Verkfallsboðun sjómanna gæti tengst loðnuvertíð

Þing Sjómannasambandsins verður haldið síðar í vikunni.
Þing Sjómannasambandsins verður haldið síðar í vikunni. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Kjaramálin mun væntanlega bera hæst, sem og öryggismál, á þingi Sjómannasambands Íslands sem haldið verður á fimmtudag og föstudag. Kjarasamningar sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nú verið lausir í tæplega tvö ár.

Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ, segir að lítið sé að gerast í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Hann segir ljóst að verkfallsboðun verði meðal þess sem rætt verði á þinginu og fá önnur úrræði séu eftir til að knýja á um samninga. Tímasetning verkfalls gæti tengst loðnuvertíðinni sem er fram undan í vetur.

Deilu sjómanna í SSÍ og SFS var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og viku af september slitnaði upp úr viðræðum. Valmundur segir að lögum samkvæmt sé boðað til fundar í deilunni ekki sjaldnar en á tveggja vikna fresti. Síðustu fundir hafi verið stuttir, spurt hvort nokkuð hafi breyst og fundi síðan verið slitið. Nánast sé um störukeppni að ræða.

Hann segir að á síðustu 23 mánuðum hafi lítið gerst í kjaramálum sjómanna annað en að samtök þeirra hafi tapað tveimur málum gegn SFS fyrir Félagsdómi, en þau tengdust túlkun á síðasta kjarasamningi. Helstu kröfur núna snúi að lífeyrisréttindum og að málum sem aðrir launþegar hafi náð fram með lífskjarasamningum.

Þing Sjómannasambandsins er haldið á tveggja ára fresti, en var frestað um ár í fyrrahaust vegna kórónuveirufaraldursins. Á þinginu verður formaður sambandsins kosinn og er Valmundur enn sem komið er einn í kjöri, en ekki er um eiginlegan framboðsfrest meðal þingfulltrúa að ræða. Valmundur var kosinn formaður SSÍ í desember 2014 og tók við formennsku af Sævari Gunnarssyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.22 445,63 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.22 493,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.22 382,82 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.22 385,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.22 220,66 kr/kg
Ufsi, slægður 28.6.22 234,97 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 28.6.22 309,00 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.6.22 Guðborg NS-336 Handfæri
Þorskur 342 kg
Samtals 342 kg
28.6.22 Garðar ÞH-122 Handfæri
Þorskur 466 kg
Samtals 466 kg
28.6.22 Jökull ÞH-017 Handfæri
Ufsi 562 kg
Ýsa 76 kg
Þorskur 67 kg
Samtals 705 kg
28.6.22 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 833 kg
Samtals 833 kg
28.6.22 Loftur HU-717 Handfæri
Þorskur 761 kg
Ufsi 128 kg
Samtals 889 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.22 445,63 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.22 493,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.22 382,82 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.22 385,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.22 220,66 kr/kg
Ufsi, slægður 28.6.22 234,97 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 28.6.22 309,00 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.6.22 Guðborg NS-336 Handfæri
Þorskur 342 kg
Samtals 342 kg
28.6.22 Garðar ÞH-122 Handfæri
Þorskur 466 kg
Samtals 466 kg
28.6.22 Jökull ÞH-017 Handfæri
Ufsi 562 kg
Ýsa 76 kg
Þorskur 67 kg
Samtals 705 kg
28.6.22 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 833 kg
Samtals 833 kg
28.6.22 Loftur HU-717 Handfæri
Þorskur 761 kg
Ufsi 128 kg
Samtals 889 kg

Skoða allar landanir »