Brim skaust upp fyrir kvótaþakið

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úthlutun aflaheimilda í loðnu upp á um 627 þúsund tonn raskaði hlutföllum og hafði það í för með sér að leyfilegt heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda hjá Brimi hf. fer í 13,2%. Leyfilegt hámark aflahlutdeilda í heild í eigu hverrar útgerðar er 12% af úthlutuðum þorskígildum. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að fyrirtækið hafi nú sex mánuði til að bregðast við og selja frá sér heimildir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þessi niðurstaða Fiskistofu sýnir í hnotskurn hversu rangur mælikvarði þorskígildisstuðullinn er,“ segir Guðmundur. „Það sem gerist hjá Brimi er að loðnan fær mjög háan stuðul á þessu fiskveiðiári þar sem í vetur voru tiltölulega fá tonn veidd, en seld á háu verði eftir tvö loðnulaus ár á undan. Þetta gerir það að verkum að við förum yfir hámarkið.“ Hann segir að verðmæti loðnukvótans í þorskígildum á þessu fiskveiðiári sé 30% meira heldur en allra aflaheimilda í þorski. Slíkt standist ekki.

Frekar þak í hverri tegund

„Ég myndi vilja að þak í hverri fisktegund myndi ráða hámarkinu. Það er einfalt og gagnsætt kerfi, auðvelt að fylgjast með og kostar ekki flókið eftirlitskerfi né mikla peninga,“ segir Guðmundur. Hann segir að Íslendingar séu eina þjóðin sem noti þá aðferðafræði að miða við þorskígildisstuðla og ekki sé nokkur leið að útskýra fyrir útlendingum hvernig þakið sé fundið út. Í loðnu er miðað við að aflaheimildir einstakra útgerða séu að hámarki 20% og er Brim með 18% heimilda í tegundinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »