægður 7.12.21 259,98 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 7.12.21 285,24 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.12.21 263,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.21 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 847 kg
Samtals 847 kg
7.12.21 Sindri BA-024 Landbeitt lína
Þorskur 327 kg
Ýsa 256 kg
Samtals 583 kg
7.12.21 Karólína ÞH-100 Lína
Þorskur 3.050 kg
Ýsa 413 kg
Samtals 3.463 kg
7.12.21 Guðrún Petrína GK-107 Landbeitt lína
Þorskur 5.550 kg
Ýsa 817 kg
Samtals 6.367 kg
7.12.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.609 kg
Ýsa 51 kg
Samtals 1.660 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.12.21 324,00 kr/kg
Þorskur, slægður 7.12.21 415,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.12.21 378,73 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.21 423,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.12.21 174,39 kr/kg
Ufsi, slægður 7.12.21 259,98 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 7.12.21 285,24 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.12.21 263,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.21 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 847 kg
Samtals 847 kg
7.12.21 Sindri BA-024 Landbeitt lína
Þorskur 327 kg
Ýsa 256 kg
Samtals 583 kg
7.12.21 Karólína ÞH-100 Lína
Þorskur 3.050 kg
Ýsa 413 kg
Samtals 3.463 kg
7.12.21 Guðrún Petrína GK-107 Landbeitt lína
Þorskur 5.550 kg
Ýsa 817 kg
Samtals 6.367 kg
7.12.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.609 kg
Ýsa 51 kg
Samtals 1.660 kg

Skoða allar landanir »