Freyja heilsar og Týr kveður

Íslenski fáninn var dreginn að húni á Freyju skömmu áður …
Íslenski fáninn var dreginn að húni á Freyju skömmu áður en skipið hélt heimleiðis til Íslands. Myndin sýnir vel hversu gott dekkplássið er. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Hið nýja varðskip Íslendinga, Freyja, lagði af stað frá Rotterdam í Hollandi á hádegi á þriðjudag áleiðis til Íslands. Gert er ráð fyrir að skipið leggist að Bæjarbryggjunni á Siglufirði eftir hádegi á laugardaginn.

Varðskipið Týr hélt í síðasta sinn til eftirlits- og gæslustarfa á mánudaginn en Týr kemur til með að fylgja Freyju til heimahafnar á Siglufirði á laugardag. Týr kemur aftur til Reykjavíkur úr sínu síðasta úthaldi þann 15. nóvember. Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja fari í sína fyrstu eftirlitsferð um Íslandsmið þann 22. nóvember, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Þór að fara „í slipp“

Varðskipið Þór verður tekið upp í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði í byrjun næstu viku. Þar fer fram hefðbundið viðhald og er áætlað að sú vinna taki þrjár vikur. Þór fer svo aftur til eftirlitsstarfa við landið 7. desember. Slipptaka Þórs var boðin út í haust og barst eitt tilboð, frá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Hljóðaði það upp á krónur 48.748.850,00.

Í síðasta mánuði var þess minnst að tíu ár voru liðin frá komu varðskipsins Þórs til landsins. Skipið hafði fyrst viðkomu í Vestmannaeyjum 26. október árið 2011, að viðstöddu fjölmenni. Það þótti vel við hæfi þar sem fyrsta varðskipið Þór, sem upphaflega var keypt til björgunarstarfa við Vestmannaeyjar, varð upphafið að stofnun Landhelgisgæslunnar árið 1926.

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Einar H. Valsson skipherra dró íslenska fánann að húni á varðskipinu Freyju í fyrsta sinn á mánudaginn að viðstaddri áhöfn skipsins. Í kjölfarið dró Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður stafnfánann upp. Þá var bráðabirgðamerkingu komið upp með nafni skipsins þar sem ekki tókst að koma varanlegu merkingunum til Rotterdam í tæka tíð.

Með tilkomu Freyju í flota Landhelgisgæslunnar mun Gæslan hafa á að skipa tveimur afar öflugum varðskipum, sérútbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland.

Varðskipið Freyja er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt skip.

Varðskipið Týr var smíðað í Aarhus Flydedok as. í Danmörku árið 1975 og hefur því verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í 46 ár. Miklar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á skipinu í gegnum tíðina. Týr varð fyrir miklu tjóni í fiskveiðideilunni við Breta þegar freigátan Falmouth sigldi tvívegis á hann við Hvalbak að kvöldi 6. maí 1976. Munaði aðeins hársbreidd að Týr færi á hliðina og sykki.

Varðskipið Týr er nú í sinni síðustu ferð við gæslustörf. …
Varðskipið Týr er nú í sinni síðustu ferð við gæslustörf. Skipið hefur verið farsælt í þau 46 ár sem það hefur siglt við landið. mbl.is/Árni Sæberg

Í byrjun þessa árs var Týr tekinn í slipp í Reykjavík. Við skoðun kom í ljós að vél sem stýrir skrúfubúnaði skipsins var illa skemmd. Jafnframt kom í ljós að tveir af tönkum skipsins eru mikið skemmdir sökum tæringar. Ekki var talið svara kostnaði að gera við skipið og í framhaldinu samþykkti ríkisstjórnin tillögu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að hefja leit að nýju varðskipi, sem fengi nafnið Freyja. Sú leit hefur nú borið árangur og hið nýja skip er á leið heim.

Týr hefur verið við gæslustörf í sumar en nú lýkur þjónustu skipsins við Landhelgisgæsluna. Áhöfnin á Tý mun færast yfir á Freyju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »